Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 37

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 37
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM: NÁÐUM SETTUM MARKMIÐUM Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi segir að árið 1988 hafi óneitanlega verið mun þyngra í skauti en áætlað hefði verið „en engu að síður reikna ég með því að IBM nái þeim tekju- og hagnaðar- markmiðum sem stefnt var að á árinu.“ í hverju birtust erfiðleikarnir helst? Gunnar svarar því til að fyrirtækið hafi fyrst og fremst fundið fyrir því að fyrirtæki hafi almennt haft minna fé til ráðstöfunar. >,Það varð til þess að minna varð um íjár- festingar og fyrirtækið þurfti einnig að beita meira aðhaldi en oft áður við inn- heimtu skulda." IBM kynnti nýjung á árinu, sem var AS/400 tölvusamstæðan. „System/36 var mest selda tölvan áður en AS/400 kom til sögunnar og auðvitað barst það út að von væri á nýjung frá IBM. Fyrir vikið biðu margir með tölvukaup þar til AS/400 kom á markað. Tölvan var hins vegar ekki kynnt fyrr en um mitt ár og við gátum ekki afgreitt hana fyrr en á síðustu mánuðum árisins. Þetta varð til þess að tekjum fyrir- tækisins var misskipt yfir árið. En nýju tölvunni hefur verið vel tekið og þegar hafa selst nokkrir tugir AS/400, þannig að fyrirhuguð tekju- og hagnaðarmarkmið nást.“ Gunnar segir engan vafa leika á því að næsta ár verði þungt í skauti. „Það er illmögulegt að meta ástandið í þjóðfélaginu þegar við fáum nánast daglega nýjar og verulegar breyttar upplýsingar um efna- hagsástand þjóðarinnar, bæði frá opinber- um aðiljum sem og öðrum sem búa yfir upplýsingum um þessi mál. Það er erfitt að gera áætlanir um rekst- ur fyrirtækja þegar forsendurnar eru svona óljósar. En þrátt fyrir fyrirsjáanlega erfiðleika eru ýmsar framkvæmdir á döf- inni hjá IBM, sérstaklega á hugbúnaðar- sviðinu. Þær eru hugsaðar til að mæta aukinni eftirspurn með bættri efnahags- stöðu." En hvenær batnar staðan að mati Gunnars? Hann segist vera með ákveðnar væntingar og ekki síður óskhyggju í þeim efnum. „Ég vona, eins og aðrir landsmenn að það verði sem fyrst tekið föstum tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar. Ef ekki af þessari ríkisstjóm, þá nýrri. Ég vona sannarlega að þjóðin verði farin að sjá fram á betri tíma strax á síðari hluta árisins 1989.“ Fyrirtæki höfðu minni fé handa á milli til að fjárfesta í tölvubúnaði. SVEINN MAGNÚSSON AUGLÝSINGAR - MARKAÐSRÁÐGJÖF ÞÓRSGATA26 101 REYKJAVÍK SÍMI 622270 NNR. 7455-0509 KENNITALA 551283-062-9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.