Frjáls verslun - 01.12.1976, Síða 43
# Fjölþjóðiegt
fyrirtæki
Nú er Danfoss fjölþjóðlegt
fyrirtæki með 10.000 starfs-
menn, verksmiðjur og fram-
leiðslu í 6 löndum, dótturfyrir-
tæki í 14 löndum og þéttriðið
net umboðsmanna í u.þ.b. 100
löndum. Bæjarloftið og hænsna-
húsið hefur á 40 árum orðið að
200.000 m2 gólffleti í verk-
smiðjunum í Danmörku. Árs-
velta samsteypunnar á fjár-
hagsárinu 1974—75 var 1739
milljónir danskra króna, en af
því var framleiðsluveltan í
Danmörku 1029 milljónir.
Af framleiðslu dönsku verk-
smiðjanna fer 80'—90% til út-
flutnings, og þarf því engum
að blandast hugur um þýðingu
fyrirtækisins fyrir danskt efna-
hagslíf.
Það sem við fyrstu sýn vek-
ur athygli gestsins við komuna
til höfuðstöðvanna við Nord-
borg á Als er snyrtimennska
innandyra og utan. Mikil á-
hersla er lögð á rúmgóða verk-
smiðjusali með greiðum flutn-
í einum
verksmiðju-
salnum
hjá
Danfoss.
Sjálfvirknideildin framleiðir
hvers kyns sjálfstýritæki fyrir
hita- og kælikerfi, svo og sjálf-
virknibúnað fyrir iðnað. Fram-
leiðsla þessi er einkum á þrem
stöðum. Hluti hennar fer fram
í aðalverksmiðjunum í Nord-
borg, en í Grásten og Viby á
Jótlandi eru sérhæfðar verk-
smiðjur sjálfvirknideildar. Bún-
aður fyrir iðnað er framleiddur
í Grásten, en frá verksmiðjunni
í Viby kemur sjálfsagt megin-
hluti þeirrar framleiðslu, er ís-
lendingar kaupa af Danfoss, því
þar er eingöngu framleiddur
sjálfvirknibúnaður fyrir hitá-
kerfi, og þá fyrst og fremst hita-
H. G. Meulengracht sölustjóri fyrir N-Evrópu og Gunnar Stig
forstöðumaður upplýsingadeildar Danfoss, sem ræddu við F.V.
ingaleiðum og gangvegum.
Starfsfólki við færibönd er það
nauðsyn að hafa ekki á tilfinn-
ingunni að það sé aðþrengt og
innilokað, og af stjórnenda
hálfu eru aðgerðir til að auka
vellíðan starfsmanna i starfi
taldar mikilvægari en flest ann-
að.
# Fjölbreytt fram-
leiðsla
Verksmiðjurnar framleiða nú
öllu fjölbreyttari varning en
Mads Clausen sá fyrir 1933, því
á framleiðsluskrá eru um 300
tæki, hvert um sig framleitt að
meðaltali í 10 mismunandi
gerðum. Þessari framleiðslu er
skipt niður á þrjár framleiðslu-
deildir: Sjálfvirknideild, olíu-
deild og kælivéladeild. Fjórða
deildin sér svo um almenna
framleiðslu fyrir hinar þrjár. og
sem fimmtu deildar fyrirtækis-
ins má geta alþjóðlegrar sölu-
deildar, sem sér um stjórn
dótturfyrirtækja ög tengsl við
umboðsmenn um allan heim.
FV 12 1976
43