Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 52

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 52
TÖLVUR eitt hafi vakið meiri athygli en annað. Reynt var að afla upplýsinga um ýmis málefni með því að nota sérstakt upp- lýsingamiðlunarkerfí á sýningunni, m.a. áttu gestir að geta fengið sendar ítarlegri upplýsingar í pósti með sér- stakri beiðni. Það keríi virðist ekki hafa virkað. Gervigreind (AI) var gert nokkuð hátt undir höfði á DecWorld enda má segja að efnið sé í tísku um þessar mundir. Digital hefur lagt talsverða áherslu á gervigreind eins og mörg- um mun kunnugt um. Hins vegar vita líklega færri að Digital fer sjálft á und- an með gott fordæmi í þessu efni og er það ef til vill undantekningin sem sannar þá reglu að sérfræðingar noti aldrei þá tækni í eigin rekstri sem þeir ráðleggja öðrum. Digital er einn stærsti kaupandi gervigreindar í ver- öldinni um þessar mundir og á DecWorld var sýnt hvernig fyrirtæk- ið notar gervigreind í ýmiss konar þekkingarkerfum (expert systems) í hinum ýmsu deildum og jafnvel til að stýra framleiðsluferli í verksmiðjum. Það eru áreiðanlega ekki margir sem hafa gert sér grein fyrir þessari hlið á Di^ital. í þessu sambandi má nefna sér- stakt kerfi sem kynnt var á DecWorld og nefnist VAX Decision Expert (VDE). Notandi getur beitt VDE til að byggja þekkingarkerfi sitt upp sem eins konar flæðimynd, tengt einstaka þætti þess saman á grafískan hátt og prófað kerfið á forritunarstiginu, þ.e. áður en það er þýtt á vélarmál. Þetta þýðir væntanlega, og hlýtur jafnframt að vera tilgangurinn, að sérfræðingar geta hannað og skrifað sín þekkingar- kerfí sjálfir, hver fyrir sig, sem síðan er hægt að steypa saman í eitt heild- arkeríi, sé þess óskað. VAX Decision Expert mun vera að koma á markað- inn í Bandaríkjunum um þetta leyti. Ástæðan fyrir því að VDE var ekki tilbúið í sumar er sú að það keyrir í DEC Windows, nýju skjástýrikerfí sem Digital hefur þróað á grundvelli X Windows (frá MIT). Samkvæmt upplýsingum frá Digi- tal er DEC Windows ekki sjálfstæður pakki eða skjástýrikerfi sem selt er eitt sér heldur hluti af nýrri útgáfu stýrikerfanna VMS (VMS DEC Win- dows) og ULTRIX (ULTRIX DEC Windows) sem einungis er hægt að nota með s.k. PVAX vinnustöðvum en þær eru byggðar á sama 3 MIPS CMOS gjörvanum og Microvax 3000 tölvan. Hins vegar hefur mátt lesa í fagritum að í byrjun næsta árs muni DEC Windows verða til sölu í a.m.k. tveimur sérstökum útgáfum, sem DEC Windows VMS og DEC Win- dows DOS auk PVAX vinnustöðvar- innar. Með DEC Windows og tilheyr- andi vélbúnaði munu notendur stórra Digital tölvukerfa geta notað margar mismunandi tegundir tölva sem út- stöðvar svo sem PC, PS/2, Apple Macintosh o.fl., unnið að mörgum verkefnum samtímis og valið á milli, eða farið með verkefni á milli, stýri- kerfanna VMS, DOS og Unix. Meira en bara nútímatölva FRAMÞRÓUN GARÐASTRÆT117, SÍMI 27622.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.