Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 26
STJORNUN umarkaðinn og gjalda þá þess for- skots sem karlmenn hafa óneitanlega sem geta óskiptir helgað sig starfinu. Ein skýringin sem nefnd hefur verið er sú að konur geta síður unnið yfir- vinnu á þeirri forsendu að þær þurfi að sinna heimili og börnum. Hvað sem segja má um þessar skýringar er ljóst að hlutur kvenna í ábyrgðar- og sjórnunarstöðum er lítill — svo lítill að greinarhöfundur átti í hinu mesta basli með að fá viðmælendur í þessa umfjöllun. Og þá erum við komin að enn einni skýringunni á því hversu fáar konur gegna þessum stöðum. Þær virðast einfaldlega ekki vilja vera í sviðsljósinu. Því til staðfestingar skal þess getið að meirihluti þeirra kvenna í sjórnunarstöðum, sem Frjáls verslun hafði tal af, vildi ekki koma í viðtal og báru þær því gjarnan við að þær kærðu sig ekki um slíka umfjöllun. Með öðrum orðum; konur eru mun tregari til þess að koma fram í fjölmiðlum en karlar í sambærilegum störfum. Þetta undirstrikar e.t.v. niðurstöður þeirrar könnunar sem Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlaf- ræðingur gerði á hlut kvenna í frétta- viðtölum á fréttastofu Sjónvarpsins þar sem konur voru í miklum minni- hluta. Gæti skýringin ekki einmitt verið sú að konur skorast undan þeirri ábyrgð að koma fram fyrir hönd þess fyrirtækis sem þær starfa hjá? Hér mun ekki verða lagt mat á það hvers vegna konur eru svo lítt áber- andi í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum sem raun ber vitni. Þess í stað fékk Frjáls verslun þrjár konur, sem allar gegna ábyrgðarstöðum, til þess að skýra frá reynslu sinni og viðhorfum til þessara mála. Hver er skoðun þeirra á rýrum hlut kvenna í ábyrgð- ar- og stjórnunarstöðum? Hvaða vandamál, ef einhver eru, skapast af því að kona er í hlutverki stjórnanda? Stjórna konur öðruvísi en karlar? Hvernig hefur þeim verið tekið, ann- ars vegar af samfélaginnu og hins vegar af undirmönnum? Eru þær teknar eins alvarlega og karlmenn? Hér á eftir fara viðtöl við þær Maríu E. Ingvadóttur fjármálastjóra Út- flutningsráðs íslands, Oddrúnu Krist- jánsdóttur framkvæmdastjóra Liðs- auka hf. og Hildi Petersen fram- kvæmdastjóra Hans Petersen hf. SVO VIRÐIST SEM KONUR ÞURFIAÐ VERA HELMINGI KLÁRARIEN KARLAR - SEGIR MARÍA E. INGVADÓTTIR Undanfarið hálft annað ár hef- ur María E. Ingvadóttir gegnt starfi fjármálastjóra hjá Útflutn- ingsráði íslands. Hún útskrifað- ist sem viðskiptafræðingur frá H.í. árið 1983 og starfaði fyrst um sinn eftir nám hjá hagdeild Verðlagsstofnunar. Þá starfaði hún um þriggja ára skeið sem deildarstjóri á hagdeild Sam- bandsins en tók síðan við stöðu fjármálastjóra Utflutningsráðs íslands fyrir hálfu öðru ári. Þess utan hef- ur María verið virkur þátt- takandi í stjórnmál- um og sat m.a. á þingi um þriggja ^^^^^ vikna skeið sem varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á síðasta ári. Hún var auk þess fjögur ár í stjórn Hvatar, félags sjálfstæð- iskvenna, þar af þrjú ár sem for- maður. Hún segist reyndar enn vera virk í stjórnmálastarfi Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að starfið taki stóran hluta af tíma hennar. Aðspurð um starf fjármálastjóra segist María m.a. hafa umsjón með bókhaldi og fjárreiðum Útflutnings- ráðsins, skrifstofustjórn og starfs- mannahaldi. Utflutningsráð íslands Þeir eiga það stundum til að segja „elskan" eða „vinan" sem fer afskaplega mikið í taugarnar á mér. byggist á samtökum útflytjenda þar sem stærstu hagsmunaaðilarnir eru fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði. Ut- flutningsráð heyrir að hluta til undir utanríkisráðuneytið og nýtur auk þess lítillega ríkisstyrkja. María vildi taka það skýrt fram að ráðið væri ekki ríkisstofnun, eins og margir virðast halda, heldur hagsmunasamtök einkaaðila í útflutningi. „Hlutverk ráðsins er að efla út- flutning íslendinga og er það m.a. gert með því að kynna ísland og íslenskar vörur er- lendis, veita út- flutningsfyrir- tækjum að- stoð við upplýsingaöfl- un, um marka- ðina og aðstoð markaðssetn- við ingu," útskýrir hún. „Hér er skipulögð þátttaka í sýningum erlend- is og liggur mikill undirbúningur þar að baki — enda oft á tíðum allt upp í 20 íslensk fyrirtæki sem sýna sameigin- lega," bætir hún við og segir að þar sem fjármálin skipi alltaf stóran sess í hverju verkefni, komi það inn á henn- ar verksvið að fylgjast með, allt frá undirbúningi og þar til viðkomandi verkefni hafi verið gert upp endan- lega. Hennar hlutverk er jafnframt að vera í góðu sambandi við útflutnings- hópa og viðskiptaskrifstofur erlendis og hún getur þess að nú séu fjórir útflutningshópar starfandi — þar af 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.