Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 10
FRETTIR ENSKA KNATTSPYRNAN: TAP HJA MANCHESTER UNITED, Áhugi margra íslend- inga á enskri knatt- spyrnu er einlægur eins og kunnugt er. Færri gera sér þó líklega ljóst að mörg ensku knattspyrnu- félaganna eru hin mynd- arlegustu fyrirtæki í eigu fjölda hluthafa sem líta á aðild sína sem ágæta fjár- festingu. Eitthvað er um að ís- lendingar eigi hlutabréf í enskum félögum. Einn þeirra tjáði Frjálsri versl- un að yfirleitt gætu menn gert ráð fyrir 15% arði af hlutabréfaeign sinni. En þessi fyrirtæki geta líka tapað eins og gerist í öll- um rekstri. Aðalfundur Manchest- er United var haldinn í Forsíða á ársreikningi Manchester United. húsakynnum félagsins á Old Trafford þann 13. des- ember sl. Þar þurftu for- ráðamenn félagsins að gera grein fyrir tapi af reglulegri starfsemi sem nam rúmum 100 millj. ís- lenskra króna. Árið áður hafði verið 74 millj.kr. hagnaður. Heildarvelta félagsins nam um 640 milljónum íslenskra króna. Tapið leiddi til þess að ekki var greiddur arður að þessu sinni. Ástæðu tapsins hjá Manchester United má rekja til mikilla fjárfest- inga í leikmönnum en kaup og sala leikmanna hafa bein áhrif á rekstr- arafkomuna. Hallinn af leikmannaviðskiptum nam um 200 milljónum íslenskra króna og þarf þá varla lengur að leita skýringa á afkomu árs- TILTEKIN HLUTABREFAKAUP: LEIÐ TIL SKATTALÆKKUNAR í nýlegu fréttabréfi frá Hlutabréfamarkaðnum hf. er vakin athygli á því að þrátt fyrir staðgreiðslu skatta af launatekjum muni koma til lokaupp- gjörs milli skattyfirvalda og einstaklinga eftir lok þessa árs. Hlutabréfa- kaup munu þá annað hvort leiða til lægri loka- greiðslu til gjaldheimtu eða beinnar endur- greiðslu frá gjaldheimtu. Hlutabréfakaup í til- teknum hlutafélögum leiða til skattafrádráttar hjá einstaklingum. Stað- GRÓÐAPUNGAR EÐA AULAR? í tímaritinu Mannlífi sem út kom nú fyrir jólin birtist skorinort viðtal við Guðlaug Bergmann í Karnabæ. Eins og við mátti búast fór hann nokkrum orðum um algeng viðhorf til við- skiptalífs og atvinnurek- enda. Taldi hann oft gæta ósanngirni í kröfum fólks til athafnamanna. I við- talinu kemst Guðlaugur m.a. svo að orði: „Ef það er hagnaður af rekstrinum erum við sagðir gróðapungar, en ef það er tap erum við kall- aðir aular." greiðslukerfið hefur engu breytt þar um. Árið 1987 nam þessi frádráttur kr. 60.129 fyrir einstakling og kr. 120.258 fyrir hjón. Hækkun ræðst af skatt- vísitölu. Ætla má að frá- dráttur þessi vegna árs- ins 1988 geti legið nærri kr. 150.000 fyrir hjón. Birt eru athyglisverð dæmi um raunávöxtun, skv. ákveðnum forsend- um, í hlutabréfakaupum. Þar sem skattfrádráttur- inn er nýttur gera út- reikningar hlutabréfa- markaðarins ráð fyrir 10- 22% ávöxtun umfram verðbólgu. Og síðan seg- ir: „Við núverandi skil- yrði á fjármagnsmarkaði er fátt betra í boði". Þróun útflutnings- framleiðslu sjávarafurða 1973— 1989 á föstu verðlagi (1973 = vísitala 100) 1973 100 1982 157,8 1974 102 1983 143,9 1975 102,5 1984 162,5 1976 110,5 1985 175,6 1977 137 1986 193,3 1978 148,2 1987 204,9 1979 166,9 1988 200,8 1980 184 1989 190,8 1981 186 Heimild: Þjóðhagsstofnun KREPPAty: ERHUN EINKUM í MÓÐAR- SÁLINNI? Á forsíðu Fiskifrétta frá 25. nóvember sl. er vitnað í spá Þjóðhags- stofnunar fyrir árið 1989 þar sem fram kemur m.a. að spáð er svipaðri sjáv- arafurðaframleiðslu og var árið 1986 sem þótti prýðisgott ár. Meðfylgjandi tafla sýn- ir að útflutningsfram- leiðsla sjávarafurða ís- lendinga árið 1989 verð- ur nær tvöföld á við það sem var árið 1973. Vand- inn verður ekki rakinn til útflutnings sjávarafurða þótt afurðaverðið á árinu 1989 verði nokkru lægra en það varð allra hæst. Þetta kemur heim og saman við það sem m.a. er haft eftir Tryggva Páls- syni bankastjóra hér í blaðinu: „Fyrri kreppur sem við höfum gengið í gegnum hafa flestar verið af völd- um ytri aðstæðna en það er ekki hægt að segja það sama um þrengingar- skeiðið sem þjóðin geng- ur í gegnum núna". 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.