Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Síða 29

Frjáls verslun - 01.07.1977, Síða 29
in er jafnari, þannig að miklar séreignir hjóna geta hækkað heildarskatt erfingjanna. Erfingja er heimilt að afsala sér arftökuskatti í hendur þeim, sem hann á arfsvon að, hvort sem það er gert fyrir nokkuð eða ekkert. Með tilliti til þess getur oft verið möguleiki fyrir arfleifanda að semja við erf- ingja sína um þá skiptingu eigna og fyrirtækja. sem hann telur heppilegasta, þó svo að erfingjar myndu engan veginn sætta við slíka skiptingu, væri ekki sérstaklega um hana sam- ið. Bæði mætti koma þannig í gegn annarri skiptingu eigna, en annars yrði, svo og það, að ósamkomulag erfingja getur tafið verulega fyrir skiptum og gert erfitt fyrir um rekstur fjölskyldufyrirtækisins. # Skattskyldan — Lög um erfðafjárskatt eru frá 1921, en skattstiganum var breytt með lögum 1972. Erfðafjárskatt skal greiða af öllu því, er nefnist arfur í eig- inlegum skilningi og ennfremur af gjafaarfi, dánargjöfum og fyrirfram greiddum arfi. Einn- ig skal greiða erfðafjárskatt af gjöfum, sem gefnar eru í lif- andi lífi, ef gefandi hefur áskil- ið sér tekjur eða not gjafarinn- ar til dauðadags eða fyrir á- kveðið tímabil, sem ekki er lok- ið á dánardægri hans, svo og af gjöfum, sem gefnar eru á síð- asta ári fyrir andlát gefanda, ef þær hafa rýrt eigur hans um 10% eða meira og loks af öllum fjármunum, sem gefnir hafa verið eða afhentir í því skyni að komast hjá því að greiða erfðafjárskatt. Undanþegið erfðafjárskatti er þó tryggingarfé og lífeyrir, sem keyptur er fyrir annan samkvæmt ákvæðum laga eða opinberri fyrirskipan, auk ým- issa lausafjármuna, ef þeir eru ánafnaðir eða gefnir opinber- um söfnum landsins eða al- þjóðastofnunum. Ef maki situr í óskiptu búi, skal ekki greiða skatt af því fé sem óskipt er. f lögunum segir: ,,Ef ekki fer fram sala á opinberu upp- boði á fjármunum, öðrum en fasteignum, sem falla í erfðir, skal skiptaráðandi útnefna óvil- halla menn til þess að meta fjármunina til peninga, ef ætla í lifanda lífi heftir arf- Ieifandi fullan ráðstöf- iunar- rétt yfir eignum sínum og getur gefið einum erfingja stórgjafir, ef hann vill. má að þeir nemi samtals 100.000 krónum. Fasteignir skal telja á fasteignamati". Þessu á- kvæði er sjaldnast beitt, nema um opinber skipti sé að ræða, en þau eru óalgeng. Þannig er í reynd reiknaður erfðafjár- skattur af því verðmæti sem erfingjar gefa upp í erfðafjár- skýrslu, sem send er hinum reglulega skiptaráðanda. Skatturinn er talinn af hverj- um erfðahluta fyrir sig, og skal allt það, sem hver erfingi um sig hlýtur úr búinu að arfi, gjöf, gjafaarfi og svo framveg- is talið í einu lagi. Skattstiginn er stígandi, þannig að það get- ur skipt máli hvort arfur eftir foreldra skiptist ójafnt, það er hvort annað hefur átt meiri sér- eignir. Ein leið til þess að minnka erfðafjárskattinn, er að gera erfingja að meðeigendum í at- vinnurekstrinum, strax og ald- ur leyfir. Þannig dreifist einnig tekjuskatturinn og auðveldara er að ráðstafa fjármunum til erfingja. Þetta hefur þann stóra ókost í för með sér, að erfitt verður að koma stjórn fyrir- tækisins í hendur ákveðins að- ila seinna meir. # Skattupphæðin — Upphæð skattsins fer eftir skyldleika við hinn látna og er skattprósentan stígandi innan hvers skyldleikaflokks. Nánustu erfingjar greiða allt að 10% í skatt af arfshluta sín- um, en fjarskyldari erfingjar allt að 50%. í Danmörku greiða nánustu erfingjar hins vegar allt að 32% í skatt pg allt að 35% í Noregi, auk þess að sá flokkur er takmarkaðri þar, og fjarskyldari erfingjar greiða allt að 90% í skatt í Danmörku og allt að 60% í Noregi. Sá sem erfir afa sinn í Noregi getur þurft að greiða allt að 50% í erfðafjárskatt. en hér væri FV 7 1977 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.