Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 53
ABILITY: ALLT í EINUM PAKKA Graf teiknað með Ability og prentað með IBM Proprinter (nálaprentara). Vissulega gæti verið þægilegra að geta prentað gröfin stærri en þá er hætt við að mun lengri tíma tæki að prenta þau. Það er áreiðanlega til marks um hraðlækkandi verð á hug- búnaði fyrir PC tölvur að innifal- ið í verði Amstrad tölva er sam- stæð forritakerfi sem leysir lík- lega stærstan hluta þarfa flestra smærri fyrirtækja og einstak- linga sem nota PC tölvur. Er þá bókhald undanskilið. Þessi samstæða nefnist Ability. Hún er útgefin af fyrirtækinu Migent (UK) Ltd. Það fyrirtæki hefur einnig selt í Bretlandi bókhaldsforrit sem nefnist Account-Ability auk útgáfu- kerfisins Page-Ability. Þessi pakki sem fylgir Amstrad tölvunum er 6 sjálfstæð forrit sem hafa verið samhæfð undir einum hatti. Forritin eru töflureiknir, rit- vinnsla, gagnagrunnur, samskipta- kerfi, teiknikerfi og myndræn fram- setning. Síðasttalda keríið krefst lit- skjákorts þannig að það er ekki hægt að nota sé tölvan með einlitsskjá. Ability kerfin má keyra af disklingum (4 stk) en ólíkt þægilegra er að setja kerfin upp á harðan disk. Fimm kerf- in, fyrir utan myndræna framsetn- ingu, taka um 610 kb rými á harðdiski og er þá kennslukerfið innifalið en myndræna framsetningin (Presenta- tion) tekur 230 kb. Þeir sem eru með einlitan skjá og harðdisk hlaða fyrstu 5 kerfunum inn. Myndræna fram- setningin verður þá að bíða á disk- lingnum þar til litskjár hefur verið keyptur. Ekki verður fjallað frekar um myndrænu framsetninguna í þessum þætti en hún látin bíða betri tíma. Það kerfi gerir m.a. kleift að láta tölvu halda sýningu með röð mynda á skjá og í kerfinu eru tónbútar sem fella má að myndefninu og láta tölvuna spila um leið og hún birtir myndirnar. í Ability kerfinu er einnig fyrirbæri sem nefna mætti myndatöku (Snap- shot á ensku) og getur það áreiðan- lega verið til mikils hagræðis fyrir marga, t.d. þá sem vinna við upp- færslu eldri skjala. Myndatakan gerir kleift að „taka mynd“ af skjá, þ.e. skjali á hvaða stigi vinnslu sem er og geyma í sérstöku skjalasafni. Byrjað er á því að mynda skjalasafnið „Snapshot Library" (getur verið fleira en eitt og hægt er að flytja myndir á milli þeirra) í aðalvalmynd- inni undir bálknum „Other Files“. Að því loknu er hægt að nota sérstakan hnapp til að „taka mynd“. Hafa þarf í huga að kerfið vistar mynd í Pres- entation-skrána nema annað sé til- greint. í fljótu bragði flækir þetta mál- ið en er hins vegar til mikilla bóta ef unnið er að því að raða saman mynd- um í seríu til sýningar. Þetta er ótrú- lega hraðvirkt enda nær aðgerðin ekki út fyrir miðverkið fyrr en farið er út úr Ability, þrjóti minnið ekki áður, og innihald myndasafnsins færist yfir á disk. Það er eins með Myndatöku (Snapshots) og Myndræna framsetn- ingu (Presentation) að það gengur einungis á tölvu sem er með grafískt litskjákort og litskjá. Það er auðvitað útúrdúr liér en mér finnst það skemmtileg tilviljun hvað þessi „fi'dus" í Ability er líkur þeim sem er í RÁÐ-kerfinu frá Vílairhug- búnaði sem ég hef verið að skoða að undanförnu og sagði undan og ofan af í 7. tbl. F.v. Þótt þetta sé ef til vill nýjung í viðskiptakerfum fyrir DOS er VINSÆLI HUGBÚNAÐURINN FJÁRHAGSBÖKHALD SKULDUNAUTAKERFI LÁNADROTTNAKERFI BIRGÐ AKERFI FRAMLEGÐARKERFI VERKBÖKHALD SÖLUNÖTUKERFI LAUNAKERFI TILBOÐSKERFI GAGNAGRUNNSKERFI KERFISÞRÖUN HF. Armúli 38.108 Reykjavik Simar: 68 80 55 - 68 74 66 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.