Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 24
STJÓRNUN STJÓRNA KONUR ÖÐ FRIÁLS VERSLUN LEITAR SVARA VIÐ ÞEIRRISPURNINGU OG SPJALLAR VIÐ ÞRIÁR KONUR SEM GEGNA STJÓRNUNARSTÖÐUM Þrátt fyrir breytt viðhorf, aukna menntun og framsókn kvenna út á vinnumarkað- inn, er hlutur þeirra í æðri embættum og ábyrgðarstöð- um enn mjög lítill. Sérstak- lega virðist hlutur kvenna í stjórnunarstöðum rýr þegar litið er til hins opinbera. Til marks um það má geta þess að á árunum 1986-1987 gerði Jafnréttisráð könnun á því hvernig helstu stjórnun- ar- og ábyrgðarstöður skiptust á milli kynja hjá hinu opinbera. (sjá Nýtt Líf 8. tbl. 1987) Kannaðar voru aðalskrif- stofur ráðuneytanna og nokkrar opinberar stofnanir sem valdar voru af handahófi. Könnunin tekur til ársins 1985 pg var gerð af Ólafi Jónssyni þjóðhátta- fræðingi. Af meðfylgjandi töflu má sjá að ljóst er að konur ná ekki ýkja hátt í metorðastiganum innan ráðuneyta og opinberra stofnana. Þess ber þó að geta að undanfarin þrjú ár hefur hlutur kvenna í ábyrgðar- og stjórnunar- stöðum heldur vænkast. Þegar litið er á ráðstefnur og fundi þar sem TEXTI: RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR MYNDIR: GRÍMUR BiARNASON stjórnendur koma saman er jafnan leitun að konu í hópnum. Fyrir skömmu var haldin svokölluð „spá- stefna“ Stjórnunarfélagsins í Viðey. Þar voru m.a. saman komnir stjórn- endur fyrirtækja. Þegar grannt var skoðað kom í ljós að aðeins ein kona var meðal þátttakenda. Til þess að undirstrika enn hversu fáar konur sitja í stjórnunarstöðum má geta þess að til er félagsskapur sem heitir „Fé- Það kom einnig í Ijós að þar sem konur sinna ábyrgðar- og stjórnunarstörfum eru undirmenn þeirrajafnan konur. lag forstöðumanna ríkisstofnana“. Meðlimir eru alls 90 og þar af eru aðeins 4 konur. í ljósi þessara stað- reynda þótti Frjálsri verslun við hæfi að kanna hvaða ástæður væru fyrir því að hlutur kvenna í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum er jafn rýr og raun ber vitni. Við lauslega athugun kom í ljós að svo virðist sem konur eigi erfiðara uppdráttar við að feta sig upp met- orðastigann hjá opinberum stofnun- um en einkafyrirtækjum. Ef til vill er skýringin sú að einkafyrirtæki eru oftar en ekki rekin sem Qölskyldufyr- irtæki þar sem konur virðast eiga jafnan rétt á ábyrgðarstöðum og karl- ar innan fjölskyldunnar. Það kom einnig í ljós að þar sem konur sinna ábyrgðar- og stjórnunarstöðum eru undirmenn þeirra jafnan konur. Þetta er einkar áberandi í verslunarrekstri þar sem konur eiga og reka eigin fyrirtæki. En hver er ástæða þess að hlutfall kvenna er ekki stærra en raun ber vitni þegar litið er til stjórnenda fyrirtækja? Sumir segja að konur skjóti sér undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að takast á við stjórnunarstörf; þær séu hræddar við gagnrýni og kjósi fremur að vinna sín störf í kyrr- þey þar sem aðrir bera ábyrgðina — oftast karlmenn. Aðrir segja að þjóðfélagsleg staða þeirra og uppeldi setji þeim ákveðnar skorður. Það sé jú líffræðileg staðreynd að konur ganga með og fæða af sér börn sem sníðir þeim þröngan stakk þegar kemur að metorðastiganum um- rædda. Þá hefur einnig verið á það bent að konur koma seinna inn á vinnumarkaðinn en karlmenn og því taki það þær lengri tíma að vinna sér sess innan fyrirtækis. Margar konur taka sér hlé frá námi og starfi á meðan þær eignast böm og sinna uppeldi þeirra og koma síðan aftur inn á vinn- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.