Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 62

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 62
Frá Danmörku: Vmsir fróðleiksmolar um Dani og landið sem þeir byggja Þrátt fyrir erfiftleika er velmegun í landinu mikil og þjóðartekjur með þeim hæstu í heimi „Það er með ýmsu móti hægt að mæla stærð og mikilvægi landa og þjóða. Ef mælistikan væri ó- unnin hráefni í jörðu væri tilvera Danmerkur mjög í tvísýnu. Þetta sýnir þó, hvað landið er fá- tækt af málmum og orku frá náttúrunnar hendi. Ef hins vegar skyldi mælt eftir tækniþekkingu eða gæðum helzt'u framleiðsluvara, myndi Danmörk eflaust vera talin til forysturíkja. Ef tryggingar- kerfið ætti að leggjast til grundvallar í þessu mati, væri Danmörk heimsveldi og ef mæla ætti afburði dönsku þjóðarinnar eftir gullinu, sem Danir hafa fengið fyrir siglingar á Ólympíuleikj- um, þá væri Danmörk tvímælalaust risaveldi.“ Þannig hefur Victor Ander- sen, blaðamaður hjá Berlingsike Tidende hagað inngangsorðum sínum að almennri kynningu á Danmörku, landi og þjóð. Hann tekur þó til við hefðbundinn samanburð og getur þess rétti- lega, að Danmörk taki yfir mjög lítinn hluta heimskortsins í N-Evrópu, milli Norðursjávar og Eystrasalts. Nákvæmlega mælt er þetta landsvæði um 44 þús. ferkílómetrar. Jótlands- skagi er mest áberandi með 68 kílómetra landamæri við V- Séð yfir þingsalinn í Kristjáns- borg, þar sem danska þjóðþingið starfar. Miklir erfiðleikar hafa blasað við dönsk- um stjórn- málamönn- um, en flokka- mergð og ósamstaða hafa gert Iandsstjórn- ina lítt hæfa til að glíma við vanda- málin. Þýzkaland. Afgangurinn af Danmörku eru 406 eyjar, sem hafa samanlagða strandlengju upp á 7300 kílómetra eða einn sjötta af leiðinni umhverfis jörðina. Enginn Dani býr lengra en 52 kílómetra frá sjó og er ekki að undra þótt þjóðin hafi frá fornu fari stundað sjó- sókn og siglingar. Meðalhiti í kaldasta mánuði ársins, febrúar er -f- 0,4 gráður en 16,6 gráður í júlí, sem er heitasti mánuður ársins. Danir voru 5.053.701 talsins hinn 1. október 1974. Nýfædd- ur piltur á fyrir höndum 71 æviár samkvæmt meðaltalsút- 'komu og nýfædd stúlka 75 ár. Af hverjum 100 Dönum eru 97 meðlimir í hinni lútersku þjóð- kirkju. Hvað atvinnuskiptingu snertir eru 9 % starfandi í land- búnaði, 15% í iðnaði og 16% í verzlun og þjónustu. í Kaupmannahöfn býr um 1 milljón manna. Borgin hefur mikla þýðingu sem höfuðborg og stjórnsetur en er líka mikil- væg samgöngumiðstöð með frí- 62 PV 12 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.