Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 9
FRETTIR
NAFNASAMKEPPNIVÁTRYGGINGAFÉLAGSINS:
VORU ÚRSLITIN
ÁKVEDIN FYRIRFRAM?
Þann 19. janúar síðast-
liðinn tilkynntu forráða-
menn Samvinnutrygg-
inga og Brunabótafélags
Islands að ákveðið hefði
verið að steypa þessum
tveimur fyrirtækjum
saman í eitt enn stærra
vátryggingarfélag. Fram
kom að Axel Gíslason
yrði forstjóri hins nýja fé-
lags og Ingi R. Helgason
starfandi stjórnarformað-
ur.
Skömmu síðar var til-
kynnt að efnt yrði til veg-
legrar verðlaunasam-
keppni um nafn á hinu
nýja tryggingarfélagi.
Samkeppnin fór fram og
um hana var fjallað skil-
merkilega í fjölmiðlum.
En nú er komið fram að
svo virðist sem nafna-
samkeppnin hafi verið
sýndarmennska og að
búið hafi verið að ákveða
nafnið fyrirfram án tillits
Ingi R. Helgason.
til þess hvað kæmi út úr
verðlaunasamkeppninni.
I Lögbirtingarblaðinu
hinn 28. júní sl. birtist til-
kynning frá Inga R.
Helgasyni um að hann
reki í Reykjavík einkafyr-
irtæki undir nafninu
Það tilkynnist til brmaskrár Reykjavíkur, að
(Ingi R. Hclgason, fct. 290724-2799, Hagamel
10, Reykjavík, rckurf Reykjavík einkafyrirtæki
jundir nafninu Vátryggingarfélag íslands. Til-1
gangur: vátryggingastarfsemi.
Réykjavík, 16. janúar!989.
Það tilkynnist til Grmaskrár Rcykjavíkur, að
Ingi R. Hclgason, £t. 290724-2799, Hagamel
10, Reykjavík, rekurí Reykjavíkeinkafyrirtæki
undirnafninu íslcnska vátryggingarfélagið. Til-
gangur: vátryggingastarfsemi.
Rpykjavík, 16. janúar 1989.
(5707
Það tilkynnist til firmaskrár Reykjavfkui, að
Ingi R. Helgason, |(t. 290724-2799, Hagamel
10, Reykjavfk, rckur í Rcykjavík einkafyrirtæki
undir nafninu Fjöltrygging. Tilgangur: vátrygg-
ingastarfsemi.
Reykjavík, 16. janúar 1989.
(5708
Lögbirtingarblaðið.
Vátryggingarfélag ís-
lands. Tilkynning Inga er
dagsett þann 16. janúar,
þ.e. áður en tilkynnt var
um stofnun hins nýja
tryggingarfélags og áður
en efnt var til verðlauna-
samkeppninnar!
MIKIL TEKIUAUKNING1988
Rekstrartekjur Búnað-
arbankans á árinu 1988
voru 5,6 milljarðar króna
saman borið við tæplega
3,8 milljarða árið 1987.
Tekjuaukning milli ár-
anna varð því 48,5% sem
jafngildir um 25% rauna-
ukningu. Nettóhagnaður
bankans nam 185 milljón-
um króna saman borið við
129 milljónir árið 1987.
Hagnaður fyrir skatta var
330 milljónir króna en af
þeirri fjárhæð greiðir
bankinn 145 milljónir í
tekju- og eignarskatta til
ríkisins.
Eiginfjárstaða Búnað-
arbankans í árslok 1988
var 1782 milljónir króna
og hafði aukist úr 1352
milljónum á árinu. Með-
alávöxtun eiginfjár bank-
ans hefur því verið um
11,8% árið 1988.
Jón Sigurðarson.
HVER TEKUR
VIÐ AF JÓNI?
Óvænt tilkynning Jóns
Sigurðarsonar forstjóra
Alafoss um að hann hygg-
ist láta af starfi sínu hjá
félaginu hefur að sjálf-
sögðu vakið upp spurn-
ingar um það hver taki
við forstjórastarfinu af
Jóni.
Eftir því sem blaðið
kemst næst hefur ekkert
verið ákveðið um það
ennþá. Innan fyrirtækis-
ins eru starfandi menn
sem taldir eru geta komið
til greina. Þar má nefna
Aðalstein Helgason að-
stoðarforstjóra, Arna
Árnason markaðsstjóra
og Inga Björnsson fjár-
málastjóra en þeir eru
allir viðskiptamenntaðir
og með ágæta starfs-
reynslu í rekstri. Hinn
möguleikinn sem til
greina kemur er að sækja
forstjóraefnið út fyrir
fyrirtækið. Hér verður
engu spáð um hvor leiðin
verður valin.
TIL VERNDAR TOLVUBORÐUM
Komnar eru á markað
plasthlífar til að líma yfir
lykilborð á tölvum til
varnar því að óhreinindi
setjist á þau og valdi
skemmdum. Að sögn
þeirra sem notað hafa
þessar hlífar eru þær
taldar nauðsynlegar á
þeim stöðum sem vænta
má mikils ryks, vatns eða
óhreininda.
Hlífarnar eru fram-
leiddar fyrir allar helstu
tegundir tölvuborða og
þær eru alla vega til sölu
hjá Einari J. Skúlasyni í
Reykjavík og hjá PC-
Tölvunni á Akranesi.
9