Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 74

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 74
FÓLK JÓN H. BERGS: SÆKIST EKKIEFTIR ÖÐRU AÐALSTARFI Þegar Jón H. Bergs var aðeins 29 ára gamall gerðist hann forstjóri Slát- urfélags Suðurlands. Það var árið 1957 og þótt Jón væri ungur að árum þótti á þeim tíma ekki undarleg ráð- stöfun að veita honum stöðuna. Faðir hans, Helgi Bergs, hafði stjómað fyrirtækinu í áratugi og um tíma var Jón aðstoðarmaður hans. Jón var nán- ast „fæddur inn í fyrirtækið“, eins og hann segir sjálfur, og hann tengdist því snemma sterkum böndum, svo sterkum að það hvarflaði í raun aldrei að honum að hætta hjá fyrirtækinu. Síðan gerðist það einn vordag í apríl 1988 að Jón H. Bergs pakkaði saman í skyndi og yfirgaf Sláturfélag Suður- lands fyrir fullt og allt, eftir 30 ára setu í forstjórastóli fyrirtækisins. „Að sumu leyti var erfitt að yfirgefa Sláturfélag Suðurlands en á hinn bóg- inn var það viss léttir. Starfið var ákaflega mikið og krefjandi og þau eru ófá vandamálin sem ég hef þurft að glíma við á 30 ára ferli. Ég er bjart- sýnn og hef tileinkað mér að líta fram á veginn og er því ekki hnugginn þótt ég hafi látið af ævistarfi mínu. Það var að mörgu leyti hollt fyrir mig að hætta þótt ég hefði kosið að hverfa frá með öðrum hætti en raun varð á,“ sagði Jón H. Bergs er Frjáls verlsun innti hann eftir því hvernig tilfinning það hefði verið að ganga alfarinn út úr aðalstöðvum Sláturfélags Suður- lands. Eins og flestum er kunnugt yfirgaf Jón H. Bergs Sláturfélag Suðurlands vegna ágreinings við stjórn fyrirtæk- isins. Honum líkaði ekki ný og ger- breytt stefna stjórnarinnar og vinnu- brögð hennar voru honum ekki að skapi. Hann varð að hætta. „Nú virð- ist lögð höfuðáhersla á að framleiða kjötvörur þótt manni sýnist enn meiri þörf á að halda markaðsstöðunni í því offramboði landbúnaðarvara sem nú er. Ailar SS-búðirnar í Reykjavílg Jón H. Bergs: „Ég er hissa á því sjálfur hversu skamman tíma það tók mig að venjast þeirri tilhugsun að tengsl mín við fyrirtækið rofnuðu alfarið daginn sem ég yfirgaf skrifstofu mína.“ nema ein, hafa verið afhentar aðal- keppinautunum. Eiga memi að kyssa vöndinn? Fullvinnsla skinna er hætt hjá fyrirtækinu og hráefnið og sútun- arverksmiðjan afhent aðalkeppinaut- unum í kjöt- og skinnaiðnaðinum þótt sútunarverksmiðjan hafi skilað góð- um hagnaði, einnig á sl. ári. Ég tel fyrirtækið nú allt of háð aðalvöru- dreifendunum. Þeir krefjast lækkun- ar vöruverðs og allt of langs og kostn- aðarsams greiðslufrests." Þú ert nánast fæddur inn í fyrir- tækið og hefur starfað þar í yfir 30 ár. Hefur aldrei komið fyrir þig, eftir að þú lést af störfum, að vera óvart á leiðinni á þinn gamla vinnustað? „Nei, og ég er raunar alveg hissa á því sjálfur hversu skamman tíma það tók mig að venjast þessum umskipt- um og þeirri tilhugsun að tengsl mín við fyrirtækið hefðu rofnað alfarið daginn sem ég yfirgaf skrifstofuna mína. Ég hef nú mjög takmarkaða að- stöðu til þess að fylgjast með rekstri fyrirtækisins en þegar ég lét af störf- um var Sláturfélagið eitt af efnuðustu og virtustu fyrirtækjum landsins. Samkvæmt ársreikningum fyrirtæk- isins um sl. áramót var eiginfjárstað- 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.