Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 29
minnst að störfum þess. Það að und- irmenn skuli vera konur helgast af því að ritara- og skrifstofustörf hafa lengi verið unnin af konum. Hér vinnur af- bragðsfólk sem leitar til mín ef þess er þörf. Að öðru leyti sé ég ekki mun- inn á því hvort það sé kona eða karl sem stjórnar." Hún viðurkenndi þó að líklega hafi hún betri skilning á sérhagsmunum kvenna t.d. varðandi börn og heim- ilisaðstæður — vegna eigin reynslu. „Ég get ímyndað mér að stúlkunum hér finnist auðveldara að bera upp slík mál við kynsystur sína en karlmann." Aðspurð um eigin heimilisaðstæð- ur segist María vera ekkja og eiga tvö börn — uppkomna dóttur og ung- Ungsson. Þegar ég spyr hana hvort hún telji konur eiga sömu möguleika og karlmenn á stjórnunarstöðum seg- ir hún: „Ég er þeirrar skoðunar að konur eigi sömu möguleika og karlar hvað varðar menntun. Hitt er svo annað mál að mun minna framboð er á kon- um í ákveðin störf og það helgast af menntunarskorti. Nú er þetta að breytast á þann hátt að konur sækja í auknum mæli inn í Háskólann sem aftur skilar sér síðar. Konur verða líka að gera sér grein fyrir því að það kostar fórnir að ná frama í atvinnu- lífinu. Þar verða þær að standa karl- mönnum framar til þess að ná árangri. En til þess verða þær að kunna að taka gagnrýni og ég leyfi mér að segja — að nota sömu aðferðir og karl- mennirnir. Eg er því þeirrar skoðunar að ef konur setja sér ákveðið mark- mið — þá geta þær náð því. Rétt eins og karlmennirnir. Þar gildir engin hógværð. Þegar mér var boðið að taka þátt í þessari umfjöllun í Frjálsri verslun sagði ég starx já. Þarna gafst mér tækifæri til þess að koma mínum sjónarmiðum á framfæri og ég greip það. Ég tel því að ein aðalástæðan fyrir því að hlutur kvenna í stjórnun- arstöðum sé ekki stærri en hann er sé framtaksleysi og hógværð. Við erum jafningjar karlmanna á flestum sviðum og það er því okkar að gera eitthvað í málinu til þess að ná markmiðum okk- ar. Ef konur líta ekki á sig og sínar kynsystur sem fullgildar til jafns við karla, er öruggt að þeir gera það ekki heldur." í ÞESSU STARFI ERU KONUR MUN BETRI EN KARLAR - RÆTT VIÐ ODDRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR Oddrún Kristjánsdóttir er einn fimm hluthafa í afleysinga- og ráðningaþjónustunni Liðs- auka hf. og gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra. Fyrir- tækið var stofnað árið 1982 og er nú án efa stærsta starfsmiðl- unin hér á landi. Auk þess sem uppgangur fyrirtækisins hefur verið mjög hraður, vekur at- hygli að allir 7 starfsmenn á skrifstofu þess eru konur. Og eins og annars staðar, þar sem kona er í æðstu stjórnunarstöðu í fyrirtæki, reyndist ekki erfitt að ná sambandi við fram- kvæmdastjórann. Þar var eng- inn ritari fyrir sem varð fyrir svörum með þeim sígildu orðum „hjá framkvæmdastjóra". Odd- rún kom strax í símann og sagði blaðamann Frjálsrar verslunar velkominn með orðunum: „Já, auðvitað er ég til í viðtal. Ég segi aldrei nei við slíkri beiðni." Við mæltum okkur mót á efstu Oddrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Liðsauka hf. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.