Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 9
FRETTIR NAFNASAMKEPPNIVÁTRYGGINGAFÉLAGSINS: VORU ÚRSLITIN ÁKVEDIN FYRIRFRAM? Þann 19. janúar síðast- liðinn tilkynntu forráða- menn Samvinnutrygg- inga og Brunabótafélags Islands að ákveðið hefði verið að steypa þessum tveimur fyrirtækjum saman í eitt enn stærra vátryggingarfélag. Fram kom að Axel Gíslason yrði forstjóri hins nýja fé- lags og Ingi R. Helgason starfandi stjórnarformað- ur. Skömmu síðar var til- kynnt að efnt yrði til veg- legrar verðlaunasam- keppni um nafn á hinu nýja tryggingarfélagi. Samkeppnin fór fram og um hana var fjallað skil- merkilega í fjölmiðlum. En nú er komið fram að svo virðist sem nafna- samkeppnin hafi verið sýndarmennska og að búið hafi verið að ákveða nafnið fyrirfram án tillits Ingi R. Helgason. til þess hvað kæmi út úr verðlaunasamkeppninni. I Lögbirtingarblaðinu hinn 28. júní sl. birtist til- kynning frá Inga R. Helgasyni um að hann reki í Reykjavík einkafyr- irtæki undir nafninu Það tilkynnist til brmaskrár Reykjavíkur, að (Ingi R. Hclgason, fct. 290724-2799, Hagamel 10, Reykjavík, rckurf Reykjavík einkafyrirtæki jundir nafninu Vátryggingarfélag íslands. Til-1 gangur: vátryggingastarfsemi. Réykjavík, 16. janúar!989. Það tilkynnist til Grmaskrár Rcykjavíkur, að Ingi R. Hclgason, £t. 290724-2799, Hagamel 10, Reykjavík, rekurí Reykjavíkeinkafyrirtæki undirnafninu íslcnska vátryggingarfélagið. Til- gangur: vátryggingastarfsemi. Rpykjavík, 16. janúar 1989. (5707 Það tilkynnist til firmaskrár Reykjavfkui, að Ingi R. Helgason, |(t. 290724-2799, Hagamel 10, Reykjavfk, rckur í Rcykjavík einkafyrirtæki undir nafninu Fjöltrygging. Tilgangur: vátrygg- ingastarfsemi. Reykjavík, 16. janúar 1989. (5708 Lögbirtingarblaðið. Vátryggingarfélag ís- lands. Tilkynning Inga er dagsett þann 16. janúar, þ.e. áður en tilkynnt var um stofnun hins nýja tryggingarfélags og áður en efnt var til verðlauna- samkeppninnar! MIKIL TEKIUAUKNING1988 Rekstrartekjur Búnað- arbankans á árinu 1988 voru 5,6 milljarðar króna saman borið við tæplega 3,8 milljarða árið 1987. Tekjuaukning milli ár- anna varð því 48,5% sem jafngildir um 25% rauna- ukningu. Nettóhagnaður bankans nam 185 milljón- um króna saman borið við 129 milljónir árið 1987. Hagnaður fyrir skatta var 330 milljónir króna en af þeirri fjárhæð greiðir bankinn 145 milljónir í tekju- og eignarskatta til ríkisins. Eiginfjárstaða Búnað- arbankans í árslok 1988 var 1782 milljónir króna og hafði aukist úr 1352 milljónum á árinu. Með- alávöxtun eiginfjár bank- ans hefur því verið um 11,8% árið 1988. Jón Sigurðarson. HVER TEKUR VIÐ AF JÓNI? Óvænt tilkynning Jóns Sigurðarsonar forstjóra Alafoss um að hann hygg- ist láta af starfi sínu hjá félaginu hefur að sjálf- sögðu vakið upp spurn- ingar um það hver taki við forstjórastarfinu af Jóni. Eftir því sem blaðið kemst næst hefur ekkert verið ákveðið um það ennþá. Innan fyrirtækis- ins eru starfandi menn sem taldir eru geta komið til greina. Þar má nefna Aðalstein Helgason að- stoðarforstjóra, Arna Árnason markaðsstjóra og Inga Björnsson fjár- málastjóra en þeir eru allir viðskiptamenntaðir og með ágæta starfs- reynslu í rekstri. Hinn möguleikinn sem til greina kemur er að sækja forstjóraefnið út fyrir fyrirtækið. Hér verður engu spáð um hvor leiðin verður valin. TIL VERNDAR TOLVUBORÐUM Komnar eru á markað plasthlífar til að líma yfir lykilborð á tölvum til varnar því að óhreinindi setjist á þau og valdi skemmdum. Að sögn þeirra sem notað hafa þessar hlífar eru þær taldar nauðsynlegar á þeim stöðum sem vænta má mikils ryks, vatns eða óhreininda. Hlífarnar eru fram- leiddar fyrir allar helstu tegundir tölvuborða og þær eru alla vega til sölu hjá Einari J. Skúlasyni í Reykjavík og hjá PC- Tölvunni á Akranesi. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.