Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 30
<ajjj Þær eru varkárarí og samviskusamarí. Það er eftil vill ein ástæða þess að fyrirtæki kvenna verða síður gjaldþrota. K7T7 hæðinni á Skólavörðustíg la sem er önnur tveggja hæða sem Liðsauki hf. hefur til umráða í húsinu. Þegar blaðamann bar að stóðu dyrnar hjá framkvæmdastjóra upp á gátt og Oddrún sat við tölvuna. Enginn ritari boðaði komu mína. „Nei, ég hef ekki séð ástæðu til þess að ráða sér- stakan rit- ara. Til hvers?" Ég er sjálf ágætis ritari," svaraði hún þegar ¦¦¦¦¦ ég spurði um ritarann. „Hér í fyrirtækinu vinna einungis konur og þó svo ég sé titlaður fram- kvæmdastjóri vinnum við allar saman og gerum það sem gera þarf. Þar greinir e.t.v. á milli kvenna og karla í fyrirtækjum. Karlar eyða löngum tíma í að leita að einhverjum til þess að vinna verkin en konur bæta þeim bara á sig í ofanálag við önnur störf," segir Oddrún og bíður upp á kaffi sem hún hitaði sjálf og bar fram. Á meðan ég munda pennann lít ég í kringum mig á skrifstofu framkvæmdastjóra og sé að þar er ekki íburðinum fyrir að fara. Oddrún les hugsanir mínar og segir: „Við berumst ekki mikið á í þessu fyrirtæki. Ég legg miklu meira upp úr góðri þjónustu en fínum skrif- stofuhúsgögnum. Hér er allt sem þarf og J)að dugir mér ágætlega." I framhaldi af því ræðum við um fyrirtæki þar sem konur sitja við stjórnvölinn og Oddrún talar um að sér virðist sem konur sætti sig við að fyrirtækið skili ekki ekki miklum hagnaði fyrstu árin á meðan uppbygg- ing þess eigi sér stað og eyði auk þess ekki umfram þess sem aflað er. „Þær eru varkárari og samvisku- samari. Það er e.t.v. ein ástæða þess að fyrirtæki kvenna verða síður gjald- þrota. Konur eru lengur að byggja upp sín fyrirtæki og gefast síður upp en karlar. Ég hef einnig orðið vör við að konur, sem reka fyrirtæki, ráða fremur kynsystur sínar til starfa og tala ég þar af eigin reynslu. Hér vinna eingöngu konur — sjálfstæðar konur sem vinna sjálfstætt." Af hverju bara konur? „Einfaldlega vegna þess að þær konur sem ég hef ráðið til starfa hafa reynst sérstaklega vel. Ég er einnig á því að í þessu starfí, þar sem reynir svo mjög á mannleg samskipti, séu konur mun betri en karlar. Auk þess hafa konur betri skilning á þörfum hver annarrar og því skapast samkennd sem er svo nauðsyn- legur þáttur á vinnust- að. Ég hef oft verið spurð hvernig ég þori ^^^M að ráða einstæðar mæður í vinnu. Þær þurfi jú svo oft að fara frá vegna veikra barna og annrra aðstæðna. Ég svara því jafnan til að ég hafi fullan skilning á þessum málum — enda skilar það sér margfalt til baka í betri og áreiðanlegri vinnukrafti," segir Oddrún og talar um að starfssystur hennar myndu ekki skila betra starfi þótt þær ættu fyrirtækið sjálfar. „Þær leggja metn- að sinn í að skila góðum árangri," bætir hún við. Oddrún segist vera fylgjandi sam- vinnu allra á vinnustað. „Hér er eng- inn valdapíramíti. Ég geng t.d. ekki um og minni alla stöðugt á að ég sé yfirmaðurinn," segir hún hlæjandi. „Þá væri ég ekki góður stjórnandi," bætir hún við og getur þess að þau vandamál sem upp komi hverju sinni leysi þær stöllur í sameiningu þó svo að endanleg ábyrgð sé alltaf hennar. „Eitt skilyrðið sem ég set sem yfir- maður er að fólk hafi gaman af vinn- unni og það höfum við allar. Ég er svo heppin að hafa á að skipa frábæru starfsfólki sem er lykillinn að vel- gengni okkar í þeirri miklu samkeppni sem ríkir í þessari þjónustugrein." Oddrún er með BSc gráðu í um- hverfisfræði, gift og á tvo syni, 6 og 8 ára. Hún starfaði áður sem fulltrúi í Samgönguráðuneytinu. Þar segist hún hafa haft nokkur mannaforráð en eigi það sammerkt með öðrum stöll- um sínum í stjórnunarstöðum að und- irmennirnir væru allir konur. Oddrún segir þó lítið hafa reynt á stjórnunar- hæfileika sína í ráðuneytinu. Þegar ég spyr hana hverja hún telji aðalástæðu þess að konur séu svo lítt áberandi í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum segir hún: „Ein ástæðan fyrir því að konur eru tregar að gefa kost á sér í stjórnunar- stöður er sú að þær taka gagnrýni svo nærri sér. Þar eru þær sérstaklega undir smásjá annarra kvenna sem margar hverjar vantreysta því miður kynsystrum sínum. Aðalástæðan er þó sú staðreynd að konur þurfa að hugsa um fleira en frama í starfi. Hin hefðbundna hlutverkaskipting á heimilunum gefur konum varla færi á að ryðja sér braut í atvinnulífmu. Kon- ur hafa verið aldar upp við að ábyrgð á börnum og heimili hvfli á þeim og því eru þær eðlilega tregar til þess að taka á sig meiri vinnu og aukna ábyrgð á vinnustað. Þeim fmnst þær þurfa að sinna öllu fullkomlega — vinnunni, fjölskyldunni og félagsmálunum. Það er auðvitað ómögulegt og þá grípur um sig sektarkennd. Þetta breytist strax og jafnrétti er komið á í reynd innan heimilanna. En ég neita því alveg að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn til þess að takast á við þessi störf. Ef þeim væri sköpuð aðstaða til þess að vinna á jafnréttisgrundvelli væru án efa fleiri konur í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum." Hún getur þess einnig að það fari í taugarnar á henni þegar birtar eru niðurstóður kannana þar sem bent er á hversu fáar konur sitji í hinum ýmsu nefndum og ráðum og bendir réttilega á að konur skorti tilfmnanlega þá menntun sem krafist er. „Vissulega er hlutur kvenna rýr í nefndum og ráðum á vegum hins op- inbera. En þá verður að taka tillit til þess að flestar þessar nefndir eru að fjalla um mjög sérhæfð mál þar sem nefndarmenn þurfa að hafa ákveðna menntun og/eða reynslu. Forsenda þess að konum fjölgi í þessum nefnd- um er að þær uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til nemdarmanna. Þegar litið er til menntunar kvenna þá vitum við jú að konur eru orðnar í meirihluta í Háskóla fslands. En lítum á þau fög sem þær velja sér. Hver er hlutur þeirra í raungreinum? Hvað eru t.d. margar konur útskrifaðar verkfræð- ingar? Svarið er einfalt. Konur velja sér styttra nám — oft með tilliti til fjölskyldunnar og þetta endurspegl- ast aftur í ábyrgðarstóðum í þjóðfé- laginu. Segjum svo að kona hafi aflað 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.