Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 25
n l...‘ ilD
1' '%ilr ''ýjfíil Hf —\
1 jglj
Bræðurnir Garðar, Jón og Gunnar Jóhannssynir
meirihluta hlutafjár í Fóðurblöndunni hf. og eiga nú um
99% af fyrirtækinu. Þá hafði Holtabúinu verið breytt í
hlutafélag og framleiðslunni breytt í eggja- og kjúklinga-
framleiðslu. Svínabúið seldu þeir. „Við keyptum Fóður-
blönduna með það fyrir augum að að byggja fyrirtækið
upp, fjárfesta í nýjungum og fara inn á fleiri svið fram-
leiðslu. Við sáum að vaxtarbroddur yrði í framleiðslu á
fiskeldisfóðri. Og til að ráða við þá framleiðslu leituðum við
eftir samstarfi við erlenda aðila og til varð fyrirtækið Ewos
hf., sem framleiðir fóður fyrir fískeldisstöðvar. Á svipuð-
um tíma fórum við síðan út í samstarf við erlenda aðila um
stofnun á hveitimyllu og fyrirtækið Kornax hf. varð að
veruleika. Einnig eigum við Komhlöðuna með öðrum aðil-
um.
VERKASKIPTINGIN
Við bræðurnir höfum auðvitað skipt með okkur verk-
um. Ég er stjórnarformaður allra þessara fyrirtækja og hef
frá upphafi séð um fjármál og frekari útþenslu. Garðar er
framkvæmdastjóri Kornax en Jón er búsettur fyrir austan
og er framkvæmdastjóri Holtabúsins. Allir eigum við jafn-
an hlut í þessum fyrirtækjum og það má segja að fundir
okkar þriggja séu nokkurs konar stjórnarfundir."
Að framansögðu er ljóst að þeir Jón, Gunnar og Garðar
virðast vel í stakk búnir til að reka fjölskyldufyrirtæki með
sóma og hefur það form í raun og veru lagt grunninn að
velgengni þeirra. En hvað verður um þessi fyrirtæki þegar
dagar þeirra eru taldir? Er þeim bræðrum umhugað um að
halda fyrirtækjunum og rekstrinum innan fjölskyldunnar
eða vilja þeir breyta rekstrarfyrirkomulaginu? „Við erum
ungir ennþá en höfum vissulega hugsað þetta mál út frá
ýmsum hliðum. Núna eigum við samtals níu afkomendur
og það er mjög ólíklegt að samtarf svona margra aðila geti
orðið eins gott og samstarf okkar þriggja. Það eru því
ýmsir hnútar í þessu sem þarf að leysa. En hvort við
reynum að leysa þá sjálfir eða látum afkomendur okkar um
að leysa þá er óljóst ennþá.
MYNDIKANNSKIVEUA ARFTAKA
Ég er ekkert viss um að bömin okkar kæri sig um að
koma inn í reksturinn. Og það er spurning hvort ekki sé
eðlilegra að þau sitji einungis í stjórn sem eigendur en
komi að öðru leyti ekki nærri rekstrinum. Um þessar
mundir er ekkert kappsmál fyrir mig persónulega að böm-
in taki við af mér. En hugsanlega verður maður íhaldssam-
ari með aldrinum.
Þótt fyrirtækjasaga á Islandi sé mjög ung held ég að við
höfum ágæta reynslu af fjölskyldufyrirtækjum hér. Hins
vegar má segja að mörgum fjölskyldufyrirtækjum væri
hollt að selja 50% hlutafjár til annarra aðila til þess að
fjölskyldan hafi ekki hag af því að splundrast þegar meðlim-
irnir eru orðnir margir. Víða erlendis eiga fjölskyldufyrir-
tæki auðveldar uppdráttar einfaldlega vegna þess að þar
gilda öðruvísi erfðalög. Sums staðar er nefnilega leyfilegt
að gera afkomendum mishátt undir höfði og gera einn
aðilann stekari innan fyrirtæksins en annan. Hér á íslandi
má víst ekki gera afkomendum mishátt undir höfði og því
ekki leyfilegt að velja sér arftaka eftir sinn dag. Þó að ég sé
ekki að mæla því bót að gera upp á milli barna getur vel
verið að ég myndi velja arftaka inn í fyrirtækið hefði ég til
þess heimild,“ sagði Gunnar að lokum.
25