Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 42
IÐNAÐUR SAUMAÐ AÐ FATAIÐNAÐI - ÍSLENSKUR FATNAÐUR Æ SJALDSÉÐARI í VERSLUNUM Wr ' r'i 1 Ew hJ íslenskir fataframleiðendur hafa átt undir högg að sækja og fatnaður frá þeim á ekki eins greiða leið að neytendum og áður. Alkunna er að fataiðnaðurinn á Islandi hefur átt undir högg að sækja á liðnum árum og sérstak- lega síðustu misserin. Afkoma og fjárhagsstaðan hefur verið af- ar erfið, útflutningur til helstu viðskiptalanda hefur stór- minnkað, starfsfólki hefur fækkað allverulega og mörg fyrirtækjanna orðið að leggja upp laupana. Á hinn bóginn virð- ist ljóst að íslenskur fatnaður, einkum ullarvara, á verulega möguleika á erlendum mörkuð- um ef rétt er á spilunum haldið. Spurningarnar eru því einfald- lega: Hvers vegna hefur illa gengið á síðustu árum og hvað þarf að koma til ef þessi fram- TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON leiðslugrein landsmanna á ekki endanlega að leggjast af? Hér á eftir munum við skyggnast í skýrslur og byggja á samtölum við nokkra aðila í fataiðnaði til að gera grein fyrir stöðu mála og þeim úrræð- um sem í boði eru. Það skal tekið fram að einkum verður kastljósinu beint að smærri fyrirtækjum þar sem erfitt er að ræða um risann Álafoss hf annars vegar og hins vegar önnur fyrirtæki sem eiga sumpart við ann- ars konar vandamál að stríða. STAÐIÐ fl TÍMAMÓTUM Þeir aðilar sem Frjáls verslun ræddi við voru sammála um að þessi atvinnugrein stæði á tímamótum, þ. e. að ef ekki yrði gripið í taumana nú væru líkur á að innlend fatafram- leiðsla heyrði brátt sögunni til. í þess- um efnum hafa orðið gífurlegar breyt- ingar á allra síðustu árum. Tískufatn- aður sem landsmenn ganga í er í dag að langmestu leyti innfluttur og hundruð manna í saumaiðnaði hafa af þeim sökum misst atvinnu sína. Það heyrir til undantekninga að fyrirtæki í slíkum iðnaði séu sett á laggirnar og þess vegna fýsti okkur að heyra í Stefáni Jörundssyni hjá Tex-Stíl hf, en rétt ár er liðið frá því hann hóf rekstur þess fyrirtækis: „Þetta fyrirtæki er stofnað á grunni saumastofu Hagkaups hf, en við sem tókum við henni höfðum starfað þar 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.