Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Síða 41

Frjáls verslun - 01.07.1977, Síða 41
höfðu allir þann háttinn á. Þeir sem eru svo lánsamir að kunna að slaka á, geta þannig öðlast mikilvæga og oft nauðsynlega hvíld á mjög stuttri stundu. Þeir sem eiga erfitt með að sofna að kvöldi vegna áleitinna hugsana, geta reynt aðferð sem mörgum hefur dugað til að slaka á. Hún er sú að spenna greipar mjög fast og losa síðan takið hægt og rólega. Því hæg- ar, því betur fæst tilfinningin fyrir slökun og möguleikar á því að geta stjórmað slökun- inni aukast að sama skapi. Gömul húsráð hafa reynst mörgum hjálp sem eiga erfitt um svefn. Eitt er að liggja nokkra stund í heitu baði áður en gengið er til náða. Annað er að taka sér drjúga kvöldgöngu. Þriðja ráðið er að drekka glas af heitri mjólk áður en farið er að sofa. Hvort sem hér er um kerlingabækur að ræða eða hé- giljur, þá er það staðreynd að í mjólk er aminosýra (trithopan) sem verkar róandi. Ekki má gleyma þeirri aðferð sem senni- lega hefur gefist íslendingum bezt, en það er að lesa í góðri bók fyrir svefninn. Dugi ekkert af þessu munu flestir læknar mæla með væg- um róandi lyfjum. Læknar telja það mun betra en að liggja andvaka og eigi því fólk erfið- ara með að sofna eftir því sem það reynir meira. Slíkt ástand getur leitt af sér varanlegt svefmleysi sem er alvarlegur kvilli. TÍMABUNDIÐ SVEFNLEYSI Næstum hver einasta mann- eskja á einhverntímann við tímabundið svefnleysi að stríða. Dr. A. Kales, sem er forstöðu- maður svefnrannsóknarstofn- unar Pennsylvaniaháskóla, seg- ir að algengt sé að kvíði fyrir einhverju, sem morgundagur- inn beri í s'kauti sér, valdi fólki svefnleysi og sé það jafn al- gengt að tilhlökkun yfir ein- hverju ánægjulegu sem mun gerast næsta dag. Tímabundið svefnleysi getur einnig stafað af breyttum lífsháttum, svo sem yfirvinnu eða breyttum vinnutíma. Tímabundið svefn- leysi er mun alvarlegra en al- mennt er talið, segir Dr. Kales, því við höfum nú vitneskju, sem byggist á rannsóknum, um að tímabundið svefnleysi leiðir í mörgum tilfellum af sér meiri háttar truflanir á svefnvenjum og varanlega erfiðleika með svefn. Fólk ætti því ekki að draga það að hafa samband við lækni, jafnvel þótt kvillinn sé, „ekki merkilegri“ en svefn- leysi. ORSAKIR SVEFNLEYSIS Sá sem á við tímabundið svefnleysi að stríða t.d. vegna streitu, þunglyndis eða of- þreytu, fer ósjálfrátt að kvíða því að næsta nótt muni einnig verða andvökunótt og að morgni verði hann jafnvel enn þreyttari í stað þess að vakna úthvíldur og hress. Slíkur víta- hringur getur auðveldlega leitt af sér meiriháttar truflanir bæði andlega og líkamlega. Stundum getur svefnleysi stafað af truflunum á líffæra- starfsemi, verkjum og ofnæmi. Mun oftar eru orsakirnar þung- lyndi (depression) eða aðrar geðrænar truflanir. Rannsóknir víð háskóla í Pennsylvaniu hafa sýnt að sá sem þjáist af svefn- leysi eða svefntruflunum er gjarn á að byrgja inni vanda- málið og á erfitt með að leita hjálpar. Rannsóknir hafa einn- ig leitt í ljós að þegar einstak- lingur með þetta vandamál sef- ur, þá er hjartslátturinn og önd- unin hraðari en eðlilegt telst auk þess sem líkamshitinn er meiri. Dr. Peter Hauri hefur unnið að rannsóknum á svefntruflun- um við Dartmouth — Hitchcock Sleep Clinic í New Hampshire. Hann telur að varanlegar trufl- anir á svefni orsakist oft vegna þess að sá sem á við vandamál að stríða, sem í sjálfu sér orsak- ar tímabundna truflun á svefni, tengir ósjálfrátt vandamálið við það að leggjast til svefns. Sem dæmi um þetta bendir Dr. Hauri á að einstaklingur sem stendur í ströngu, t.d. vegna hjónaskilnaðar, geti að tölu- verðu leyti slitið sig frá því að hugsa um vandann þann tíma sem hann er að störfum, en hugsanirnar ásækja hann hins- vegar fyrir alvöru þegar hann liggur í rúminu einn, eða eftir að aðrir eru sofnaðir. Á þennan hátt tengjast vandamálin nóttinni og svefn- inum í undirmeðvitundinni og geta þannig orsakað svefntrufl- anir í mun lengri tíma en upp- haflega vandamálið varði, jafn- vel í áratug eftir að streitu- tímabilinu lýkur. Dr Hauri segir að rannsóknir þeirra í New Hampshire sýni að rétt sé að Ihlusta betur en nú er gert á heilræði eldra fólks, nefnilega það, að fólk sem á við persónuleg vandamál að stríða, svo sem ástarsorg, ást- vinamissi og ofþreytu, hafi gott af því að skipta um umhverfi smátíma. Þetta reynist vera staðreynd, segir Dr. Hauri, en bætir við að það sé oft nægilegt að skipta um rúm. Einungis með því að láta fólk, sem þjáist af tímabundnu svefnleysi, taka sér viku frí og ferðast má ráða bót á þessu, eða jafnvel með breytingum á rúmi og svefn- stað, t.d. með vatnsrúmi eða hengihvílu getur fólk ráðið bót á tímabundnu svefnleysi, segir Dr. Hauri. Þótt aðlögunarhæfni manns- ins sé mikil, getur langvarandi spenna, of mikil vinna, stöðug- ar heimiliserjur eða ofnotkun örvandi efna, t.d. kaffi, orsakað truflanir á svefni og eðlilegri hvíld. Þegar slíkar truflanir koma fram er sú hætta ávallt fyrir hendi að þær fari að snúa uppá sig eins og snjóbolti og afleiðingin verði langvarandi svefnleysi, sé ekki brugðist við í tíma og leitað til læknis. Það er rétt að hafa hugfast að hug- takið svefnleysi þýðir ekki að viðkomandi sé andvaka á hverri nóttu, heldur að hann á erfitt með svefn, sefur illa og honum nýtist ekki svefninn til eðlilegrar hvíldar. Dr. Kales segist ráðleggja sínum ,,svefnleysissjúklingum“ að temja sér reglubundnari lífs- hætti, ákveðinn háttatíma, FV 7 1977 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.