Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 89

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 89
---------------------------- AUGLÝSING HLJÓDFÆRAVERZLUIXI PÁLVIARS ÁRMA: Baldwin hljóðfæri heimsþekkt fyrir hljómgæði Hljóðfæraverslun Pálmars Arna, Borgartúni 29, er eina sérverslunin sinnar tegundar hér á landi, en þar eru seld hljómborðshljóðfæri m.a. frá bandaríska fyrirtækinu Bald- win, sem er eitt þekktasta og virtasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum nú. í sýningarbás fyrirtækisins í Laugardalshöllinni eru ein- göngu sýnd Baldwin hljóðfæri, sem eru heimsþekkt fyrir hljómgæði. Hvert hljóðfæri er listagripur, sem hinir færustu iðnaðarmenn hafa farið hönd- um um. Fyrstu viku sýningarinnar léku hljóðfæraleikarar frá Baldwin fyrirtækinu á skemmt- ara og nýjustu gerð af orgeli, en það eru þau Howard Beu- mont og Clair Fanning. Hljóðfæraverslun Pálmars Árna flytur einnig inn píanó frá Tékkóslóvakíu frá Petrof, Weinbach og Rösler og píanó og flygla frá Danemann í Eng- landi. í vetur mun Hljóðfæraversl- un Pálmars Árna einnig reka píanóskóla og orgelskóla, þar sem kennsla fer fram sam- kvæmt nýju fyrirkomulagi í hópum. AMTIK GLER: Blýsteint gler í glugga og innréttingar Blýsteint gler hefur verið sí- gilt um huxidruðir ára, og ver- ið notað til skreytinga víða. Antik Gler, Sigtúni 1 framleið- ir slíkt gler. í sýningarbás fyr- irtækisins er sýnt antik gler í glugga og innréttingar, auk þess viðarlíkisbitar úr polyúretan svampi, sem fyrirhugað er að hefja sölu á og lampar úr blý- steindu gleri, en ætlunin er að hefja framleiðslu á slíkum lömpum. Blýið er lagt á heilar rúður og litað með sérstöku glerlafcki í hvaða lit sem óskað er. Einn- ig er hægt að fá rúður samsett- ar úr ýmsum glertegundum. Framleitt er eftir pöntunum í hvaða stærð sem fcaupandinn ósfcar eftir. Glerið hefur þá eiginleika að hægt er að nota það sem innra gler við tvöföldun glerja, en einnig ma hafa það á milli glerja. Hægt er að velja úr fjölmörgum tegundum af munstri, en kaupandinn getur einnig komið með sínar eigin hugmyndir. Antik gler nýtur mikilla vin- sælda nú, sérstaklega hefur það verið mikið notað í eldhúsinn- réttingar, stofuskápa, bað- glugga, forstofur, millihurðir, svalarhurðir og glugga i íbúð- um. Antik gler býður upp á fjöl- breyttasta úrval glerja sem fá- anlegt er 'hér á landi bæði hamrað og slétt. Afgreiðslu- frestur á blýsteindu antik gleri er u.þ.h). 6 vikuf. FV 7 1977 89

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.