Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 48

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 48
lö|íjpögu yfir öllum nema helztu forsvarsmönnum fyrirtækisins og úr þessum ágreiningi verður skorið fyrir dómi, væntanlega nú í september. F.V.: — Hver er annars af- staða þín til gr,undvallarhug- mynda um hið svokallaða at- vinnulýðræði, sem settar hafa verið fram erlendis og menn hafa viljað hrinda í fram- kvæmd, t.d. á Norðurlöndum? Jón: — Margt í hinni norrænu atvinnulýðræðisstefnu er fárán- legt. Það dytti engum í hug hér í þessu fyrirtæki að taka mann inn af götunni og láta hann fara að stjórna. Það á enginn að fá neitt fyrir ekki neitt. F.V.: — Hvað er langt síðan þú hófst sjálfur störf hjá Kristj- áni Ó. Skagfjörð? Jón: — Við Ingi Jónsson, sölustjóri, erum elztu starfs- menn í fyrirtækinu, komum hingað 1954. Ég er elzti starfs- maðurinn að árum en yfirleitt er hér ungt fólk í starfi og með- alstarfsaldur er eitthvað á bil- inu 12—15 ár, gæti ég trúað. Það var framkvæmdastjóra- staðan, sem ég var ráðinn í upphaflega en áður hafði ég verið sölustjóri hiá O. Johnson & Kaaber í 13 ár og verzlunar- maður hjá Geysi í 8 ár þar á undan. F.V.: — Hver er í stuttu máli saga þessa fyrirtækis, Kristjáns Ó. Skagfjörð h.f.? Jón: — Það var Kristján Ó. Skagfjörð, sem það stofnaði, árið 1912 vestur á Patreksfirði, þar sem hann rak umboðsverzl- un. Svo var það 1916 að hann fluttist til Reykjavíkur og rak hér eina af athafnasömustu um- boðs- og heildverzlunum. Við- skiptin voru mest við Bretland, þar sem hann hefði fengið mörg ágætis umboð. En svo sneri Kristján sér að ferðamál- unum og varð forstjóri Ferðo- félags íslands þó hann héldi áfram umboðum sínum. Hlutafélag var stofnað um fyrirtækið Kristján Ó. Skag- fjörð árið 1952 og ég ráðinn framkvæmdastjóri þess tveim- ur árum seinna. Því starfi gegndi ég til ársins 1964, þegar Þórarinn Jónsson tók við. Hann var hér í 8 ár en það er Bragi Ragnarsson, sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjórans. Ég er forstjóri og stjórnarformaður í fyrirtækinu. Eftir stofnun hlutafélagsins var fyrirtækið fyrst til húsa í Túngötu 5 en 1956 var flutt í gamla Hamarshúsið við Tryggvagötu og það keypt ári síðar. Þetta hús hér í Örfiris- ey keyptum við hins vegar hálf- byggt árið 1967 og höfum ver- ið hér starfandi í þrjú ár. F.V.: — Hvað er þetta stórt húsnæði, sem þið eigið hér? Jón: — Þetta eru 1500 fer- fermetrar á tveim hæðum og hér að norðanverðu er búið að reisa hluta af húsnæði sem verður jafnstórt og það, sem við höfum fyrir. Þar munum við hafa þjónustu við skuttog- araflotann. F.V.: — Er liún vaxandi þátt- ur í starfseminni? Jón: — Já. Við höfum lagt áherzlu á að sérhæfa okkur í bjónustu við skuttogarana. hvað viðhald og eftirlit með tækjabúnaði þeirra snertir. Þarna er um að ræða mörg mjög flókin og vandmeðfarin tæki. sem sum eru þannig að enginn má snerta á þeim nema sérbiálfaðir eftirlitsmenn Við höfum sent menn út til fram- leiðenda til að iæra viðgerðir og eftirlit með þessum tækjum. Svona starfsemi í bágu fiski- skÍDaflotans er plássfrek og bað barf stórt og velhúið verk- stæði hér í Vesturhöfninni. F.V.: Þið verzlið með svo ó- líkar vörur sem matvörur, út- gerðarvörur og flókin rafe>nda- tsní'd. Hvernig er deildaskipt- in<ru hjá fyrirtækinu háttað? .Tón: — Matvörudeildin og veiðarfæradeildin eru stærstu einingarnar. Síðan koma bygg- ingavörudeild og tæknideild, sem aftur skiptist í tölvudeild og véladeild. í tæknideildinni hefur aukningin orðið mest upp á síðkastið en matvörudeildin og veiðarfæradeildin eru elztar. Það væri of langt mál að fara að telja upp einstakar vöruteg- undir eða merki, sem við verzl- um með. í matvörunni erum við með innflutning á mörgum mjög kunnum vörutegundum, sem koma inn á svo til hvert, einasta heimili á landinu. Cere- bos-salt og Scotties-pappírsvör- ur eru aðeins tvö dæmi. Veiðarfæradeildin flytur inn alls kyns veiðarfæraútbúnað fyrir fiskiskipin og flytur mik- ið inn frá Bretlandi og Japan. Véladeildin hefur á boðstólum stórvirkar vinnuvélar, lyftara og krana, bátavélar og færi- bönd, svo að eitthvað sé nefnt. f byggingavörudeildinni hefur áherzla verið lögð á gólfdúk og fúavarnarefni og fleira af því tagi en ekki grófari vöruna eins og timbur og járn. Þá má ekki glevma fiskleitar- og fjar- skiptatækjum, rannsókna- og lækningatækjum. Ennfremur setjaravélar og prentvélar fyrir offset. Tæknideildin var sett á stofn fvrir 8 árum og hefur verið í mjög örum vexti. Okkur hefur tekizt að fá til starfa nokkra af færustu mönnum, sem fáanlegir eru á bessu sviði og höfum haft sournir af áður fyrir mikla kunnáttu og góð vinnubrögð. Þetta eru nú um 20 manns. Og til þess að geta gegnt hlutverki okkar sem skvldi. höfum við komið upp fullkomnum vara- hlutalager og þjónustu fyrir all- an þennan tæknibúnað. F.V.: — Hvernig hefur fvrir- tækinu gengið að selja tölvur o" hvemig er samkeppnisað- st.aðan á því sviði hér á landi? .Tón: — Við erum með um- b°ð fvrir Digital-tölvur af ýms- um stærðum og tengibúnað, sem önnur fvrirtæki framleiða Peg.ia má að markaður okkar sé á öllum sviðum viðskiota og í iðnaði. Það eru þó fyrst og fremst oninberar stofnanir. sem hafa verzlað við okkur hingað 48 FV 7 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.