Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 23

Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 23
ALMENNINGSTENGSL ISLENSKA ÞJOÐIN STENDUR MEÐ BJARTI í SUMARHÚSUM - SEGIR GUNNAR STEINN PÁLSSON HJÁ GBB - AUGLÝSINGAÞJÓNUSTUNNI „Mér sýnist þessi skoð- anakönnun Frjálsrar verslunar á vinsældum ís- lenskra fyrirtækja mótast töluvert af þeim einstakl- ingum sem eru í forsvari þeirra. Sól hf. nýtur í könnuninni góðs af vin- sældum Davíðs Sch. Thor- steinssonar, fyrirtæki Ól- afs Laufdal líða í sömu könnun fyrir róg, öfundar- tungur og afbrýðisemi í hans garð. En hvar eru áhrifin á útkomu fýrir- tækjanna? Enginn keypti Sól-Cola á sínum tíma af því að það var vont. Allir flykkjast á Hótel ísland af því að þar er skemmtilegt. Vinsældir fýrirtækis eru allt annað en vinsældir einstaklinganna sem þeim stjórna. ímyndir fyrirtækja skipta í mínum huga miklu máli en ég gef minna fyrir vinsældir einstaklinganna sem þeim stjórna.“ Þetta sagði Gunnar Steinn Pálsson stjórnarformaður GBB Auglýsinga- þjónustunnar, en hann hefur starfað í auglýsingaiðnaðinum um langt árabil og oftsinnis tekið þátt í mótun auglýs- ingaherferða og kynningarátaka, sem auðvitað eiga dijúgan þátt í mótun ímyndar fyrirtækja út á við. „Menn eru orðnir meðvitaðri um gildi góðrar ímyndar. Sú hugsun á raunar að byrja langtum fyrr en komið er að auglýsinga- og kynningarstarfi. Þegar unnið er faglega byrja menn á því að móta fyrirtæki sínu ákveðna TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON stefnu, meitla tilgang þess, markmið og leiðir í örfáar setningar. Sá grunn- ur hefur meðvitað, en e.t.v. líka ómeðvitað áhrif á samskipti stjóm- enda við starfsmenn, samskipti starfsmanna við viðskiptavini, um- ræður starfsmanna um vinnustað sinn í hópi vina og kunningja, orðspor sem fyrirtækið fær frá viðskiptavin- um sínum o.s.frv. Aug- lýsingar eru aðeins brot af þeim fjölmörgu þáttum sem móta ímynd eins fyrirtækis. Auðvitað geta auglýsingar samt haft veruleg áhrif og þess vegna snúið við blaðinu ef á þarf að halda. Stund- Vinsældir fyrirtækja eru allt annað en vinsældir einstaklinga sem þeim stjórna. um er ímyndarauglýsingum jafnvel ekki síður ætlað að virka inn á við, þ.e. til starfs- manna, en happasælast er þó að ímynd sé byggð á traustum grunni góðrar þjónustu og skýrrar stefnumörkunar. Ég er almennt þeirrar skoðunar að sígandi lukka sé best í þess- um efnum - en ég skorast held- ur ekkert undan því að fást við „kraftaverkaauglýsingar“ þegar á þarf að halda. Og stundum hafa þær raunar skil- að dýrmætum árangri!" Við biðjum Gunnar Stein að nefna dæmi um ímyndaraug- lýsingar. „Ég er það praktískt hugs- andi að ég reyni oftast að tengja ímyndarauglýsingar beint við ákveðnar vörur og þjónustu sem boðin er. Dærni um velheppnað átak sem þannig er byggt upp er sú aug- lýsingaherferð sem nýlega var valin besta auglýsingaherferð síðasta árs í samkeppni sem ÍMARK-klúbburinn gengst fyrir undir heitinu „Athyglis- verðasta auglýsing ársins“. Þar hlaut auglýsingaherferð íslenskra getrauna 1. verðlaun. Dæmið snerist um að fríska upp á þennan „gamla“ leik, sem óneitanlega hafði orðið útundan í sam- keppni við lottóið, allt skafmiðaflóðið og fleiri leiki þar sem fólk gat freistað gæfunnar. Getraunir voru gamal- dags en ungir og fram- sýnir menn við stjórnvöl- inn hjá íslenskum getra- unum höfðu kjark til að 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.