Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 34
STJÓRNUN „Myndir þú spyrja karlmann slíkrar spurningar?", svaraði Hildur að bragði þegar hún var spurð hvernig henni tækist að samræma heimilisstörf- in og framkvæmdastjórastarfið. skipti við karla en það er þetta hvim- leiða „elskan“,- ávarp. Ég er þó á því að það sé á undanhaldi; a.m.k. heyrist það æ sjaldnar," segir hún og hristir höfuðið. Þegar ég spyr um möguleika kvenna til þess að komast í stjórnun- arstöður innan fyrirtækja segir Hildur það vera að breytast til hins betra. Hún játar þó að konur hafi þó enn ekki sömu möguleika og karlar hvað þetta varðar og talar um að konur hafí jafn mikinn vilja til þess að ná langt — en að sama skapi þori þær ekki að takst á við ábyrgðina. „Ég get þó ekki annað en dást að sumum konum sem leggja á sig margfalda vinnu til þess að ná settu marki. „Við skulum bara bera ísland saman við önnur lönd. Hér hafa konur þó möguleika til að vinna sig upp í ábyrgðarstöður í starfi á sama tíma og þær eru að eignast börn og stofna heimili. Vissulega er það oft erfitt — enda geta þær ekki einbeitt sér jafn vel að því markmiði og karl- arnir. Erlendis verða konur að fórna þarneignum og eðlilegu heimilislífi til þess að geta einbeitt sér að eigin starfsframa. Þar gildir hinn harði heimur þar sem sam- keppnin gildir. Hér á landi eru mörg dæmi þess að konur nái starfsframa þrátt fyrir að barneignir og heimil- isstörf taki drjúgan tíma. Þetta tel ég að vissu leyti forréttindi umfram kyn- systur okkar erlendis.“ Nú hefur þú sagt að konur taki gagnrýni nærri sér og e.t.v. sé það ein ástæða þess að þær sækist ekki eftir ábyrgðarstöðum. Tekur þú gagnrýni nærri þér? ,Já, ég get ekki neitað því,“ segir Hildur. „Starfi framkvæmdastjóra fylgir viss gagnrýni. Ég þarf oft að taka skjótar og erfiðar ákvarðanir sem oft eru óvinsælar. Á harðnandi tímum í þjóðfélaginu þarf að gæta að- haldssemi á öllum sviðum og oft kem- ur það niður á starfsfólkinu. En þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera í stjórnunarstarfi og því verður maður að taka með jafnaðargeði. Ég tók alla gagnrýni mjög nærri mér í fyrstu en nú hef ég fengið harðan skráp — enda nauðsynlegt í þessu starfi,“ segir hún brosandi. Hildur hefur sama hátt á og þær María og Oddrún, þ.e. hún hefur ekki sérstakan ritara. Hún setur upp undr- unarsvip þegar ég spyr hvað valdi. „Ég hef einfaldlega ekki enn haft sér- staka þörf fyrir ritara. Ef ég þarf á aðstoð að halda þá leita ég bara til starfsmanna hér á skrifstofunni. Ég held að það sé ekkert skilyrði fyrir framkvæmdastjóra að hafa ritara,“ segir hún sposk á svip. Hildur bætir kaffi í bollana okkar og spyr hvort hún geti sagt mér eitthvað fleira. Hún virðist afslöppuð og hefur greinilega gefið sér góðan tíma til þess að spjalla við mig. Jú, ein spurnig er eftir — þessi venjulega: Hvernig gengur að sameina móður- og hús- móðurhlutverkið erilsömu og krefj- andi starfi? Hildur virðist hafa átt von á spurn- ingunni. „Það gengur mjög vel. Ég reyni að halda vinnutímanum innan skikkanlegra marka til þess að hafa góðan tíma með börnunum mínum tveimur, 5 og 1 árs. Ég er svo heppin að hafa góða og örugga gæslu fyrir börnin á meðan ég er í vinnunni og auðvitað er það undirstaða þess að geta unnið úti allan daginn. Svo á ég góðan eiginmann sem tekur sinn hluta af ábyrgðinni. En heyrðu,“ segir hún og lítur ásakandi á mig. „Myndir þú spyrja karlmann slíkrar spurningar?“ Það verður fátt um svör. Ég hef fengið svar við spurningum mínum. Um leið og ég kveð Hildi Petersen framkvæmdastjóra segir hún bros- andi: „Þegar öllu er á botninn hvolft er e.t.v. ekki svo mikill munur á kon- um og körlum í ábyrgðar- og stjórn- unarstörfum. Þetta er fyrst og fremst spurning um að vinna sitt starf og þá gildir einu hvort viðkomandi er „hann“ eða „hún“. Ég tók alla gagnrýni nærrí mér í fyrstu en nú hefég fengið harðan skráp enda nauðsynlegt í þessu starfi. 34 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.