Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 74
FÓLK JÓN H. BERGS: SÆKIST EKKIEFTIR ÖÐRU AÐALSTARFI Þegar Jón H. Bergs var aðeins 29 ára gamall gerðist hann forstjóri Slát- urfélags Suðurlands. Það var árið 1957 og þótt Jón væri ungur að árum þótti á þeim tíma ekki undarleg ráð- stöfun að veita honum stöðuna. Faðir hans, Helgi Bergs, hafði stjómað fyrirtækinu í áratugi og um tíma var Jón aðstoðarmaður hans. Jón var nán- ast „fæddur inn í fyrirtækið“, eins og hann segir sjálfur, og hann tengdist því snemma sterkum böndum, svo sterkum að það hvarflaði í raun aldrei að honum að hætta hjá fyrirtækinu. Síðan gerðist það einn vordag í apríl 1988 að Jón H. Bergs pakkaði saman í skyndi og yfirgaf Sláturfélag Suður- lands fyrir fullt og allt, eftir 30 ára setu í forstjórastóli fyrirtækisins. „Að sumu leyti var erfitt að yfirgefa Sláturfélag Suðurlands en á hinn bóg- inn var það viss léttir. Starfið var ákaflega mikið og krefjandi og þau eru ófá vandamálin sem ég hef þurft að glíma við á 30 ára ferli. Ég er bjart- sýnn og hef tileinkað mér að líta fram á veginn og er því ekki hnugginn þótt ég hafi látið af ævistarfi mínu. Það var að mörgu leyti hollt fyrir mig að hætta þótt ég hefði kosið að hverfa frá með öðrum hætti en raun varð á,“ sagði Jón H. Bergs er Frjáls verlsun innti hann eftir því hvernig tilfinning það hefði verið að ganga alfarinn út úr aðalstöðvum Sláturfélags Suður- lands. Eins og flestum er kunnugt yfirgaf Jón H. Bergs Sláturfélag Suðurlands vegna ágreinings við stjórn fyrirtæk- isins. Honum líkaði ekki ný og ger- breytt stefna stjórnarinnar og vinnu- brögð hennar voru honum ekki að skapi. Hann varð að hætta. „Nú virð- ist lögð höfuðáhersla á að framleiða kjötvörur þótt manni sýnist enn meiri þörf á að halda markaðsstöðunni í því offramboði landbúnaðarvara sem nú er. Ailar SS-búðirnar í Reykjavílg Jón H. Bergs: „Ég er hissa á því sjálfur hversu skamman tíma það tók mig að venjast þeirri tilhugsun að tengsl mín við fyrirtækið rofnuðu alfarið daginn sem ég yfirgaf skrifstofu mína.“ nema ein, hafa verið afhentar aðal- keppinautunum. Eiga memi að kyssa vöndinn? Fullvinnsla skinna er hætt hjá fyrirtækinu og hráefnið og sútun- arverksmiðjan afhent aðalkeppinaut- unum í kjöt- og skinnaiðnaðinum þótt sútunarverksmiðjan hafi skilað góð- um hagnaði, einnig á sl. ári. Ég tel fyrirtækið nú allt of háð aðalvöru- dreifendunum. Þeir krefjast lækkun- ar vöruverðs og allt of langs og kostn- aðarsams greiðslufrests." Þú ert nánast fæddur inn í fyrir- tækið og hefur starfað þar í yfir 30 ár. Hefur aldrei komið fyrir þig, eftir að þú lést af störfum, að vera óvart á leiðinni á þinn gamla vinnustað? „Nei, og ég er raunar alveg hissa á því sjálfur hversu skamman tíma það tók mig að venjast þessum umskipt- um og þeirri tilhugsun að tengsl mín við fyrirtækið hefðu rofnað alfarið daginn sem ég yfirgaf skrifstofuna mína. Ég hef nú mjög takmarkaða að- stöðu til þess að fylgjast með rekstri fyrirtækisins en þegar ég lét af störf- um var Sláturfélagið eitt af efnuðustu og virtustu fyrirtækjum landsins. Samkvæmt ársreikningum fyrirtæk- isins um sl. áramót var eiginfjárstað- 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.