Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN MENN ÁRSINS 1988 Frjáls verslun og Stöð 2 gangast nú fyrir vali á mönnum ársins 1988 í viðskiptalífinu á ís- landi. Val á mönnum ársins er þekkt á ýmsum svið- um þjóðlífsins hér á landi og víða erlendis eru menn ársins á viðskiptasviðinu valdir. Það hef- ur ekki verið gert fyrr hér á landi. Tilgangur Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 með þessu er einkum sá að beina athyglinni að því sem vel er gert í viðskiptum og vekja já- kvæða umræðu um atvinnulífið með því að heiðra þá sem náð hafa frábærum árangri og hrint góðum hugmyndum í framkvæmd. HREINSUM RUGLIÐ ÚT Það sem mesta athygli vekur í verkum þeirra sem valdir voru menn ársins 1988 í viðskipta- lífinu á Islandi er að þeir sameinuðu á árinu tvö fyrirtæki í sömu atvinnugrein og hafa nú gert úr því eitt mun öflugra fyrirtæki sem er mjög hagkvæm rekstrareining. Sameiningin hafði í för með sér fækkun starfsmanna úr 120 í 63 hjá báðum fyrirtækjunum eins og fram kemur í við- tali við þá hér í blaðinu. Töluglöggir menn hafa reiknað það út að útgjaldasparnaður þessa fyrirtækis vegna sameiningarinnar nemi á nú- verandi verðlagi 1,2 milljörðum króna til næstu aldamóta. Sameining fyrirtækja í öflugri rekstrarein- ingar er einmitt eitt af lausnarorðunum í þeirri víðtæku hagræðingu sem þarf að verða í at- vinnulífi landsmanna. Ánægjuleg fordæmi blasa þar við m.a. með sameiningu bílaumboða og tryggingarfélaga. Hugarfarsbreyting í rétta átt hefur þegar gert vart við sig en mikið verk er óunnið á ýmsum sviðum. í þessu sambandi er tekið undir orð Harðar Sigurgestssonar forstjóra Eimskips sem hann lét falla í blaðaviðtali fyrir skömmu: „.... það verður að hreinsa út mikið af því rugli sem hér hefur viðgengist í stjórnmálum, fjármálum og atvinnulífi". Vonandi fylgja árinu 1989 nýjir og jákvæðir straumar í viðskipta- og atvinnulífi Islendinga. Frjáls verslun óskar lesendum sínum, við- skiptavinum og landsmönnum öllum velfarnað- ar á árinu 1989. pv Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon - RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson - AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir - LJÓSMYNDARAR: Grírnur Bjarnason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.