Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 88
------i---------------- AUGLÝSING-----------------
GUDLAUGUEt A. MAGIMÚSSOIXI, SKARTGRIPAVERZLUIM:
Framleiða úr einu tonni af
siliri a ari
— Silfurborðbúnaður með fimm gerðum af munstri
Guðlaugur Magnússon, skart-
gripaverslun, La,ugavegi 22, er
með elstu skartgripaverslunum
í Reykjavík, en fyrirtækið
stendur nú á tímamótum, því
nú á þessu ári eru 50 ár síðan
það tók ti! starfa, og Guðlaugur
Magnússon opnaði gullsmíða-
vinnustofu.
f upphafi smíðaði Guðlaugur
víravirki á íslenska búninga,
eins og títt var á þeim tímum,
en fyrir heimsstyrjöldina síðari
var farið að handsmíða silfur-
borðbúnað. sem fyrirtækið er
nú þekktast fyrir.
Kaktus munstrið framleitt
fyrst
Kaktus munstrið var það
fyrsta sem framleitt var í silf-
urborðbúnaði, en það teiknaði
Karl Guðmundsson. Opnuð var
verslun að Laugavegi 11 og
einnig stofnaði Guðlaugur fyr-
irtækið Gull- og silfursmiðjan
Erna, 1947 og á fyrirtækið nú
30 ára starfsafmæli. Framleiðsl-
an og verslunin voru nú að-
skildir þættir í rekstrinum.
Nú er Gull- og sifursmiðjan
Erna til húsa í Skipholti 3, en
í það húsnæði var flutt 1960, er
verksmiðjan keypti vélar og
húsnæði silfursmiðjunnar Plútó.
Guðlaugur Magnússon, skart-
gripaverslun flutti flutti í hús-
næðið að Laugavegi 22 árið
1950.
Silfurborðbúnaður með fimm
gerðum af munstrum
Guðlaugur Magnússon skart-
gripaverslun býður nú upp á
silfurborðbúnað með fimm
gerðum af munstri, Kaktus,
Reykjavíkurmunstur og Renis-
sance, sem öll eru teiknuð af
Karli Guðmundssyni, Vor-
munstur, sem farið var að fram-
leiða 1956, en það teiknaði
Bárður Jóhannesson og Smára-
munstur, sem Jens Guðjónsson
teiknaði og kom á markaðinn
fyrst árið 1961.
Borðbúnaðurinn er fram-
leiddur úr 92,5% silfri, þ.e.
925/1000 sterling silfur.
Framleitt úr einu tonni af
silfri á ári
Boðið er upp á 25 stykki i
kaffi- og matarborðsilfri eins
og t.d. kökugafflar, teskeiðar,
snittuhnífar, tertuspaðar, rjóma-
skeiðar, ávaxtaskeiðar, gafflar,
hnífar, skeiðar og sósuskeiðar
svo eitthvað sé nefnt.
Framleitt er úr upp undir
einu tonni af silfri á ári. Fram-
leidd eru um 4000 stykki af te-
skeiðum á ári, 4000 kökugafflar
og 4000 snittuhnífar.
Verð á teskeið, kökugaffli og
snittuhníf er kr. 8.315, en verð
á mathníf, matskeið og mat-
gaffli um kr. 20.000.
7000 jólaskeiðar á ári
Farið var að framleiða jóla-
skeiðina 1947, en fyrstu árin
teiknaði hana Jens Guðjónsson.
Frá 1964 hefur Hinrik Árnason
teiknað Jólaskeiðina. Fyrsta ár-
ið voru framleiddar innan við
500 Jólaskeiðar, en nú eru u.þ.b.
7000 skeiðar framleiddar fyrir
hver jól.
Guðlaugur Magnússon, skart-
gripaverslun flytur einnig inn
skartgripi og aðra vöru. Frá
Finnlandi eru fluttir inn silf-
urkertastjakar, staup, bakkar,
vasar og skálar og skartgripirn-
ir eru að mestu innfluttir frá
Danmörku, Þýskalandi og Finn-
landi.
í sýningarstúku fyrirtækis-
ins í Laugardalshöllinni gefur
á að líta skemmtilegt úrval af
framleiðslunni.
88
FV 7 1977
i