Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 73
lambakjötinu, og það er alls-
endis otengt eftirspurninni, kom
einungis til af framboðinu. En
í þessum stóru verzlanamið-
stöðvum er kjötið selt í neyt-
endaumbúðum, við sögum það
niður hér og síðan er því pakk-
að eftir svipuðum aðferðum og
gengur og gerist á íslandi. Við
seljum alla hluta skrokksins
jafnt til verzlananna og þær
krefjast síaukinnar þjónustu
hvað frágang og umbúnað
snertir.
Ég get til gamans minnst á
það, að fyrir ekki svo mörg-
um árum var grænlenzkt
lambakjöt í harðri samkeppni
við það íslenzka í verzlunun-
um, en nú skilst mér að fs-
lendingar selji allt að því 100
tonn af kjöti til Grænlands í
ár.
— Hver er svo skoðun þín
á þessum bætti íslenzkrar
framleiðslu?
— Ég hef oft komið til ís-
lands, skoðað íslenzku búin og
sláturhúsin, og ég veit í hvaða
erfiðleikum íslenzkur landbún-
aður á, og þá einkum útflutn-
ingsgreinar hans. En að mínu
viti er fjárbúskapur á íslandi
mjög vel skipulagður, og rann-
sóknir og kynbætur hafa líka
skilað sér, því að frjósemi ís-
lenzks fjár er t. d. miklu meira
en þess danska. Það er svo
engum vafa undirorpið, að
þetta kjöt, íslenzka lambakjöt-
ið, er með hreinustu kjötvöru
í heimi í þeim skilningi, að féð
er alið því nær eingöngu á
ómenguðu náttúrufóðri, og
bragðgæði kjötsins eru óvé-
fengjanleg. Sölumöguleikar fyr-
ir það eru því miklir, en á móti
koma erfiðleikar, sem snerta
framleiðslu- og verðlagsstefnu,
samkeppni og annað.
Mig langar svo til þess að
leggja áherzlu á það að lokum,
að við Danir vorum miklu nor-
rænni í viðskiptaviðhorfum
okkar áður en Efnahagsbanda-
lagið kom til. Nú eru aðrir tím-
ar og við ráðum ekki eins miklu
um þá rás, sem þróunin fer í
eins og áður.
IÞRÖTTABLAÐÍD
er vettvangur
57 þúsund
mcðlima
iþrótta- og
ungmennafélaga
viðs vegar um
landið.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
LAUGAVEGI 178.
SfMI 82300.
fcft vmt mh nin luniilirl”'.
idcitunn ojt (rtunliö I>j6d«r «>kk:
UuLiðiJbriHI*
jórnmálu»<li( v'n'í breta
:? iiæsta leili
Ég er ekki alltaf sammála
Þjóðviljanum-
en ég les hann reglulega.
blaðid seni vitnað er í
Ég er alltaf ósammála
Þjóðviljanum-
en ég les hann samt.
Blað sem þú
kemst ekki hjá að lesa
Hvort sem þú ert sammála Þjóóviljanum eóa ekki
þá kemstu ekki hjá að lesa hann.
Askriftarsíminn er 81333
Ég er oftast ósammála
Þjóöviljanum-
en ég les hann reglulega.
mmm
FV 12 1976
73