Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 6

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 6
RITSTJORNARGREIN MENN ARSINS1988 Frjáls verslun og Stöð 2 gangast nú fyrir vali á mönnum ársins 1988 í viðskiptalífinu á Is- landi. Val á mönnum ársins er þekkt á ýmsum svið- um þjóðlífsins hér á landi og víða erlendis eru menn ársins á viðskiptasviðinu valdir. Það hef- ur ekki verið gert fyrr hér á landi. Tilgangur Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 með þessu er einkum sá að beina athyglinni að því sem vel er gert í viðskiptum og vekja já- kvæða umræðu um atvinnulífið með því að heiðra þá sem náð hafa frábærum árangri og hrint góðum hugmyndum í framkvæmd. HREINSUM RUGLIÐ ÚT Það sem mesta athygli vekur í verkum þeirra sem valdir voru menn ársins 1988 í viðskipta- lífinu á Islandi er að þeir sameinuðu á árinu tvö íyrirtæki í sömu atvinnugrein og hafa nú gert úr því eitt mun öfiugra fyrirtæki sem er mjög hagkvæm rekstrareining. Sameiningin hafði í för með sér fækkun starfsmanna úr 120 í 63 hjá báðum fyrirtækjunum eins og fram kemur í við- tali við þá hér í blaðinu. Töluglöggir menn hafa reiknað það út að útgjaldaspamaður þessa fyrirtækis vegna sameiningarinnar nemi á nú- verandi verðlagi 1,2 milljörðum króna til næstu aldamóta. Sameining fyrirtækja í öflugri rekstrarein- ingar er einmitt eitt af lausnarorðunum í þeirri víðtæku hagræðingu sem þarf að verða í at- vinnulífi landsmanna. Ánægjuleg fordæmi blasa þar við m.a. með sameiningu bílaumboða og tryggingarfélaga. Hugarfarsbreyting í rétta átt hefur þegar gert vart við sig en mikið verk er óunnið á ýmsum sviðum. í þessu sambandi er tekið undir orð Harðar Sigurgestssonar forstjóra Eimskips sem hann lét falla í blaðaviðtali fyrir skömmu: „.... það verður að hreinsa út mikið af því mgli sem hér hefur viðgengist í stjórnmálum, fjármálum og atvinnulífi“. Vonandi fýlgja árinu 1989 nýjir og jákvæðir straumar í viðskipta- og atvinnulífi Islendinga. Frjáls verslun óskar lesendum sínum, við- skiptavinum og landsmönnum öllum velfarnað- ar á árinu 1989. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon - RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson - AUGLÝ SIN G AST J ÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — UTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.