Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 29

Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 29
grísk. Við lukum bæði þessu námi og hún hefur líka starfað fyrir Hilton en það hefur að ýmsu leyti gert okk- ur auðveldara fyrir að flytja okkur á milli hótela. Fólk í þessum rekstri lifir sig mikið inn í störfm og því skiptir staðsetningin ekki öllu máli þó hún hafi vitanlega sitt að segja. Þessar tilfærslur eru hins vegar erf- iðari fyrir son okkar sem nú er 13 ára. Hilton hótelkeðjan er nú í eigu bresks fyrirtækis sem heitir Lad- broke og er sagt vera í hópi tíu rík- ustu fyrirtækja Bretlands. Áður var Hilton í eigu TWA flugfélagsins í Bandaríkjunum en rekstur þess hef- ur ekki gengið of vel á undanfömum árum og því var haldið fram að Hil- ton hafi liðið fyrir það. Víst er að menn telja sig finna fyrir vaxandi styrk hótelkeðjunnar eftir eigenda- skiptin og því fögnum við að sjálf- sögðu sem vinnum hjá Hilton.“ Halldór Briem hefur nú verið við nám og störf erlendis í 19 ár sam- fleytt. Við spurðum að lokum hvort til greina kæmi að flytjast heim ef áhugavert starf byðist við hótel- rekstur á íslandi. „Það er ekkert sem útilokar það ef til greina kæmi starf á því sviði sem ég hef sérhæft mig á. Það gilda sömu grundvallarlögmál í hótel- rekstri um allan heim. Þess vegna er auðvelt að færa fólk á milli hótela því vinnubrögðin eru þau sömu og menn eru fljótir að laga sig að nýjum aðstæðum. Það væri auðvitað mjög áhugavert að fá að spreyta sig í sínu fagi heima á íslandi og miðla af þeirri reynslu sem sótt hefur verið út í heim.“ RISASTÓR GRILLVEISLA! Grillveisluþjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök Ef þú hyggur á stóra grillveislu.en þér vex í augum umstangið og skipulagningin, er tilvalið að hringja í Grillvagnaþjónustu SMÁRÉTTA. Við tökum að okkur grillveislur fyrir 50 til 600 manns, hvort heldur er við heimahús eða í sveitasælunni. SMÁRÉTTIR hafa yflr öflugum grillvagni að ráða, sem reynst hefur mjög vel. Við komum á staðinn með grillvagninn og það hráefni sem þú hefur pantað. Pöntunarsímar Grillþjónustu SMÁRÉTTA: 84405 & 666189 Tilvalin þjónusta fyrir starfsmannaveisluna, ættarmótið eða stórafmælið. PS. Okkur þykir vert að minna á skyndibitastaðinn SMÁRÉTTI, Grensásvegi 7 þar sem við bjóðum upp á gómsæta hraðrétti eins og Barbecue- hamborgara, pítur o.fl. o.fl. Salur fyrir litla hópa. SMARETTIR GRENSÁSVEGI 7 SÍMI 84405 EKKERT ER AUÐVELDARA EN ÁSKRIFT FRJÁLS VERSLUN ÁSKRIFTARSÍMI 82300

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.