Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 19

Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 19
i 1 - s i ' Æ^ms~*** .* 1 WCS <v. ^ J8-' B Heklusystkinin. Fyrir aftan standa Sverrir og Sigfús en fyrir framan eru Ingimundur og Margrét. staklega vel. Við erum þó ekki alltaf sammála. En það er alveg ljóst að sundrung meðal okkar og rifrildi myndi eyðileggja fyrirtækið og þar með skemma fyrir okkur sjálfum. Ég tel að fjölskylduformið hafi ótvíræða kosti fyrir fyrir- tæki þegar samhentir fjölskyldumeðlimir sjá um rekstur- inn. Fjölskyldutengslin í þessu fyrirtæki hafa án efa orðið því til framdráttar. Við systkinin viljum að fyrirtækið haldi áfram að dafna og viljum alls ekki sjá það leysast upp. Það eru allt of mörg dæmi til um það að fjölskyldur og fyrirtæki hafi splundrast vegna ósamheldni og deilna. En auðvitað er ekkert sjálfgefið að eigendur fjölskyldu- fyrirtækja fæði af sér hæfa stjórnendur. Og stundum kæra afkomendur sig ekkert um að koma nálægt rekstri fyrir- tækis þótt um rótgróið fjölskyldufyrirtæki sé að ræða. EKKIVÍST AÐ BÖRNIN HAFIÁHUGA Þótt við systkinin höfum getað starfað saman og haft til þess vilja þá er ekkert víst að börnin okkar geti það eða hafi áhuga á því. Sjálfur á ég tvo syni og hef fram að þessu ekki kært um mig um að þeir störfuðu hér. Og ég er ekkert sannfærður um að farsælast sé fyrir þá eða fyrir fyrirtækið að þeir helli sér út í reksturinn. Hins vegar tel ég þá ekki útilokaða frá starfi hér einungis vegna fjöl- skyldutengsla. Við systkinin eigum nú samtals 13 böm og það er vart við því að búast að öll fari þau að stjóma þessu fyrirtæki. Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill verður allt mun flókn- ara og viðkvæmara. Það er alveg hugsanlegt að inn í fyrirtækið komi sérfróðir menn um rekstur fyrirtækja og taki við sjálfum rekstrinum þótt fyrirtækið verði áfram í eigu fjölskyldunnar. Ég held að það geti verið óheppilegt fyrir ungt fólk í dag að vera ofverndað inni í fjölskyldufyrirtæki. Samfélagið er orðið það flókið að ungt fólk verður að sækja sér menntun og reynslu annars staðar til að öðlast nægilega yfirsýn svo það geti stjórnað stóru fyrirtæki í nútíma þjóðfélagi. Það má kannski segja að helsti gallinn við að reka svona fjölskyldufyrirtæki í dag sé einmitt óvissan um framtíð fyrirtækisins; óvissan um það hvort fyrirtækið haldi áfram að vera fjölskyldufyrirtæki og ef sú löngun er fyrir hendi, þá óvissan um það hvort afkomendurnir séu hæfir og nægilega samstæðir til að taka við. 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.