Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 47
• BANDARÍSK
FYRIRTÆKIGERA
VEL VIÐ SITT FÓLK
Samkvæmt könnun sem gerð hef-
ur verið gera bandarísk fyrirtæki vel
við starfsfólk sitt og láta það njóta
þess, þegar vel gengur. Kemur það
sér vel því almenn laun í flestum fyrir-
tækjum og starfsgreinum eru ekki
eins há og ýmsir halda.
Meira en helmingur bandarískra
fyrirtækja, eða 56%, greiðir starfs-
mönnum sínum kaupauka í reiðufé
eftir ýmiskonar reglum.
Rösklega þriðja hvert fyrirtæki
(37%) efnir til þakkarhátíða fyrir
starfsfólk sitt og veita þar ýmiskonar
verðlaun. í álíka mörgum fyrirtækjum
er það siður að æðstu ráðamenn skrifi
eða kalli starfsmenn á sinn fund til að
þakka þeim persónulega vel unnin
störf.
Rúmlega fimmtungur bandarískra
fyrirtækja (22%) gefur starfsfólki
sínu gjafir fyrir vel unnin störf en 17 af
hverjum 100 fyrirtækjum gefa starfs-
mönnum sínum aukin frí fyrir vel unn-
in störf og góðan árangur.
Loks tíðkast það hjá um 12% fyrir-
tækja að bjóða starfsmönnum sínum
ýmis frí ferðalög þegar vel hefur
gengið og til að hvetja þá til aukinna
dáða. í sumum tilvikum eru slík ferða-
lög milli landa og greiðir þá fyrirtækið
bæði ferðalög og uppihaldskostnað og
býður í dýrindis veislur og kynningar-
ferðir.
• SJÓNVARP Á
HVERN FARÞEGA
Nú mun þess skammt að bíða að
allar kvikmyndir, sem sýndar eru í
farþegaflugvélum, verði sýndar á
skermum smásjónvarpstækja sem
hver farþegi hefur fyrir sig.
Á dögunum tók bandaríska flugfé-
lagið Northwest Airlines í notkun
Boeing 747 risaþotu þar sem sjón-
varpstækjum með þriggja tommu
skermi er komið fyrir í nokkrum stól-
bökum bæði á 1. farrými og í almennu
farþegarými.
Á þessum skermum geta farþegar
fengið að sjá að eigin vali kvikmyndir,
íþróttaviðburði, flutning tónlistar,
fréttaþætti eða kafla úr vinsælum
sjónvarpsþáttum af myndböndum.
Skermar þessara litlu sjónvarps-
tækja eru gerðir úr fljótandi kristal og
notendur verða að hafa heymartól til
að nema tal og hljóð.
Ymsir spá því að þessi litlu sjón-
varpstæki verði orðin algeng í far-
þegavélum stærri flugvéla snemma á
næsta áratug.
Með tilkomu þessara tækja gefst
flugfarþegum kostur á að njóta sjón-
varpsins að eigin vali. Það þurfa ekki
allir að sjá sömu myndina og það þarf
ekki að myrkva allt farþegarýmið.
En það eru fleiri nýmæli á döfinni
fyrir flugfélög. Kanadískt fyrirtæki er
um það bil að senda á markaðinn tæki
með litlum sjónvarpsskermi og er það
áfast við eða innbyggt í bakka sem
veitingar eru bomar fram á í flugvél-
um. Á þessum skermum verður unnt
að fara í ýmsa tölvuleiki. Vafalaust
mun ýmsum finnast sem langar flug-
ferðir styttist mjög með tilkomu
slíkra leiktækja.
• KARLMENN EYÐA
MEIRU EN KONUR
r ■■
IFOT
Þegar einlileypt fólk fer í fataversl-
un, hvort heldurðu að kaupi þá meira
karlmaður eða kona?
Samkvæmt könnunum sem
gerðar hafa verið í Bandaríkjunum
eru það karlmennimir. Karlmenn á
aldrinum 55 til 64 ára skekkja niður-
stöðurnar dák'tið því talsverður hluti
af því fé, sem þeir eyða í fataverslun-
um, fer í gjafir sem ætlaðir eru kon-
um.
„Karlmemi, 55-64 ára gamlir,
keyptu að meðaltali fyrir 1128 dollara í
fataverslunum veturinn 1984-’85 en
konur á sama aldri keyptu að meðal-
tali fyrir 682 dollara," segir í niður-
stöðu könnunar sem tímaritið Ameri-
can Demographios Magazine gerði
og birt var nú nýlega.
í öllum öðrum aldursflokkum
keyptu konur meira af fatnaði en karl-
ar. En þetta örlæti fullorðinna karl-
manna nægði til þess að meðaleyðsla
einhleypra karlmanna til fatakaupa
varð 735 dollarar móti 657 hja konum.
Stjómandi könnunarinnar segir,
að fatnaður til gjafa hafi þarna ráðið
úrslitum. Því er slegið föstu að einn
fjórði hluti eða 25% alls fatnaðar sem
einhleypir karlmenn kaupi sé ætlaður
til gjafa en þegar konur eigi í hlut fari
einungis 14% til gjafa.
Stjómandi könnunarinnar er
sérfræðingur í rannsóknum er lúta að
eyðslu neytenda, en tímaritið sem
bað um að könnunin yrði gerð er gefið
út af Dow Jones & Co og fjallar um
fólk og markaðsmál.
Stjómandinn tekur fram að þó
laun kvenna hafi hækkað á síðari árum
vanti enn mikið á að þær hafi sömu
laun og karlar í öllum aldursflokkum.
Þess vegna sé eðlilegt að einhleypar
konur eyði minna í einstaka vöru-
flokka, en það sem þær eyði t.d. í
fatnað sé þó tiltölulega hærri upphæð
en karlar eyði miðað við laun þeirra.
Kannanir sýna að einhleypar
konur eyða stærri hluta launa sinna í
neysluvaming, húsnæði, sjúkra-
tryggingar, persónulega þjónustu og
lestrarefni en einhleypir karlar.
Karlmenn eyða hins vegar meiru
í mat á veitingastöðum, áfengi, bfla
eða önnur farartæki, skemmtanir,
tóbak og áætlanir varðandi elliárin.
Það er algengara að einhleypar
bandarískar konur eigi íbúð en ein-
hleypir karlar. Hlutfallið er 41% hjá
konum en 29% hja karlmönnum. Ein-
hleypar konur í Bandaríkjunum eru
yfirleitt eldri en einhleypir karlmenn,
eða 55 ára og eldri á móti 35 árum og
þaðan af minna meðal karlmanna.
Einhleypar konur vörðu helm-
ingi meira fé en karlar í heilsugæslu,
en karlmennirnir eyddu miklu meira í
alls konar skemmtanir. „Kannski er
það m.a. vegna þess að það er yfir-
leitt karlmaðurinn sem borgar þegar
hann á stefnumót við konu,“ segir
stjórnandi könnunarinnar.
47