Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 38
REKSTUR Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: FÆRRI FERÐIR OG HAGKVÆMARI FARGJÖLD! Sigðurður Helgason segist ekki geta gefið upp neinar tölur varðandi afkomu félagsins á yfirstandandi ári en hann segir ljóst að afkoma Flugleiða sé mun betri árið 1988 en hún var árið þar á undan. „Rekstur Flugleiða gekk vel á árinu. Arið 1987 var rekstrartap Flugleiða um 225 milljónir króna en miðað við afkomuna fyrstu m'u til tíu mánuði ársins er ljóst að afkoman verður mun betri en enn er ekki ljóst hvorum megin núllsins við lendum. Á árinu seldum við einnig nokkrar flugvélar en hagnaðurinn af sölu þeirra er fyrir utan þessar tölur, þetta er eingöngu rekstrar- hagnaður." Að sögn Sigurðar var rekstrarafkoma Flugleiða betri vegna breytinga á rekstri fyrirtækisins. „Við drógum úr flugi yfir Norður-Atlantshafið en fjölguðuðum að sama skapi flugferðum til Evrópu. Elds- neytisverð á árinu varð einnig örlítið lægra en árið 1987. En mikið munaði um að við tókum upp nýja stefnu við bókun farþega, einkum á flugleiðunum yfir Norður-Atl- antshafið. Við lögðum mun minna upp úr hópferðum og öðrum farþegum sem ferð- uðust á lægsta fargjaldi. Áherslan var með öðrum orðum lögð á færri ferðir og hærri fargjöld." Sigurður segir einnig að Flugleiðir hafi beitt miklu aðhaldi í rekstrinum og forðast óarðbærar fjárfestingar. „Um tíma stóð til að Flugleiðir færu út í viðbyggingu við Hótel Esju en þar sem góð rekstraraf- koma hótelsins var ekki tryggð féllum við frá þeim áformum." Sigurður sagðist líta björtum augum á framtíðina, „því auk bættrar rekstraraf- komu er fjárhagsstaða fyrirtækisins góð, bæði hvað varðar Iausafjárstöðu og eigin- fjárstöðu. Á næsta ári hefst endumýjun flugflotans og nýju vélamar, Boeing 737/ 400, em mun sparneytnari en vélarnar sem Flugleiðir eru nú með í notkun, elds- neytissparnaðurinn verður um 45-50% miðað við hvert sæti í vélunum. Auk þessa er viðhaldskostnaður við nýju vélarnar mun minni. Nýju vélunum fylgir því aukin hagræðing." Sigurður segir að 10% af kaupverði nýju vélanna hafi þegar verið greidd, „afgangurinn er á mjög hagstæð- um lánum til 17 ára. Lánin eru einungis með veðum í vélunum sjálfum. Ríkið þarf engin afskipti að hafa af þessum lánum.“ En þrátt fyrir sæmilega afkomu Flug- leiða og góðar horfur á næstu árum segist Sigurður óttast það að kreppan í þjóðfélag- inu komi til með að vera í nokkur misseri til viðbótar, „þótt ég sé nú ósköp lítill spámaður í þessum efnum.“ Sigurbergur Sveinsson, kaupmaður í Fjarðarkaupum: ENGAR SKÝJABORGIR Þrátt fyrir samdrátt og gjaldþrot í versl- uninni hefur Sigurbergi Sveinssyni, kaup- manni í Fjarðarkaupum, tekist að halda velli og reyndar segir hann það varla rétt að tala um kreppu í þjóðfélaginu. Sigurbergur staðgreiðir allar sfnar vör- ur og það hefúr vakið athygli á tímum skuldasöfnunar og vanskila. „Það er lítil stjórnkænska fólgin í því að gefa upp for- múluna fyrir góðum rekstri. En reynslan hefur sýnt mér að fáir trúa sannleikanum og þess vegna er engin ástæða til að leyna því að lykillinn að velgengninni er sá að sníða sér stakk eftir vexti. Eg er jarðbund- inn, allavega í annan fótinn og byggi því engar skýjaborgir." Sigurbergur segir að gjaldþrot síðustu mánaða segi vissulega sína sögu. „Fram- leiðnin í þjóðfélaginu hefur minnkað og það hefur áhrif á launakjör almennings sem aftur hefur áhrif á verslunina og að því leyti er barlómurinn skiljanlegur." En það er meira en slæm staða heimilanna sem hef- ur áhrif á stöður verslunarinnar. „Um 50% af sölu matvöruverslana eru landbúnaðar- afurðir og á þær er mjög takmörkuð álagn- ing. Á mjólk er til dæmis 10% álagning og hún mætir engan veginn þeim kostnaði sem fylgir mjólkursölunni." Sigurbergur segir það liggja í augum uppi að verslunina í iandinu verði að end- urskipuleggja og draga ef til vill úr þjón- ustu sem þótti eða þykir sjálfsögð en við- skiptavinirnir hafa ekki greitt sérstaklega fyrir. I því sambandi nefndi hann íburðar- mikið húsnæði og beina þjónustu, svo sem „pokadýrin" svokölluðu „og umfram allt þarf að draga úr offjárfestingu, það þýðir lítið að eyða allt upp í helmingi meira en mönnum tekst að afla. Það segir sig sjálft." Hvað varðar afkomu verslunarinnar á næsta ári segist Sigurbergur ekki óttast um eigin rekstur „því fólk þarf allaf að borða." En hann segir að árið 1989 eigi /■ . N Stjómendur fyrirtælga athugið Við tökum að okkur bókhald fyrir allar stærðir af fyrirtækjum. Fyrsta flokks tölvuvinnsla IBM 36. Söluskattsuppgjör, mánaðaruppgjör. Mikil reynsla tryggir örugg og traust vinnubrögð. BÓKHALDSÞJÓNUSTA ARINIAR Nýbýlaveg 4, Kópavogi. Sími 45800, á kvöldin í síma 672741. V _______________/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.