Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 93

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 93
AUGLÝSING SIS: Tæki fyrir kæli- og frystiiðnað frá Sabroe & Co. Fyrirtækið Thomas Ths. Sabroe & Co. var stofnað árið 1897 en upphaflega byrjuðu framleiðendurnir Thomas Thomassen Sabroe og Carl Gottlieb framleiðslu á mjólk- ■urbúsvélum árið 1895. Fyrsta frystivélin sem flutt var til Islands var af Sabroe gerð og var hún seld til ísfélags Vestmannaeyja árið 1908. í dag framleiða þeir frysti- vélar og hvers konar tæki fyrir kæli- og frystiiðnað, bæði til sjós og lands. Frá fyrstu tíð fyrirtækisins Sabroe & Co. var lögð á það áhersla að vanda allt til fram- leiðslunnar og hafa þar af leið- andi allar vörur þeirra áunnið sér traust viðskiptavina um all- an 'heim. Frá því frysting á kjöti hófst hér á landi til útflutnings um 1927 með komu Brúarfoss sem var fyrsta skip Eimskipafélags íslands hefur Samband ísl. samvinnufélaga verið umboðs- maður Sabroe & Co. hér á landi. Árið 1968 breytti Sabroe & Co. um stefnu í framleiðslu sinni og hóf samstarf við sinn helsta keppinaut með það fyrir augum að sérhæfa og nýta framleiðslu- krafta enn betur en ella. Síðan heitir þetta fyrirtæki Sabroe- Atlas og í dag framleiðir Atlas ísvélar en Sabroe hefur sér- hæft sig í framleiðslu á frysti- vélum. í dag eru Sabroe-Atlas stærstu framleiðendur á sínu sviði á Norðurlöndum og hafa Þar að auki útibú í Japan, Bras- ilíu, V-Þýzkalandi, og Svíþjóð. Tæknilega séð standa þeir mjög framarlega enda hafa bæði fyrirtækin áratuga reynslu að baki. SJÁVARFRÉTTIR BLAÐ SJAVAROTVEGSINS Áskriftar- og auglýsingasímar: 82300 - 82302 FV 12 1976 93

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.