Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 31

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 31
skattprósentan innan við 10%. Það er því tiltölulega lítið mál hérlendis fyrir fjölskyldufyrir- tæki að standa undir greiðslu erfðafjárskatts, móts við hvað það er á hinum Norðurlöndun- um, sérstaklega ef um náinn skyldleika er að ræða. Sá þriðj- ungur sem arfleifanda er frjálst að ráðstafa með erfðaskrá lend- ir hér í lægsta flokki, en í hin- um löndunum í hæsta flokki, nema að skyldleiki við hinn látna sé nánari en sem því svarar. Einnig ber að nefna að mat á eignum er stífara þar. Upphæð erfðafjárskatts er ákveðin þannig: A. Af því erfðafé, sem hverfur til þess hjóna sem lifir hitt, til niðja, kjörniðja og fósturbarna, svo og af þriðjungshluta, ef ráðstaf- að hefur verið með erfðaskrá til annarra, skal svara af arfi hvers erfingja um sig: Af fyrstu 200.000 kr 5% af næstu 200.000 kr. 6% af næstu 200.000 kr. 7% af næstu 200.000 kr. 8% af næstu 200.000 kr. 9% og þar yfir 10% B. Af erfðafé sem hverfur tii fcreldra hins látna eða niðja þeirra er heyra undir staflið A, skal svara af arfi hvers erf- ingja um sig, af samsvarandi upphæðum og í lið A: 15%, 17%, 19%, 21%. 23% og 25%. C. Af erfðafé, sem hverfur til afa eða ömmu hins látna eða niðja þeirra, sem ekki heyra undir stafliðina A og B, eða til fjarskyldari erfingja eða ó- skyldra, skal svara af arfi hvers erfingja um sig, af sam- svarandi upphæðum og í lið A: 30%, 34%, 38%, 42%, 46% og 50%. D. Af erfðafé til kirkna, opin- berra sjóða, gjafasjóða, félaga, líknar- og menningarstofnana, skal greiða 10%. Heimilt er að lækka skattinn niður í 5% í þessu tilfelli. Fari opinber skipti fram, þarí að greiða í skiptagjald 114% af öllum eignum búsins, þar með talinni búshelft maka, án tillits til skulda, er á því hvíla. Skiptagjald var 3% fram á sein- asta ár, en það var lækkað þeg- ar nýtt fasteignamat kom. Skrifstofu SKRIFBORD Vönduð sterk skrifetofu skrif- boró i þrem stærðum. : 1 A.GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiöja, Auöbrekku 57, Kópavogi, Sími 43144 FV 7 1977 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.