Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 13

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 13
Andersen, hvort vera Dana í Norðurlandaráði jafnframt því að þeir væru í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, leiddi til óþægi- legra árekstra í stefnumótun. — Danir hafa í mörgum til- fellum átt samleið með hinum Norðurlandaþjóðunum svaraði utanríkisráðherrann, en í öðr- um málum höfum við tekið sömu afstöðu og stjórnir Efna- hagsbandalagslandanna. Þátt- taka okkar í EBE hefur ekki bundið okikur á neinn veg í ut- anríkismálum og við teljum það mjög eðlilegt að innan bandalagsins komi fram mis- munandi sjónarmið í alþjóða- málum. — Teljið þér líklegt, að Dan- ir muni á komandi árum leggja aukna áherzlu á þátttöku sína í EBE á kostnað samstarfs við hin Norðurlöndin? — Aðildin að Efnahags- bandalaginu á ekki að hafa nein áhrif á norrænt samstarf. Það hafa að mínum dómum orðið ýmsar jákvæðar breyt- in.gar á Norðurlandasamvinnu eftir að við gengum í EBE og hún eflzt. Ráðherranefndin starfar ötullega, stofnanir Norð- urlandaráðs eru virkari en áður og nú eru menn farnir að ræða utanríkismál opinskátt á fund- um Norðurlandaráðs. Það finnst mér vera til bóta. Þegar á heildina er litið finnst mér nor- rænt samstarf hafa farið inn á réttar brautir í mörgum mál- um sem einvörðungu snerta Norðurlöndin höfum við sam- eiginlega fundið iausnir sem henta vel. Það verður gert á- fram í framtíðinni. Við höfum leitað samstarfs við aðra á breiðari grundvelli í vissum málaflokkum og vil ég sérstak- lega nefna E'FTA-samstarfið í því sambandi. EFTA-aðildin stuðlaði að stórauknum við- skiptum milli Norðurlandanna innbyrðis. Ljóst er, að norrænt efnrhagsbandalag gat ekki orð- ið að veruleika af því að Finwar vildu ekki vera með. Á sínum tíma var líka talað urn norrænt varnarbandalag. íslendingar og Finnar hefðu ekki orðið aðilar að iþví, heldur hefði þetta orðið skandinaviskt varnarsamstarf í þröngri merkingu. Ég tel, að núverandi fyrirkomulag hafi orðið í reynd til að treysta hina norrænu samvinnu og að kom- izt hafi verið hjá því, að löndin fimm fjarlægðust hvert annað með myndun bandalaga. sem allir gátu ekki verið með í. — Danmörk er meðal aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins. Hverja framtíð teljið þér að bandalagið eigi fyrir sér. — Það getur ekkert raun- hæft fyrirkomulag varnarmála Vestur-Evrópu komið í stað Atlantshafsbandalagsins. Vegna samstarfsins í NATO hefur viss- um áföngum í slökun spennu milli austurs og vesturs verið náð. Ráðherrafundur banda- lagsins í Reykjavík 1968 mót- aði þessa stefnu, sem síðan hef- ur verið fylgt og þakka má þær viðræður um öryggismál, sem fram hafa farið við ríki Var- sjárbandalagsins. Þessum ár- angri höfum við aðeins getað náð af því að styrkur NATO er mikill. — Hverjum augum líta Dan- ir þau auknu umsvif skipa sovézka flotans sem vart hefur orðið í seinni tíð hér á hafsvæð- inu við Danmörku? — Greindlegt er að styrkur sovézka flotans í nágrenni við okkur hefur farið ört vaxandi og æfingar í lofti og á legi hafa orðið umfangsmeiri. Við teljum þetta ekki beina ógnun við ör- yggi Danmerkur en sjáum þó greinilega, að það getur verið erfitt að koma við vörnum, ef slík hernaðarstarfsemi fer fram hér rétt undan ströndum undir því yfirskyná, að um æfingar sé að ræða. Ég átti viðræður við Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, þegar hann var hér í Kaupmannahöfn nýlega og skýrði sjónarmið okkar í málinu. Hið sama gerði ég í Austur-Þýzkalandi fyrir nokkru, en það hefur verið fátt um svör. Þessi þróun undan- farið undirstrikar nauðsynina fyrir því að við séum jafnan vel á verði. — Hvað álítið þér um sam- vinnu Vestur-Evrópuríkjanna á öðrum sviðum í framtíðinni, þeirra sem standa utan Efna- hagsbandalagsins og hinna, sem í því eru? — Ég ætla að vinna að því á ráðherrafundum bandalagsins á næstunni, að bandalagið setji sér það markmið að koma á fastmótuðum tengslum við þau níu lýðræðisríki í vestanverðri álfunni, sem standa utan banda- lagsins. Þetta á ekki að vera til að storka ríkjunum í austri heldur til að skapa fastan grundvöll fyrir skoðanaskipti og samráð þessara ríkja, sem eiga svo margt sameiginlegt. Strandgæzlubátar danska flotans að æfingum á dönsku sundun- um. Þar er þörf aukinnar árvekni vegna vaxandi hernaðarstarf- semi austantjaldsríkjanna við Danmörku. FV 12 197G 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.