Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 37
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM: NÁÐUM SEnUM MARKMIÐUM Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi segir að árið 1988 hafi óneitanlega verið mun þyngra í skauti en áætlað hefði verið „en engu að síður reikna ég með því að IBM nái þeim tekju- og hagnaðar- markmiðum sem stefnt var að á árinu." í hverju birtust erfiðleikarnir helst? Gunnar svarar því til að fyrirtækið hafi fyrst og fremst fundið fyrir því að fyrirtæki hafi almennt haft minna fé til ráðstöfunar. „Það varð til þess að minna varð um fjár- festingar og fyrirtækið þurfti einnig að beita meira aðhaldi en oft áður við inn- heimtu skulda." IBM kynnti nýjung á árinu, sem var AS/400 tölvusamstæðan. „System/36 var mest selda tölvan áður en AS/400 kom til sögunnar og auðvitað barst það út að von væri á nýjung frá IBM. Fyrir vikið biðu margir með tölvukaup þar til AS/400 kom á markað. Tölvan var hins vegar ekki kynnt fyrr en um mitt ár og við gátum ekki afgreitt hana fyrr en á síðustu mánuðum árisins. Þetta varð til þess að tekjum fyrir- tækisins var misskipt yfir árið. En nýju tölvunni hefur verið vel tekið og þegar hafa selst nokkrir tugir AS/400, þannig að fyrirhuguð tekju- og hagnaðarmarkmið nást." Gunnar segir engan vafa leika á því að næsta ár verði þungt í skauti. „Það er illmögulegt að meta ástandið í þjóðfélaginu þegar við fáum nánast daglega nýjar og verulegar breyttar upplýsingar um efna- hagsástand þjóðarinnar, bæði frá opinber- um aðiljum sem og öðrum sem búa yfir upplýsingum um þessi mál. Það er erfitt að gera áætlanir um rekst- ur fyrirtækja þegar forsendurnar eru svona óljósar. En þrátt fyrir fyrirsjáanlega erfiðleika eru ýmsar framkvæmdir á döf- inni hjá IBM, sérstaklega á hugbúnaðar- sviðinu. Þær eru hugsaðar til að mæta aukinni eftirspurn með bættri efnahags- stöðu." En hvenær batnar staðan að mati Gunnars? Hann segist vera með ákveðnar væntingar og ekki síður óskhyggju í þeim efnum. „Ég vona, eins og aðrir landsmenn að það verði sem fyrst tekið föstum tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar. Ef ekki af þessari ríkisstjórn, þá nýrri. Ég vona sannarlega að þjóðin verði farin að sjá fram á betri tíma strax á síðari hluta árisins 1989." Fyrirtæki höfðu minni fé handa á milli til að fjárfesta í tölvubúnaði. SVEINN MAGNÚSSON AUGLÝSINGAR - MARKAÐSRÁÐGJÖF ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVÍK SÍMI622270 NNR. 7455-0509 KENNITALA 551283-062-9 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.