Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 63
Hótel KEA:
Víðlækar endurbætur verða
gerðar á gistiherbergjum og
annarri aðstöðu
l\ý matstofa, Súlnaberg, getur tekið á móti 150 manns samtímis
Yfir sumartíinann er alltaf mikið um ferðaf^'k á Akureyri, enda er bærinn þannig í sveit
settur að hann er hentugur áningarstaður fyrir ferðafólk sem vill skoða sig um á Norðurlandi.
Auk þess hcfur þessi landshluti oft fengið mun fleiri sólardaga í sinn hlut en t.d. Suðurlandið yfir
sumarið, og það gerir sitt til að laða ferðafólk að staðnum. — En þó ferðamannastraumurinn sé
mikill til Akureyrar yfir sumarið, hefur það löngum viljað brenna við, þar sem annars staðar á
landinu, að hótelrekstur hefir gengið held,ur erfiðlega.
Orsökin er alls staðar hin
sama, þ. e. stutt ferðamanna-
tímabil og langur, dauður vet-
ur. Það hótel sem mest hefur
borið á á Akureyri er vafalaust
Hótel KEA. En einnig þar hef-
ur oft verið erfitt og segja má
að Hótel KEA hafi lengi fram-
an af valdið forráðamönnum
félagsins talsverðum áhyggjum,
í nýju
matstof-
unni Súlna-
bergi.
á hótelinu og í raun og veru er
þegar byrjað á því verkefni. Er
búið að gera upp nokkur her-
bergi í hótelinu og fyrir
skömmu var verið að ljúka við
miklar breytingar og endur-
byggingu í kjallara hótelsins
þar sem áður voru kjötbúð
KEA og matstofa Hótel KEA.
I lok júní var svo opnuð í þessu
húsnæði rúmgóð matstofa fyrir
150 manns, og er staðurinn rek-
inn undir nafninu Súlnaberg.
Þar geta setið samtímis til
borðs 150 manns eins og áður
segir, og er þá meðtalið af-
markað svæði með 26 sætum
sem ætlað er dvalargestum
Herbergi á
Hótel KEA
eftir
breytingu.
þar sem það var árum saman
rekið með tapi. Á síðustu árum
hefur þetta þó breyst nokkuð
og verið að snúast við. Her-
bergjanýting hefur smám sam-
an farið batnandi og er nú með
því besta sem þekkist hér á
landi, eða 72,16%. Hagnaður af
rekstri hótelsins var á síðasta
ári tæplega 9,5 milljónir og hef-
ur afkoma þess aldrei verið
jafn góð.
VÍÐTÆKAR ENDURBÆTUR
Nú eru uppi hugmyndir um
að hefja víðtækar endurbætur
FV 7 1977
63