Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 85

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 85
AUGLÝSING Glóbus hf.: Landbúnaða rtæki Nýlega átti ein stærsta land- búnaðartækjaverksmiftja á Norðurlöndum 25 ára afmæli, en þaft cr J.F. Fabrikken í S0nderborg á Jótlandi. Verk- smiftjan er stofnuft af J. Freud- endabl, sem byrjaði framleiðslu kornbindivéla árið 1951 í húsi sem var um 2000 ferfet að stærft. J. Freudendahl hóf fram- leiðsluna með 6 starfsmönnum og var framleiðslan fyrsta árið um 200 kornbindivélar, en nú eru framleiddar mörg þúsund vélar á ári og starfsfólkið orðið nálega 1000 að tölu, og verk- smiðjan um 475.000 ferfet að stærð. Þó framleiðslan hafi upphaf- lega verið kornbindivélar, þá eru nú framleiddar milli 20—30 tegundir landbúnaðartækja. Glóbus hf. hefur flutt inn vélar frá J.F. Fabrikken um 20 ára skeið, og eru margar þeirra vel þekktar hjá íslenskum bændum. Má þar nefna sláttu- vélar, votheysvagna, sláttutæt- ara og ýmsar aðrar vélar. J.F. Fabrikken starfrækir auk þess verksmiðjur í 5 lönd- um utan Danmerkur. A. P. BEINiDTSEIM HF. Dönsk fyrirfæki með áratuga reynslu A/S Roulands fabrikker var stofnsett árift 1936. Félagið byrjaði á því að framleiða kaðla og vélareimar, en fram- leiðir hins vegar nú færibönd, hemlaborða, viftureimar, kíl- rennur, kælihosur o.fl. í Roulands verksmiðjunni starfa um 1200 manns og öll framleiðslan er háð ströngustu gæðakröfum. H. Christensen & Sþn A/S var stofnsett árið 1880. Stofn- andi fyrirtækisins byrjaði starf- semina með bóka- og pappírs- verslun í Kaupmannahöfn, en nú er H. Christensen og Spn með stærstu pappírsdreifingar- aðilum í Danmörku. Starfsemin fer fram í Skov- lunde við Kaupmannahöfn, og ennfremur er útibú frá fyrir- tækinu í Odense. í Kaupmannahöfn hefur fyr- irtækið 3500 m- húsnæði, eða 23.000 m;i til umráða og munu vera fyrirliggjandi um 2000 mismunandi tegundir af papp- ír. 115 manns vinna nú hjá fyr- irtækinu. O. Ohlenschlágers Eftf. A/S var stofnað árið 1874, en OOE hefur selt hannyrðavörur til Is- lands síðan fyrir aldamót. Is- lenskar konur, sem hafa frá fornu fari unnið mikið við út- saum og handavinnu hafa alla tíð metið hina vönduðu fram- leiðslu frá OOE. OOE selur m.a. alls kyns út- saumsgarn, pakkningar s.s. með púðum, klukkustrengjum, vegg- teppum og ýmsum myndum, svo og stramma, upphengi, hör- efni og ýmis konar önnur efni. A.P. Bendtsen hf., var stofn- að árið 1919, en var skráð hluta- félag árið 1972. A.P. Bendtsen hf. er umboðsaðili og innflytj- andi ofangreindra fyrirtækja, auk annarra danskra fyrir- tækja. FV 12 1976 85

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.