Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 42

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 42
IÐNAÐUR SAUMAÐ AÐ FATAIÐNAÐI - ÍSLENSKUR FATNAÐUR Æ SJALDSÉÐARI í VERSLUNUM Wr ' r'i 1 Ew hJ íslenskir fataframleiðendur hafa átt undir högg að sækja og fatnaður frá þeim á ekki eins greiða leið að neytendum og áður. Alkunna er að fataiðnaðurinn á Islandi hefur átt undir högg að sækja á liðnum árum og sérstak- lega síðustu misserin. Afkoma og fjárhagsstaðan hefur verið af- ar erfið, útflutningur til helstu viðskiptalanda hefur stór- minnkað, starfsfólki hefur fækkað allverulega og mörg fyrirtækjanna orðið að leggja upp laupana. Á hinn bóginn virð- ist ljóst að íslenskur fatnaður, einkum ullarvara, á verulega möguleika á erlendum mörkuð- um ef rétt er á spilunum haldið. Spurningarnar eru því einfald- lega: Hvers vegna hefur illa gengið á síðustu árum og hvað þarf að koma til ef þessi fram- TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON leiðslugrein landsmanna á ekki endanlega að leggjast af? Hér á eftir munum við skyggnast í skýrslur og byggja á samtölum við nokkra aðila í fataiðnaði til að gera grein fyrir stöðu mála og þeim úrræð- um sem í boði eru. Það skal tekið fram að einkum verður kastljósinu beint að smærri fyrirtækjum þar sem erfitt er að ræða um risann Álafoss hf annars vegar og hins vegar önnur fyrirtæki sem eiga sumpart við ann- ars konar vandamál að stríða. STAÐIÐ fl TÍMAMÓTUM Þeir aðilar sem Frjáls verslun ræddi við voru sammála um að þessi atvinnugrein stæði á tímamótum, þ. e. að ef ekki yrði gripið í taumana nú væru líkur á að innlend fatafram- leiðsla heyrði brátt sögunni til. í þess- um efnum hafa orðið gífurlegar breyt- ingar á allra síðustu árum. Tískufatn- aður sem landsmenn ganga í er í dag að langmestu leyti innfluttur og hundruð manna í saumaiðnaði hafa af þeim sökum misst atvinnu sína. Það heyrir til undantekninga að fyrirtæki í slíkum iðnaði séu sett á laggirnar og þess vegna fýsti okkur að heyra í Stefáni Jörundssyni hjá Tex-Stíl hf, en rétt ár er liðið frá því hann hóf rekstur þess fyrirtækis: „Þetta fyrirtæki er stofnað á grunni saumastofu Hagkaups hf, en við sem tókum við henni höfðum starfað þar 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.