Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 64
ERLENT bætt. Trump— „skutlufélagið" á að skera sig úr. Svipaðan leik lék hann í vor er hann keypti hið sögufræga Plaza hótel, sem snýr að Central Park garðinum. Jafnvel keppinautar hans í hótel- rekstri hafa hrifist af því á hve skömmum tíma honum hefur tekist að gerbreyta hótelrekstrinum til hins betra. Hann gerbreytti anddyri hót- elsins, setti reglur um samkvæmis- klæðnað í matsalnum, endurbætti gluggaumbúnað í allri byggingunni og stórbætti þjónustuna á öllum sviðum. Menn eru sammála um, að þarna hafi ekki orðið breytingar heldur bylting. Þetta er í hnotskurn formúla fyrir ríkidæmi þessa rúmlega fertuga manns. ERFÐI HÆFILEIKA FÖÐUR SÍNS Donald Trump er fjórði í röð fímm barna Freds og Mary Trump. Fred var sænskur en kom barnungur með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. Hann komst vel áfram, auðgaðist að- allega á fasteignasölu, og komst ung- ur að árum í tólu milljónamæringa. Donald Trump segist hafa lært margt og mikið af föður sínum, ekki síst ákveðni í erfiðum viðskiptum, þá list að vekja áhuga fólks á væntanleg- um viðskiptum, og einnig dugnað og eljusemi. Kjörorð gamla mannsins var: „Hafðu þig að verki, ljúktu því og ljúktu því rétt". Donald Trump lauk prófi frá Whar- ton verslunarskólanum, sem er deild í háskóla Pennsylvaníu, árið 1968. Hann hefur síðar sagt, að mikilvæg- asti lærdómur hans í skólanum hafi verið sá, að ofmeta ekki háskóla- menntun og menn með háskólapróf. Eftir námið gerðist hann rukkari hjá föður sínum — innheimti tekjur af fasteignum hans og öðlaðist um leið dýrmæta þekkingu og reynslu í fast- eignaviðskiptum. Árið 1975 hleypti hann heimdraganum og hóf sjálfstæð- an rekstur. Hann keypti Commodore hótelið nálægt Grand Central járn- brautastöðinni, veitti því „Trump- meðferðina" og opnaði það á ný 1980, endurnýjað og glæsilegt undir nafninu Grand Hyatt. ALLT VERÐUR AÐ GULLI Næst byggði Trump turninn á Fimmta stræti, sem virðist aðeins byggður úr gleri og kopar. Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði ásamt lúxus- íbúðum voru leigð þar út á áður óþekktu himinháu verði. Peningarnir streymdu í fjárhirslur Trumps og HVAÐA EIGNIR TILHEYRA TRUMP? Meirihluti í Alexander's Inc, deiida- skipt verslunarkeðja í New York borg. „Skutludeiid" Eastern flugfélagsins. Grand Hyatt hótelið í New York. Plaza hótelið í New York. Resorts International, spilavfti í Atian- tic City í New Jersey. St. Moritz hóteiið í New York. Trump-kastaiinn — hótel og spilavfti í Atíantic City í New Jersey. TrumpPark — fjölbýlishúsíNewYork. Trump Piaza — 40 hæða fjölbýlishús í New York. Trump Plaza á Paim Beach — fjölbýlis- hús í Florida. Trump Plaza — hótel og spiiavíti í Atl- antic City í New Jersey. Trump Tower — 68 hæða verslunar- skrifstofu- og íbúðahús í New York. 78 ekru lóð við West Side á Manhattan þar sem Trump Cíty átti að rísa. Plaza hótelið. Trump fékk fyrir 400 milljónir doJlara. hann keypti æ fleiri eignir og merkti þær Trump-veldinu. Þegar Trump mætti til blaða- mannafundar eftir undirskrift samn- inga um kaup á „skutludeiid" Eastern flugfélagsins var hann í skærgulri skyrtu með hálsbindi í sama lit. Hann gerir í því að vekja athygli á þennan hátt eða annan. Þegar hann endur- byggir hótel eða aðrar eignir eru end- urbæturnar ekkert hálfkák. Hann fann það snemma, að rfkmannlegar lífsvenjur hans voru besta auglýsingin fyrir eignir hans og fyrirtæki. Hann kann að berjast ekki síður en að semja. Donald Trump er kvæntur tékkn- eskri konu, sem Ivana heitir. Hún var áður mikil skíðakona og síðar fyrir- sæta. Þau eiga þrjú börn. Fjölskyldan býr ýmist í fjögurra milljóna dollara „Pent" -húsi á sjávarströnd Green- wich í Connecticut eða í Mar-a-Lago, 118 herbergja höll á Palm Beach í Florida. Hann ferðast ýmist í eigin þyrlu eða á 87 metra langri snekkju. HARÐUROGÁKVEÐINN SAMNINGAMAÐUR Trump á tvö spilavíti og hótel í At- lanta City og fullvíst er talið að kaup hans á „skutludeild" Eastern séu ekki síst ráðin til að stórauka og bæta möguleikana á flutningi fólks til þess- ara staða. Spilavíti hans hafa verið vettvangur fyrir mikilvæga kappleiki í hnefaleikum og um tíma velti Trump því fyrir sér, hvort hann ætti að ger- ast framkvæmdastjóri fyrir Mike Ty- son, heimsmeistara í hnefaleikum. Einu sinni átti hann fótboltaliðið New Jersey Generals. Á næsta ári ætlar hann að stofna til Tour de Trump hjól- reiðakeppninnar. Hún á að standa í viku ár hvert og er ætlað að verða keppinautur Tour de France, hjól- reiðakeppninnar frægu. Donald Trump vill eignast allt það sem er stærst og best — en þó aðeins ef verðið er viðunandi að hans dómi. Hann keypti t.d. Mar-a-Lago höllina í Florida fyrir 7 milljónir dollara, eftir að annar aðili hafði boðið 13.5 milljónir en gat svo ekki staðið við kaupin. Trump þykir oftast viðfelldinn en jafnframt kænn í viðskiptum. Menn sem hafa átt viðskipti við hann segja, 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.