Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 67

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 67
horfið birtast hér á eftir stutt viðtöl við 4 einstaklinga af listanum, rnenn sem hafa verið í forsvari fyrir mjög stór og þekkt atvinnufyrirtæki. í við- tölunum segja þessir 4 menn sína sögu,- hvers vegna þeir létu af störf- um og hvaða áhrif þau umskipti hafa haft á tilveru þeirra og tilfinningar. Þeir gefa einnig upplýsingar um hvað þeir hafa verið að aðhafast frá því þeir hættu viðkomandi starfi. Einn þeirra tók fyrir skömmu við nýju stjórnunar- starfi í áberandi fyrirtæki. Ástæður þess að menn hverfa úr einhverju tilteknu starfi geta verið margvíslegar og þessir einstaklingar á listanum eiga eflaust hver og einn sína einstöku sögu. En fljótt á litið er hægt að skipta orsökunum niður í nokkra flokka. Sumir hætta sökum ágreinings við aðra valdaaðila innan fyrirtækis, aðrir eru látnir fara, marg- ir láta af störfum sökum aldurs, sumir fá tilboð um annað og betra starf, aðr- ir vilja hætta af persónulegum ástæð- um m.a. vegna heilsubrests eða leiða í starfi, menn hætta þegar fyrirtæki 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.