Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 53
MIKIÐ VELTIÁR
— Eins og skattskráin ber
með sér þá var sl. ár mikð
veltiár á Akureyri, sagði Helgi.
— Þessa miklu veltu má helst
þakka Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, Slippstöðinni, SÍS-verk-
smiðjunum og KEA, en allir
þessir fjórir aðilar hafa skapað
um 1500 manns mikla -og stöð-
uga atvinnu á árinu.
Ýmsir hafa látið þá skoðun í
ljós að þessi fjögur áðurnefndu
fyrirtæki sem Helgi var að tala
um, væru að verða of stór fyrir
bæjarfélag eins og Akureyri
þar sem ekki búa nema rúm-
alls staðar. Möguleikarnir á
hverju starfssviði hljóta alltaf
að vera takmarkaðir. Það mætti
til dæmis alveg eins taka Út-
gerðarfélag Akureyringa fyrir
á sama hátt og segja að það sé
slæmt að það sé á Akureyri,
því þá geti ekki einhverjir aðr-
ir aðilar starfrækt frystihús
hér. Eg tel slíka gagnrýni ekki
raunhæfa og þó að KEA og sum
önnur fyrirtæki séu mikil um
sig, þá hefur alltaf verið tölu-
vert aðstreymi til bæjarins af
einstaklingum sem hafa viljað
stofna eigin fyrirtæki og tekist
það.
Ný íbúðarhúsahverfi á A.kureyri. í bænum búa nú 12 þús.
manns, og skortur á húsnæði er tilfinnanlegur.
lega 12 þúsund íbúar. Sérstak-
lega hefur KEA verið nefnt í
þessu sambandi og því borið á
brýn að það stæði eðlilegri
samkeppni fyrir þrifum og yrði
til þess að drepa niður einstak-
lingsfranttakið. Helgi var spurð-
ur álits á þessu.
— Ég held, sagði bæjarstjór-
inn, — að það sé ekki hægt að
segja um KEA að það hái eðli-
legri þróun atvinnulífsins hér.
Ég tel að fyrirtæki eigi að vera
stór. Þannig geta þau best leyst
hlutverk sitt af hendi. Auðvit-
að er ljóst að tilvist KEA á Ak-
ureyri kemur í veg fyrir það
að önnur fyrirtæki geti stund-
að ýmsan hliðstæðan rekstur og
KEA er með. En þannig er það
HÚSNÆÐISSKORTURINN
Síðan kom Helgi inn á það að
eitt vandamál blasti við þeim
aðilum sem kæmu til bæjarins
og það væri húsnæðisskortur.
Helgi sagði að vissulega væri
mikið byggt af húsum á Akur-
eyri og auðvelt væri að fá
keypt húsnæði á hagkvæmum
kjörum. En það væri leiguhús-
næðið sem vantaði tilfinnan-
lega.
— Þegar fólk er að flytja á
nýjan stað vill það gjarnan fá
leigt til að byrja með. eða á
meðan það er að kynnast staðn-
um og ganga úr skugga um
hvort það vilji setjast að fyrir
fullt og allt eða ekki. Þessu
fólki getum við litla sem enga
fyrirgreiðslu veitt, því miðui.
Hér í bænum er mjög erfitt að
fá leigt og það hefur gert mörg-
um erfitt fyrir sem vilja koma
til reynslu. Ég er sannfærður
um að ef framboð á leiguhús-
næði yrði aukið myndi að-
streymi fólks aukast verulega,
sagði Helgi.
Eins og vikið var að hér að
framan, þá er hitaveitan eitt
allra stærsta verkefni sem Ak-
ureyrarbær hefur ráðist í.
Stofnkostnaður hitaveitunnar
mun sennilega vera á milli 3,5
og 4 milljarðar kr. og þar af
er kostnaður við dreifikerfið
hvorki meira né minna en ná-
lægt tveimur milljörðum. Sagði
Helgi að stefnt yrði að því að
ljúka lagningu 1. áfanga að-
veituæðar og dreifikerfis og
fyrstu hverfin tengd fyrir
næstu áramót. Þau hverfi sem
fyrst fá heitt vatn verða hverf-
in á Syðri-Brekkunni svoköll-
uðu, austan við Mýraveg. Þó
enn sé nokkuð í það að heitt
vatn frá hitaveitunni fari að
streyma inn í hús Akureyringa,
þá verða þeir samt hitaveitunn-
ar glöggt varir nú þegar. Þeir
verða hennar varir þegar þeir
ætla að komast um götur í
því hverfi sem fyrst verður
tengt, en þar eru göturnar eins
og flakandi sár og illar yfir-
ferðar eða ófærar með öllu.
Vatnið til Hitaveitu Akureyr-
ar er fengið úr borholum við
Syðra-Laugaland, skammt inn-
an við bæinn. Þar fást nú 150
sekúndulítrar af 94 gráðu heitu
vatni og er það nægilegt til
þess að fullnægja 60% af heita-
vatnsþörf bæjarins. Búið er að
bora 4 holur á þessu svæði og
hafa tvær þeirra skilað jákvæð-
um árangri en tvær reynst ó-
nothæfar. Er nú verið að bora
á öðrum stað í Eyjafirði, í leit
að meira heitu vatni og síðar
á þessu ári verður borað meira
við Syðra-Laugaland til þess að
kanna það svæði enn betur.
20% HÚSA TENGD HITA-
VEITU UM ÁRAMÓT
— Við vonumst til þess að
20% af bænum verði komin í
tengsl við hitaveituna fyrir ára-
mót, ef ekkert óvænt gerist.
FV 7 1977
53