Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 94
AUGLÝSING
H(JSGAGI\IAVERZLL\ll\i DLLS, KEFLAVÍK:
Öll húsgögn í stofuna
sjónvarpsherbergið
Húsgagnaverslunin Duus,
Hafnargötu 36 í Keflavík, ein
aðalhúsgagnaverslunin í bæn-
um, býður úrval af húsgögn-
um, innlendum og erlendum. I
rauninni er bessi húsgagna-
verslun elsta húsgagnaverslun-
in í Keflavík, hét áður Garðars-
hólmi, en er núverandi eigend-
ur tók.u við var nafninu breytt
í Húsgagnaverslunin Duus, og
var verslunin opnuð undir nýja
nafninu í mars á þessu ári.
f sýningarstúku Duus á sýn-
ingunni Heimilið ’77 eru ein-
göngu sýnd innflutt húsgögn
frá Svíþjóð, Noregi og Þýska-
landi, þar sem hinir íslensku
framleiðendur sem Duus selur
fyrir sýna og kynna sjálfir sína
vöru á sýningunni.
Innfluttu húsgögnin sem
Duus kynnir eru mjög vönduð,
og miða að því að gera stofuna
sjónvarpsherbergið eða hvaða
herbergi sem er í húsinu sem
vistlegast.
Á sýningunni má sjá bólstr-
aða hornsófa, sófasett og svefn-
sófa, en þessar vörur eru flutt-
ar inn frá Svíþjóð. Svefn-
sófinn er jafnframt þægilegt
og fallegt' raðsett. Duus hef-
ur einmitt lagt mikla áherslu
á þægileg bólstruð húsgögn.
Sérstaklega hannaður leður-
sjónvarpsstóll er einnig fluttur
inn frá Svíþjóð og hefur hann
vakið athygli fyrir hversu þægi-
legur hann er.
Frá Noregi er sýndur hæg-
indastóll, sem er nýtískulegur
og mjög þægilegur.
Marmarasófaborð, sem gera
má að borðstofuborði með því
að hækka það upp er meðal at-
hyglisverðra húsgagna í sýning-
arstúku Duus, en það er flutt
inn frá Þýskalandi. Einnig eru
sýndar ýmsar útskornar vörur
innfluttar, sem henta mjög vel
í forstofur t.d. speglar, stólar
og skrautvörur.
Húsgagnaverslanirnar Duus,
Heimilið og Nýform í Hafnar-
firði hafa sömu umboð fyrir
vörur sínar, og selja því vörur
frá sömu erlendu húsgagna-
framleiðendunum.
Mikið úrval er á sýningunni
en ennþá meira í Húsgagna-
versluninni Duus í Keflavík.
Þar er mjög fjölbreytt úrval
vandaðra húsgagna fyrir alla
adursflokka.
Lögð er áhersla á að fólk geti
komið í verslunina, skoðað bæk-
linga og pantað eftir þeim, og
er sú þjónusta snar þáttur í
starfsemi húsgagnaverslunar-
innar nú, og gildir jafnt fyrir
innfluttar sem innlendar vörur
Fylgst er vel með öllum nýj-
ungum á þessu sviði bæði inn-
anlands og utan.
Pétur og Valdimar hf. Vöruflutningar með
bifreiðum milli
Skipagötu 14, Akureyrar og Reykjavíkur.
Akureyri. Umboð fyrir: Coca-Cola og
Sælgætisgerðina Opal hf.,
Reykjavík.
Símar 96-23917 - 23017.
94
FV 7 1977