Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 91

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 91
AUGLÝSING Slippfélagið í Reykjavík hf.: Framleiðir Hempels málningarvörur - 25 ár síftan Slippfélagift var stofnaft Um þcssar mundir eru 25 ár síðan Slippfélagið í Reykja- vík hf. hóf málningarfram- leiðslu. Á þessum tíma hefur Málningarverksmiðja Slippfé- lagsins framleitt málningarvör- ur með einkaleyfi frá dönsku HEMPELS-verksmiðjunum í Lyngby og síðar einnig enk'u VITRETEX-verksmiðjunum og framleiðslan aukist jafnt og þétt ár frá ári. Slippfélagið hafði haft einka- umboð fyrir HEMPE(LS-máln- ingarvörur allt frá árinu 1932, en það var ekki fyrr en í nóv- embermánuði 1951 að fyrir- tækið hóf sjálft framleiðslu og var verksmiðjan upphaflega til húsa í gamalli byggingu á at- hafnasvæði Slippfélagsins við Mýrargötu, þar sem eitt sinn var Skipasmíðastöð Magnúsar Guðmundssonar. HEMPELS-verksmiðj urnar eru heimsþekktar fyrir fram- leiðslu á skipamálningu. Rann- sóknarstofur verksmiðjanna eru með því fullkomnasta sem þekkist á þessu sviði og máln- ingin fengið viðurkenningu hinna ýmsu flokkunarfélaga svo sem Norsk Veritas, Lloyds, Germanische Lloyds o.fl. Eftir því sem framleiðslan hlóð utan á sig og fjöldi og fjöl- breytni tegunda jókst, varð húsnæði verksmiðjunnar ófull- nægjandi og árið 1970 flyzt starfsemin í nýja verksmiðju- byggingu við Dugguvog. Er. verksmiðjan 2000 fermetrar að flatarmáli og 9100 rúmmetrar. Nýjar vélar hafa verið keyptar og aðstaðan öll hin bezta. Fyrsta árið voru aðeins fram- leiddar tvær tegundir af máln- ingu, en nú eru framleiðsluteg- undirnar orðnar um 50 talsins, þar á meðal 7 tegundir af botn- málningu og 7 tegundir af ryð- varnargrunnum, — klórkár- sjúk — og epoxytegundir, al- kyd- og olíumálning, skipalökk og þakmálning, plastmálning utanhúss og innan o.fl. o.fl. Á síðastliðnu ári hóf verksmiðjan framleiðslu á CUPRINOL-fúa- varnarefnum í ýmsum litum. Velta verksmiðjunnar er á 300. milljónir á ári. Yfir sumarmán- uðina starfa um 17 manns hjá verksmiðjunni en yfir vetrar- mánuðina 10 manns. Markaðsþáttur Frjálsrar rersluuar TSý aðferð $em §kilar áraiigri FV 12 197G 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.