Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 44
IÐNAÐUR í þessari baráttu. Eiga íslendingar möguleika á að keppa við Asíuþjóðir, sem framleiða nú fatnað undir heims- þekktum bandarískum og evrópskum merkjum? Og það á verði sem er aðeins brot af því sem við getum boð- ið? Þeir framleiðendur í almennum fataiðnaði sem við ræddum við voru flestir þeirrar skoðunar að möguleik- ar okkar væru einkum fólgnir í sér- hæfðum fatnaði þar sem fjöldafram- leiðslu yrði trauðla við komið. Hins vegar væri vonlaust að keppa við Kóreu- og Taivanbúa um framleiðslu úr ódýrum efnum og þar sem starf- skraftur er einna ódýrastur. Þá bætt- ist það við að með ráðstöfunum stjórnvalda innanlands væri innflutn- ingur slíkrar vöru óheftur og sam- keppnisstaða hennar mun betri en þeirrar íslensku. Þau fyrirtæki sem eftir eru í fata- iðnaði að frátöldum ullarfyrirtækjun- um eru fá og smá í dag. Framleiðsla á tískufatnaði hefur nánast lagst af og sama er að segja um hvers konar ódýra saumaða vöru eins og íþrótta- galla, skyrtur, boli og buxur. Þar hef- ur SA-Asíuframleiðslan tekið við. Hins vegar gengur þokkalega að framleiða skjólfatnað miðaðan við ís- lenskar aðstæður, sérhæfðan fatnað eins og vinnuföt og sérsaumaðan einkennisklæðnað. Vissulega verða þessi fyrirtæki að sníða sér stakk eftir vexti þar sem íslenski markaðurinn er ekki stór en tilvera fyrirtækjanna byggist fyrst og fremst á því að keppa við innflutta vöru af þessu tagi í gæð- um en ekki verði. Þar liggja möguleik- ar okkar að flestra mati. í samtali við Sævar Kristinsson og Sigmund Andrésson hjá Max hf kom þetta sjónarmið vel fram. Max hf. er fyrirtæki sem hefur brugðist skjótt við gjörbreyttum markaðsaðstæðum á síðustu tveimur árum, fækkað starfsfólki úr 100 manns í árslok 1986 niður í um 40 manns nú. Auk þess hefur verið hætt viðskiptum við fjölda undirverktaka um land allt. „Það er enginn vafi á því að íslensk- ir fataframleiðendur geta aldrei keppt við framleiðslu frá SA-Asíu þar sem vinnulaun eru aðeins brot af því sem hér tíðkast. Okkar möguleikar eru fólgnir í því að leggja aðaláhersluna á Prjóna- og saumastofur sem og annar fataiðnaður hefur átt erfitt uppdráttar. gæði sem fjöldaframleiðsluiðnaðurinn getur aldrei boðið upp á. Þess vegna höfum við unnið að þróun okkar hlífð- arfatnaðar í samstarfi við Slysavarna- félag íslands og lögregluna og erum smátt og smátt að innleiða breytingar eftir ábendingum notenda við erfiðar íslenskar aðstæður. Þannig er okkar vöruþróun auk þess sem íslenskir neytendur eru afar kröfuharðir og veita strangt aðhald." Þrátt fyrir samdrátt í mannahaldi hjá Max hf verður um talsverða aukn- ingu að ræða í veltu á milli áranna 1987 og 1988 og byggist það á tölvu- væddu framleiðsluferli og bættum vélakosti. Þá hefur fyrirtækið ekki fjárfest í steinsteypu á liðnum árum og á því ekki við óhóflegan fjármagns- kostnað að stríða. „Aðstaða íslenskra fataframleið- enda er óþolandi og útilokað að keppa við erlenda framleiðendur varðandi verð. Hér er launakostnaður mun hærri en í Bandaríkjunum eða Þýska- landi, hvað þá SA-Asíu. Hér er vaxta- munur meiri en annars staðar tíðkast og raunar hærri en heildarvextir í samkeppnislöndunum. Loks eru skattar á atvinnustarfsemi af þessu tagi gífurlegir hér á landi. Meðan svona er í pottinn búið geta menn gleymt draumum um að íslenskur fataiðnaður verði ein meginstoð at- vinnulífsins," sögðu þeir hjá Max hf að lokum. KLAUFAR í HÖNDUNUM! Einn þeirra sem hefur varið mest- um hluta starfsævi sinnar til að byggja upp íslenskan fataiðnað er Halldór Einarsson-Henson. Hann var ómyrk- ur í máli er Frjáls verslun ræddi við hann fyrir skömmu: „Það er til vitnis um breytingarnar í þessum iðnaði að þegar framleiðend- ur hittust fyrir 10 árum þurftu þeir að leigja stóra sali undir slíkar samkomur en í dag komast þeir fyrir við lítið borðstofuborð. Sannleikurinn er sá að hið opinbera er með ráðstöfunum sínum eða öllu heldur framkvæmda- leysi búið að afskrifa fataiðnaðinn fyrir löngu. Útlendur saumaskapur flæðir yfir skerið og veitir útlendingum at- vinnu í stórum stíl þannig að við sem vildum gera ísland að framleiðslulandi höfum orðið að rifa seglin og taka þátt í búðarleiknum til að bjarga okkur frá gjaldþroti." Halldór Einarsson hefur reynt fyrir 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.