Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 52
TOLVUR eitt hafi vakið meiri athygli en annað. Reynt var að afla upplýsinga um ýmis málefni með því að nota sérstakt upp- lýsingamiðlunarkerfi á sýningunni, m.a. áttu gestir að geta fengið sendar ítarlegri upplýsingar í pósti með sér- stakri beiðni. Það keríi virðist ekki hafa virkað. Gervigreind (AI) var gert nokkuð hátt undir höfði á DecWorld enda má segja að efnið sé í tísku um þessar mundir. Digital hefur lagt talsverða áherslu á gervigreind eins og mörg- um mun kunnugt um. Hins vegar vita líklega færri að Digital fer sjálft á und- an með gott fordæmi í þessu efni og er það ef til vill undantekningin sem sannar þá reglu að sérfræðingar noti aldrei þá tækni í eigin rekstri sem þeir ráðleggja öðrum. Digital er einn stærsti kaupandi gervigreindar í ver- öldinni um þessar mundir og á DecWorld var sýnt hvernig fyrirtæk- ið notar gervigreind í ýmiss konar þekkingarkerfum (expert systems) í hinum ýmsu deildum og jafnvel til að stýra framleiðsluferli í verksmiðjum. Það eru áreiðanlega ekki margir sem hafa gert sér grein fyrir þessari hlið á Digital. I þessu sambandi má nefna sér- stakt kerfi sem kynnt var á DecWorld og nefnist VAX Decision Expert (VDE). Notandi getur beitt VDE til að byggja þekkingarkerfi sitt upp sem eins konar flæðimynd, tengt einstaka þætti þess saman á grafískan hátt og prófað keríið á forritunarstiginu, þ.e. áður en það er þýtt á vélarmál. Þetta þýðir væntanlega, og hlýtur jafnframt að vera tilgangurinn, að sérfræðingar geta hannað og skrifað sín þekkingar- kerfi sjálfir, hver fyrir sig, sem síðan er hægt að steypa saman í eitt heild- arkerfi, séþess óskað. VAXDecision Expert mun vera að koma á markað- inn í Bandaríkjunum um þetta leyti. Ástæðan fyrir því að VDE var ekki tilbúið í sumar er sú að það keyrir í DEC Windows, nýju skjástýrikerfi sem Digital hefur þróað á grundvelli X Windows(fráMIT). Samkvæmt upplýsingum frá Digi- tal er DEC Windows ekki sjálfstæður pakki eða skjástýrikerfi sem selt er eitt sér heldur hluti af nýrri útgáfu stýrikerfanna VMS (VMS DEC Win- dows) og ULTRIX (ULTRIX DEC Windows) sem einungis er hægt að nota með s.k. PVAX vinnustöðvum en þær eru byggðar á sama 3 MIPS CMOS gjörvanum og Microvax 3000 tölvan. Hins vegar hefur mátt lesa í fagritum að í byrjun næsta árs muni DEC Windows verða til sölu í a.m.k. tveimur sérstökum útgáfum, sem DEC Windows VMS og DEC Win- dows DOS auk PVAX vinnustöðvar- innar. Með DEC Windows og tilheyr- andi vélbúnaði munu notendur stórra Digital tölvukerfa geta notað margar mismunandi tegundir tölva sem út- stöðvar svo sem PC, PS/2, Apple Macintosh o.fl., unnið að mörgum verkefnum samtímis og valið á milli, eða farið með verkefni á milli, stýri- kerfanna VMS, DOS og Unix. Z88 C AMBRIDGE COMPUTER Z88 /r----------__ É á ^_ mk ¦ -NÉfa- — 1 fww'wwwJZ:'"'" •' ^*wwwSj£&^m Á mr \ 1 w Meira en bara nútímatölva FRAMÞRÓUN GARÐASTRÆT117, SÍMI 27622.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.