Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 48
IÐNAÐUR notkun á innlendri orkulind, vatns- orkunnni, í stað innfluttrar olíu og bensíns þannig að afleiðingin yrði gjaldeyrissparnaður. Þetta kann að reynast mikilvægt þegar fram líða stundir og ganga fer á olíuforða jarðar eftir fáeina áratugi að talið er. Það er heldur ekki tilviljun að mörg olíufyrir- tæki erlendis verja nú fjármunum í tilraunir með rafbíla og þá einkum þróun nýrra rafgeyma. TILRAUNIR HÁSKÓLANS MEÐ RAFBÍL Árið 1979 voru hafnar í Há- skóla íslands til- raunir með notk- un rafbíls hér á landi. Bíllinn, sem er af gerð- inni Subaru, var upphaflega með bensínvél en var breytt í rafbíl. Kannað var notagildi bílsins sem annars fjöl- skyldubíls við hlið bensínbíls til lengri ferða. Bílnum var ekið 10 þúsund km í bæjarakstri á einu ári og varð niður- staðan sú að notagildi bílsins er svipað og annarra bíla í bæjarakstri. Aðeins reyndist hægt að aka 50 til 100 km á milli þess sem hlaða þurfti rafgeym- ana. Geymar þessa bfls vógu 435 kg og voru um 40% af eiginþyngd bílsins. Hið takmarkaða aksturssvið á hverri hleðslu rýrir nokkuð notagildi rafbíla en er þó að líkindum nægilegt í innan- bæjarakstri þar sem venjulegum bíl- um er ekki ekið meira en 30 til 60 km á degi hverjum. Nóttin er síðan notuð til að hlaða geymana að nýju. Háskól- inn hefur lokið tilraunum sínum með bílinn og er hann nú í eigu Rafgeyma- verksmiðjunnar Póla hf. og hefur verið notaður þar með góðum ár- angri. RAFBÍLAR ERLENDIS Vel þekkt er notkun rafdrifinna gaffallyftara, golfbíla og dráttarbíla á flugvöllum. Rafdrifnir dráttar- eða flutningabílar eru einnig notaðir víða innanhúss í verksmiðjum, sjúkrahús- um og annars staðar þar sem óæski- legt eða óhugsandi er að nota bens- índrifin ökutæki vegna mengunar og hávaða. Sé hægt að skipta um raf- geyma og setja þá fullhlaðna í stað hinna sem tómir eru er hægt að stór- auka notagildi rafbfla enda eru dæmi þess að mjólkurbílar, sendibílar og jafnvel strætisvagnar séu drifnir með Þessi rafbíll er nú í reynsluakstri í Svíþjóð. Eitt af „vandamálunum" með bílinn er hversu hljóðlátur hann er, næstum því hljóðlaus. Bíllinn gæti þess vegna reynst gangandi vegfarendum hættulegur að sögn sænska umferðar- ráðsins. vakið þar mikla athygli. Bíllinn er aðeins fyrir einn mann og er ekið á þremur hjólum. Bílnum er lýst sem eins konar yfirbyggðu mótorhjóli á þremur hjólum. Rafgeymarnir eru þrírvenjulegirblýgeymar, samtals36 Volt og 90 Amperstundir. Aka má 70 km á hverri hleðslu og hámarkshraði er 40 km á klst. Framleiðendur hugsa sér bílinn sem ákjósanlegan í bæjar- asktri, sendiferðum, innkaupsferðum o.s.frv. Aksturseiginleikar eru góðir og bíllinn er svo fyrirferðarlítill í umferðinni að hann jafnast næstum á við mótorhjól. Yfir- byggingin gefur bflnum auk þess mikla yfirburði miðað við mó- torhjólin. Ef bíll- inn nær hylli al- mennings verð- ur hægt að draga verulega úr mengun í mið- borg Kaup- mannahafnar og gera hana hljóð- látari. rafmagni. í Bretlandi eru nú um 60 þúsund rafknúin ökutæki í notkun. Víða eru nú gerðar tilraunir með nýjar gerðir rafbíla. í Finnlandi hafa rafveitur, olíufyrirtæki og ýmis fyrir- tæki í iðnaði tekið höndum saman við að þróa rafbíl sem ætlunin er að verði bæði hagkvæmur og gagnlegur til einkanota. Bíllinn verður tveggja manna, gerður úr plasti og mun geta ekið 50 til 60 km á hleðslunni. Há- markshraði verður um 60 km á klst. Bíllinn verður með venjulegum raf- geymum til að byrja með en hönnuð- irnir hafa von um að innan tíðar komi fram betri geymar sem munu þá gera bílinn vel samkeppnisfæran. NÝR 0G SPENNANDIBÍLL í DANMÖRKU Ahugi Dana á orkusparnaði og um- hverfisvernd hefur lengi verið mikill og fyrir stuttu var í Danmörku hafin fjöldaframleiðsla á rafbíl sem hefur REKSTRARKOSTNAÐUR RAFBÍLA Helstu kostnaðarlíðir við rafbíl eru rafmagnsverðið, viðhaldskostnaður rafgeyma og innkaupsverð bílsins. í tilraun Háskólans reyndist orku- notkun vera að jafnaði 0,6 kWh á hvern ekinn kílómetra. Ef reiknað er með 10 þús. km akstri á ári og miðað við næturtaxta Rafmangsveitu Reykjavíkur (1,57 kr/kWh) þá kostar rafmagnið 0,94 kr fyrir hvem ekinn km eða um 9400,00 kr á ári. Sam- svarandi fyrir smábíl sem eyðir 8 lítr- um af bensíni á hverja 100 km er bens- ínkostnaður 2,90 kr á km (miðað við blýlaust bensín á 36,60 kr lítrinn) eða um 29.000,00 kr á ári. Mismunurinn er um 20.000,00 krónur rafbílnum í hag. En þar með er ekki 611 sagan sögð. Líklegt er að af rafbílum verði innheimtur þungaskattur líkt og af dísílbílum og þar með hyrfi trúlega sparnaðurinn sem fyrr var nefndur. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.