Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 22
um meðalmennskunnar, og
tókst það svo sannarlega.
Faðir Williams átti sápugerð
í Wayne Junction í Fíladelfíu
og þar byrjaði strákur að hræra
í sápupottunum um leið og
hann náði upp í þá. Á hverjum
föstudegi tróð hann einum dal
og fimmtíu í sparibaukinn sinn,
staðráðinn í því að verða ríkur.
Tólf ára gömlum tókst honum
að telja föður sínum trú um að
hann væri fær um að starfa
sem sölumaður og áður en hann
náði 13 ára aldri var hann
orðinn fídonssölumaður á far-
aldsfæti og það í síðbuxum.
Árið 1891 settist William að í
Chicago þá þrítugur. Hann
reyndist snemma skrattanum
snjallari í því að ná til sín við-
skiptum frá keppinautum sín
um. Þegar þeir lækkuðu verð-
ið á sinni sápu til að slá út
sápu Wrigley-feðganna, hækk-
aði William verðið á sinni sápu
samstundis, en bauð kaup-
mönnum bökunarsóda í kaup-
bæti fyrir hvert sápupund sem
þeir seldu.
Og áður en nokkur vissi af
var eftirspurnin eftir bökun-
arsódanum orðin miklu meiri
en á sápunni. William dembdi
sér án umhugsunar út í heild-
sölu á bökunarsóda og verð-
launaði kaupmennina með
tyggigúmi fyrir hverja tylft
dósa sem þeir seldu af bökun-
arsóda. Fór þá að vonum sem
fyrri daginn að eftirspurnin eft-
ir tyggigúminu óx og óx þang-
að til William Wrigley ákvað
að snúa sér að tyggigúmi, ekki
einungis að selja það, heldur á
kvað hann að framleiða það
líka.
Framleiðslufyrirtækið Willi-
am Wrigley, Jr., Company varð
til í snatri, hlutafé samtals 32
dalir.
# Glæfraleg tiltæki
Á síðasta áratug 19. aldar
hafði fyrirtækinu vaxið fiskur
um hrygg og nú hugðist Willi-
am láta í alvöru reyna á hvað
22
hann dygði í viðskiptum. Á
þessum tíma var auglýsingaiðn-
aður, í þeirri mynd sem hann
er nú á tímum, ekki til, enda
trúðu menn ekki á mátt aug-
lýsinganna meira en svona i
meðallagi.
William Wrigley var á ann-
arri skoðun. Hann gekkst fyrir
auglýsingaherferð og varði til
hennar 100 þúsund dölum. síð-
an annarri álíka dýrri, en út úr
þeim kom ekkert nema skuld.
En hann var ekki á því að láta
sig svo hann lagði enn undir
og nú 250 þúsund dali. Og viti
menn, nú byrjaði ballið. Fram-
leiðslan óx, hún tók kipp, hún
margfaldaðist og rauk svo upp
úr öllu valdi. Um 1920 varði
William röskum 4 miljónum
dala í auglýsingar á hverju ári
og græddi alltaf meira og
meira. Á sama tíma sátu keppi-
nautarnir með sárt ennið og
botnuðu ekkert í þessum vit-
leysistiltækjum Williams Wrig-
leys, en biðu eftir því að hann
færi á hausinn. Sjálfir tímdu
þeir ekki að sjá af nokkrum
pening í auglýsingar, nema í
mesta lagi á eigin umbúðum.
Wrigley fyrirtækið óx stöð-
ugt og áhrif Williams um leið.
Philip sem fæddur er 1894 seg-
ist muna vel þessa daga: ,,Pabbi
var vanur að taka tvær síður
fyrir auglýsingar okkar í The
Saturday Evening Post öðru
hvoru, og það voru fyrstu aug-
lýsingarnar í lit sem þekktust
þá. Og það var alltaf hægt að
sjá það á forsíðu blaðsins ef í
því var auglýsing frá okkur því
þá var forsíðan alltaf prentuð
í rauðu og grænu, en það voru
litirnir sem við notuðum í okk-
ar auglýsingum“.
William Wrigley gerðist nú
einn af litríkustu viðskiptajöfr-
um Ameríku og upp úr 1920
byggði hann skýjakljúf í göml-
um borgarhluta Chicago á
bökkum Chicago-árinnar sem
kostaði tæpar átta milljónir
dala. Stórveldið var staðreynd.
Þegar William Wrigley lést ár-
ið 1932 tók sonur hans við
stjórninni. Þegar hann lætur af
störfum, sem óumflýjanlega
verður áður en langt líður, mun
William Wrigley, sá þriðji í
röðinni taka við af föður sínum.
Á við og drcir
Nor'ðmenn hafa flutt meira
út á f.yrra árshelmingi 1977
en búizt hafði verið við.
Hreinn vtíruútflutningur hef-
ur vaxið mest, eða um
10,5% miðað við árið í fyrra.
Utflutningur fyrra árshelm-
ings í Noregi nam 20 millj-
örðum norskra króna en var
18,9 inilljarðar á sama tíma
í fyrra.
----9 ----
Sala á bandarískum bílum
minnkaði á heimamarkaði í
júlí og fór niður fyrir með-
altal, sem er 9 milljónir bíla
á ársgrundvelli. Hefur salan
ekki verið svo lítil síðan í
janúar. Salan á innfluttum
bílum í Bandaríkjunum hélzt
þó yfir meðaltali sem er 2
milljónir bíla á ársgrund-
velli. Sýnist þetta ætla að
verða metár í sölu erlendra
bíla á Bandaríkjamarkaði.
Afstaða Dana til lagning-
ar 440 kílómetra langrar
olíuleiðslu frá Ekofisk-
svæðinu á Norðursjó tíl Em-
den í Þýzkalandi veldur töf-
um á bví að leiðslan verði
tekin í notkun en í júlíbyrj-
un átti að hefja flutning á
gasi um hana. Danir hafa
haldið uppi mótmæluin
vegna þess að þeir telja að
leiðslan sé ekki nægilega
vel grafin niður í hafsbotn-
inn á beim 18 kílómetrum
sem hún liggur um danskt
yfirráðasvæði.
Frá Washington berast
fréttir um að vinir Geralds
Ford, fyrrverandi forseta
telji hann ætla að sækjast
eftir útnefningu til forseta-
framboðs Repúblikana í
næstu forsetakosningum ár-
ið 1980, ef Ronald Regan
ætlar að gera alvarlega til-
raun til að komast í fram-
boð.
FV 7 1977