Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 39
Magnús Pétursson á skrifstofu sinni í Washington. um kröfum er mjög mismunandi eftir efnahag landanna. T.d. er hægt að kaupa eitt hundrað dollara kröfu á hendur Bólivíu fyrir 11 dollara. Kaup- verðið er sem sagt í þessu tilfelli 11% af nafnverði kröfunnar. Með þessum hætti má kaupa skuldakröfur á hend- ur Súdan fyrir 2% af nafnverði kröf- unnar á hendur Perú fyrir 3% og á hendur Panama fyrir 10%, svo dæmi séu tekin. Bankarnir, sem selja kröf- ur á þessu gengi, líta í raun á þær sem tapaðar og eru fegnir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta lýsir í raun að nokkru leyti skuldastöðunni hjá þess- um ríkjum og fleirum sem svipað er ástatt um.“ Þú nefndir áðan austantjaldsríki sem eru aðilar að sjóðnum. Hvernig famast þeim að eiga aðild að svo há- kapitalískri stofnun? ,Já, það eru ekki síst málefni A- Evrópuríkjanna sem eru áhugaverð viðfangs. Þar er um að ræða hagkerfi svo gerólík því sem við eigum að venjast. Ungverjar hafa t.d. verið að opna landamæri sín fyrir verslun með vörur, þjónustu og gjaldeyri og virðist ætla að takast nokkuð vel. Ég hef einnig kynnst því í samskiptum mín- um við Ungverja hér að þeir eru mjög slyngir í viðskiptum og harðir banka- menn, enda byggja þeir á langri hefð sem efnahagslegt stórveldi í Evrópu fyrr á árum. Júgóslavía hefur hins vegar átt í verulegum erfiðleikum, verðbólga rýkur upp og Júgóslövum hefur reynst erfitt að hafa stjórn á sínum efnahagsmálum. Allir þekkja stöðu efnahagsmála í Póllandi. Það hefur einnig verið nefnt að Sovétríkin gerist aðili, án þess að séð sé fyrir endann á þeim bollalegging- um. Það er reyndar ákaflega athyglis- vert mál, en til þess að Sovétmenn geti orðið aðilar að sjóðnum þarf ým- islegt að gerast. Þeir þurfa til dæmis að opna allar sínar bækur um þróun og stöðu efnahagsmála í Sovétríkjun- um, enda byggist aðild eða „kvóti“ hvers ríkis á efnahagslegum styrk- leika þess. Þeir yrðu því einnig að gefa upplýsingar um gjaldeyrisvara- sjóð sinn, t.d. gullforðann o.fl. o.fl. Að þessum atriðum frágengnum gætu þeir hugsanlega fengið aðild að sjóðnum og notið fyrirgreiðslu hans. Þó gætu fylgt aðildinni skilyrði, svo sem varðandi umbætur í gengis- og viðskiptamálum. Þetta eru, enn sem komið er, aðeins bollaleggingar og er aOs ekki komið á formlegt umræðustig, en engu að síður hlutir sem nefndir hafa verið í almennri umræðu. Ef af yrði myndu reyndar valdahlutföllin innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins raskast töluvert því þótt sovéskt efnahagslíf sé kannske ekki kröftugt, þá fengju þeir töluverð völd innan sjóðsins í krafti stærðarinnar einnar.“ Hafa valdahlutföll hjá sjóðnum breyst að einhverju leyti á síðustu árum? „Það sem hefur verið að gerast á undanförnum misserum og árum er sókn Japana á hinum alþjóðlega lána- markaði. Nú stendur yfir endurskoð- un á „kvóta“ aðildarríkja sjóðsins og Japanir hafa sótt stíft að fá stærri kvóta í sinn hlut. Ef það gengur eftir gætu þeir orðið annar stærsti aðillinn að sjóðnum í stað fimmta stærsta eins og þeir eru nú. Staða efstu ríkjanna myndi því væntanlega raskast eitt- hvað og stærðinni fylgja áhrif eins og allir þekkja. Ég get nefnt hér að Japan hefur þegar tekið annað sætið á eftir Bandaríkjunum í stjórn Alþjóðabank- ans. En Japanir hafa sótt í sig veðrið á annan hátt, nefnilega með því að veita „parallel" eða samhliða lán til ríkja sem sjóðurinn veitir fyrirgreiðslu. Til þessa ætla þeir á þessu ári um 6 millj- arða dollara. Þeir hafa einnig stórauk- ið framlög sín til þróunarmála á síð- ustu árum, einkum í Asíu og Kyrra- hafinu, og er það ein leiðin sem þeir nota. Þetta er ekki ýkja vel séð meðal þeirra ríkja sem fremst hafa staðið í þessum málum, en peningarnir tala sínu máli.“ FÆRT FÓLK Hvemig blasir starf sjóðsins við þér frá sjónarhóli þess sem kemur úr starfi hagsýslustjóra á íslandi? „Ég hef verið við störf hér í eitt og hálft ár og vitanlega tók það nokkra mánuði einfaldlega að öðlast innsýn í gang mála, vinnubrögð og starfsað- ferðir. Það sem e.t.v. kom mér mest á óvart var hvílíkur óhemjufjöldi er hér af færu starfsfólki. Hér eru um 2000 starfsmenn og hefur verið ákaf- lega athyglisvert að fylgjast með því hvernig vinnan hér gengur fyrir sig. Viðfangsefnin eru einnig gífurlega lærdómsrík. Maður sér auðvitað efnahagsvanda annarra þjóða heims í allt öðru ljósi en þegar maður situr í Arnarhvoli. Sum lönd eiga við svo stórkostlega mikil vandamál að etja að vandinn heima fyrir verður smá- vægilegur í samanburði við það Það er líka gaman að fylgjast með þróun þessara landa, fylgjast með breyting- um sem gerðar eru á ýmsum sviðum efnahagslífsins og afleiðingum sem þeim fylgja. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.