Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 19
bílar bíða nýrra eigenda. og afleiðingamar hafa í sumum tilfell- um ekki látið á sér standa. Fyrirtæki sem hafa verið ímynd traustrar efna- hagsstöðu hafa þurft að hætta rekstri og útsjónasamir nýgræðingar í grein- inni hafa náð undir sig æ stærri hluta markaðarins. Dæmi um þetta eru við- skipti Veltis hf, sem komst í greiðslu- þrot á árinu, m.a. vegna of mikilla fjárfestinga, og Brimborgar hf, sem keypti hið fyrmefnda og jók hlutdeild sína í innflutningnum vemlega. í versnandi efnahagsástandi eru blikur á lofti fyrir bílafyrirtækin því mörg þeirra hafa ráðist í gífurlega fjár- festingu á síðustu misserum. Dæmi um slík fyrirtæki eru Sveinn Egilsson hf og Bílaborg hf. Vissulega hljóta menn að vona að eiginfjárstaða þess- ara fyrirtækja og bætt afkoma í góð- æri tveggja síðustu ára komi þeim yfir þessa hjalla sem framundan hljóta að vera. Einnig má nefna Heklu hf sem byggir nú stórhýsi við Laugaveg, en þess ber að geta að það fyrirtæki stendur á afar gömlum merg og það sem meira er, Hekla flytur inn og selur ýmsan annan varnig en bifreiðar og hefur því ekki öll eggin í sömu körfu. Fram hefur komið að Hekla hf þarf ekki lánsfé vegna fjárfestingar- innar. Ingvar Helgason hf hefur ráðist í að reisa stórhýsi við Elliðaárvoginn í Reykjavík en það fyrirtæki hefur farið sér hægt í fjárfestingum hingað til og skilað mjög góðum hagnaði. Sveiflumar í innflutningi koma vel fram í tölum sem sýna afkomu fyrir- tækja sem versla með bíla og bflavör- ur. Hagnaður þeirra fyrir skatt og af- skriftir, sem hlutfall af tekjum, hefur verið afar mismunandi eða allt frá því að vera ríflega 5% árin 1972,1981 og 1986 niður í 0% árið 1985. Þetta kem- ur fram á myndriti sem byggir á tölum frá Þjóðhagsstofnun. I samtölum Frjálsrar verslunar við talsmenn bifreiðaumboðanna kom vel fram að menn telja einsýnt að um al- varlegan samdrátt í imiflutningi verði að ræða á næsta ári og sumir töluðu raunar um hrun í þeim efnum. Til dæmis sagðist Jóhann Jóhannsson í Brimborg ekki eiga von á nema um 6000 bflum til landsins á árinu 1989 og „því eins gott að menn snúi sér líka að einhverju öðru,“ eins og hann komst að orði. Undir þetta tók Kristinn Val- týsson hjá Bifreiðum og landbúnaðar- vélum sem sagðist búast við svipuð- um bifreiðainnflutningi á næsta ári og var árið 1985 eða ríflega það. Þá voru fluttir inn 7.200 bflar, þar af 5.650 fólksbflar. AUKINN HLUTUR RÍKISINS Aður í þessari samantekt var minnst á lækkun aðflutningsgjalda af bifreiðum og alkunna er að þarfasti þjónninn er einn gildustu tekjustofna íslenska rfldsins. En hvernig hefur álögum verið háttað undanfarin ár? Lítum nánar á það. Fyrst er að minna á þá staðreynd að tekjur ríkisins af bflainnflutningi og bflanotkun, sem hlutfall af heildartekj- um, hefur verið um og yfir 20% á undanförnum árum. Þá er miðað við tekjur vegna innflutnings bflanna, varahluta í þá og hjólbarða. Einnig tekjur vegna viðgerða á bifreiðum og sölu á eldsneyti og tryggingum. Á tímabilinu 1977-1987 fór hlutfallið 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.