Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 46

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 46
Samlíðarnnéur Jón Guðbjartsson, forstjóri: „íslenzk útflutningsverzlun er í tröllahöndum'’* „Einokun í utflutningsverzluninni þarf að afnema þegar í stað” Á verzlunarmannafrídaginn var birtur í sjónvarpinu samtalsþáttur með kunnum verzlunar- mönnum og í því sambandi birtar gamlar myndir úr verzluninni Geysi í Reykjavík. Þar voru innan búðar þrír ungir menn í sloppum, sem voru eins konar einkennisföt afgreiðslumannanna þar í þann tíð. Einn þessara þriggja manna á myndinni var kynntur sem Jón Guðbjartsson, nú verandi forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð h.f. Jón Guðbjartsson er verzlunarmaður í húð og hár og hefur, eins og þetta áðurnefnda dæmi gefur til kynna, mjög yfirgripsmikla þekkingu á þróun verzlunar í höfuðstaðnum. Hann hefur um langt árabil starfað sem afgreiðslu- eða sölumaður fyrir þjóðkunn heildsölu- og smásölu- fyriríæki og er nú forstjóri eins af öflugustu heildsölufyrirtækjum landsins, , Kristjáns Ó. Skag- fjörð h.f., sem mjög hefur fært út kvíarnar á síðustu ár,um og stundar nú fjölbreytilegan rekstur. Frjáls verzlun hitti Jón Guð- bjartsson að máli nýverið í að- alstöðvum Kristjáns Ó. Skag- fjörð h.f. úti í Örfirisey en þar hefur fyrirtækið nú starfsemi sína í nýlegri byggingu. Það fyrsta, sem á góma bar í þessu samtali var sá þáttur í upp- byggingu fyrirtækisins, er tals- verða athygli hefur vakið út á við og fjallað hefur verið um í blöðum. Það er eignaraðild starfsmanna hjá fyrirtækinu. Við spurðum Jón fyrst að því, hvort þessi nýbreytni hefði á einhvern hátt orsakað breyt- ingar á rekstri Kristjáns Ó. Skagfjörð h.f. Jón: — Nei, hann hefur ekki breytzt í neinum aðalatriðum. Þetta kerfi byggist á því, að þegar starfsmaður hefur unn- ið hjá fyrirtækinu í 5 ár er honum gefið 10 þúsund króna hlutabréf. sem siðan veitir hon- um möguleika til hlutabréfa- kaupa. Það hafa nokkrum sinn- hlutabréf og starfsmennirnir um verið gefin út jöfnunar- hafa þá getað keypt hlut án Jón Guðbjartsson við störf í skrifstofu sinni bjá Kristjáni Ó. Skagfjörð h.f., sem er til húsa að Hólmsgötu 4 í Örfirisey. 46 FV 7 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.