Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 71
9. Eiríkur Briem: Hann var framkvæmdastjóri Landsvirkjunar í tæp tuttugu ár en lét af því starfi sök- um aldurs þann 1. maí 1983. Þar áður var hann Rafmagnsveitustjóri ríkis- ins. Hann er nú sestur í helgan stein. 10. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Forstjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna til margra ára en lét af því staríi í árslok 1985. Síðan þá hefur hann ekki verið í föstu starfi. 11. Eysteinn Helgason: Fyrr- um forstjóri Iceland Seafood Cor- poration, dótturfyrirtækis Sambands íslenskra samvinnufélaga í Bandaríkj- unum. Hann lét af störfum vegna ágreinings við forstjóra Sambands- ins. Eysteinn hefur síðan unnið að ýmsum sérverkefnum en hefur nú verið ráðinn framkvæmdastjóri Plastprents hf. 12. Erlendur Einarsson: For- stjóri Sambands íslenskra samvinnu- félaga þar til í árslok 1986. Síðan hefur hann starfað í ýmsum stjórnum og nefndum, var m.a. stjórnarformaður Samvinnutrygginga til vorsins 1988 og stjórnarformaður Samvinnubank- ans til ársins 1987. Hann er í eftir- litsnefnd Alþjóðasamvinnusambands- ins og í stjórn Þróunarstofnunar Norðurlanda. Hann á einnig sæti í stjórn Krabbameinsfélags Islands, Almenna bókafélagsins, landsnefndar Alþjóðaverzlunarráðsins, Landakots- spítala og Samtaka um byggingu tón- listarhúss. Auk þess sinnir hann nú sínum hugðarefnum og eyðir tölu- verðum tíma við tölvuna sína. 13. Erling Aspelund: Hann var framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum en var færður til og varð framkvæmda- stjóri ferðarskrifstofunnar Úrvals ár- ið 1986. Því starfi gegndi hann í tæpt ár. Nokkru síðar gerðist hann fulltrúi forstjóra Sambandsins og gegnir því starfi nú. 14. Geir Magnússon: Aðstoðar- forstjóri hjá Iceland Seafood Corpor- ation en hætti því starfí um leið og Eysteinn Helgason hætti hjá fyrir- tækinu (sjá nr. 11). Hann býr nú í Bandaríkjunum en ekki er ljóst hvað hann hefur tekið sér fyrir hendur. 15. Halldór Guðbjarnarson: Bankastjóri Útvegsbankans þar til bankanum var breytt í Útvegsbank- ann hf. árið 1987. Hann hefur síðan unnið að ýmsum verkefnum fyrir Samvinnuhreyfinguna, m.a. við að koma á fót greiðslukorti samvinnu- hreyfingarinnar, Samkorti. 16. Haukur Björnsson: Hann var framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda, framkvæmda- stjóri Kamabæjar, framkvæmda- stjóri Trésmiðjunnar Víðis, sem varð gjaldþrota, og einnig var hann stjórn- arformaður Arnarflugs. Nú starfar hann hjá Rauða krossinum. vék t.d. mér og hinum framkvæmda- stjóra B.Ú.R. úr starfi til að koma sínum manni að. Ef þessi lögmál ættu að gilda hefði núverandi ríkisstjórn átt að segja upp ýmsum mönnum t.d. Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra. Ég hafði áhuga á sjávarútvegsmál- um og vildi halda áfram að starfa á þeirri braut. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að setja á stofn fiskútflutn- ingsfyrirtæki ásamt syni mínum. Og það varð úr. Fyrirtækið heitir ís- lenskur nýfiskur og við feðgarnir rek- um það saman. Við flytjum út ferskan fisk — bæði heilan og í flökum — til Bandaríkjanna og Evrópu. í stað funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum hafa komið fundir með kaupsýslumönnum víðs vegar um Evrópu. Og hér heima fundir með skipstjórum og sjómönnum að ógleymdum skemmtilegum heim- sóknum á fiskmarkaðina hér síðustu misserin. Nú er ég sem sagt í mjög lífrænu starf. Þegar ljóst varð að framtíðaráætl- anir mínar hjá B.Ú.R. stóðust ekki þá hvarflaði að mér að hefja aftur afskipti af pólitfk en það er ekki auðvelt að snúa aftur hafi maður einu sinni horfið Björgvin Guðmundsson: „Ég hef haft gott af því að minnka spennuna það er ekki hægt að vera í of mörgu í einu." af þeirri braut. Ég hef notið mín ágæt- lega við rekstur á mínu eigin fyrir- tæki. Mér var auðvitað ljóst, þegar ég ákvað að hætta stjórnmálaþátt- töku, að ég hyrfí úr hringiðunni og öllu því félagslífi sem fylgir störfum hjá stjórnarráðinu og í pólitfkinni. — En hvernig hefur lagst í þig að hverfa úr sviðsljósinu? „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig ég hef upplifað þessar breyt- ingar. En ég hef miklu meiri tíma fyrir fjölskyldu mína, ég les meira og fer oftar í ferðlög sem er vissulega af hinu góða. Ég hef haft gott af því að minnka spennuna — það er ekki hægt að vera í of mörgu í einu, a.m.k ekki til lengdar," sagði Björgvin. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.